<$BlogRSDUrl$>

fimmtudagur, ágúst 30, 2007

Loksins loksins tókst mér að setja inn myndir.

Setti inn myndir frá afmæli Furu, Glasgowferð okkar Sverris og svo setti ég inn myndir frá útskriftarveislunni minni!

Þar sem það er ennþá eitthvað vandamál með að gera hyperlinka, þá verðið þið bara að copy/paste'a.

Afmæli Furu: www.fotki.com/hildur-dimissio/afmaeli-hja-furu

Hin tvö albúmin má sjá á slóðinni www.fotki.com/hildur-hressa

Njótið vel.

þriðjudagur, ágúst 07, 2007

Aldís er dugleg að setja inn myndir, hún setti inn myndir frá Akureyrarferðinni sem við fórum í saman ásamt Furu beibí, hérna má sjá þær: http://share.shutterfly.com/action/pictures?a=67b0de21b35320ebc4e9&sid=0AbOWrRk3ZN2LpA

Einnig setti Aldís inn myndir frá stelpukvöldi sem haldið var 6. júlí, þeir sem vilja sjá okkur bikiníbeibin geta copy/paste'að þetta: http://share.shutterfly.com/action/pictures?a=67b0de21b352864f6562&sid=0AbOWrRk3ZN2Ljo

Ég veit ekki hví, en það virðist ekki vera hægt að búa til linka í augnablikinu, þess vegna þarf fólk bara að copy/paste'a.

Sjálf á ég myndir frá afmæli Furu og Skotlandsferð okkar Sverris (frá því í janúar) og myndir frá útskriftinni, en ég virðist ekki geta sett þetta inn, allt í rugli.

Svo hætti ég að vinna eftir þessa viku, ég er mjög spennt, þó að árekstrar mínir við spurningakonuna ógurlegu hafi verið mjög fátíðir. Allir fara til útlanda nema ég, ég ætla bara að vera heima í fýlu þangað til að ég byrja í HÍ, þann 4. september.

föstudagur, júlí 06, 2007

Síðasta mánuðinn hef ég ekkert gert nema unnið og hangsað restina af deginum. Það er stutt síðan að ég vandist því að vakna kl. 6 á morgnanna.
En núna hef ég fengið nýju tölvuna mína og varð nú að prófa að blogga smá af því tilefni.
Í dag fór ég til augnlæknis, sem er nú ekki merkilegt nema vegna þess að ég held að ég hafi verið illa dissuð. Ekki nóg með það að sjón mín hefur versnað um einn heilan síðan í fyrrasumar, heldur virtist annar læknirinn sem skoðaði mig hafa haldið að ég væri ólétt. Við vorum að tala um hvernig sjón fólks versnar oftast fram að tvítugsaldri, en svo bætir hún við að sjón óléttra kvenna versnar oft eða jafnvel batnar á meðan á óléttunni standi. Svo fór hún aðeins nánar í það. Ég á eftir að ákveða hvort þetta var bara fróðleiksmoli dagsins hjá augnlækninum eða hvort að hún hafi haldið að ég væri ólétt.
Ég sem var svo stolt af því að hafa misst 3 kíló af því að hjóla í vinnunna...

mánudagur, júní 04, 2007

Nú hef ég útskrifast, farið á júbilantaball og skráð mig í Háskólann.
Útskriftin var fín, rosalega löng athöfn, en skemmtileg, sérstaklega þar sem ég fékk dönskuverðlaun.
Júbilantaballið var samt ekki jafn skemmtileg og í fyrra, sem er skrítið þar sem þá var ég bara gestur, en í þetta skiptið stúdent. Hljómsveitin var bara alls ekki nógu hress. En ballið átti sín móment.
Svo hef ég skráð mig í ensku. 90 einingar. Kannski skipti ég þessu eitthvað, en mér líst mjög vel á öll fögin.
Hér með lýkur þessari skemmtilegu skýrslu, ég er of þreytt eftir fyrsta vinnudaginn til að skrifa meira.

fimmtudagur, maí 24, 2007

Ég á tvö próf eftir! Ég nenni ekki að lesa eitt orð í viðbót, en ég verð að láta mig hafa þetta. Verð að rústa munnlegri ensku svo enskurúst mitt haldi velli. Ég hlakka svo til að geta slakað á, enda hef ég ekki getað gert slíkt með góðri samvisku síðan 10. apríl.

Svo er ég víst komin með vinnu. Á Landspítalanum. Þetta verður nú bara gaman. Get endurupplifað kynni mín við konuna sem spyr mann mjög nærgöngula spurninga í kjallara elduhúsálmunnar eða við samkynhneigðu tælensku konuna sem vill tæla ungar stúlkur, en þeim kynntist ég einmitt sumarið 2004 þegar ég vann í matsal Landspítalans. Þær unnu samt annars vegar við þvott og hins vegar niðri í eldhúsi, þannig að daglegir árekstar við þær eru ekki garanteraðir.

Næsta ár, þá ætla ég kannski að sækja fyrr um vinnu svo að ég hafi svolítið fleiri atvinnutilboð en þetta sumarið...

mánudagur, maí 14, 2007

Húrra, Dimissiomyndir loksins komnar, farið á www.fotki.com/hildur-dimissio.Set svo jafnvel bráðum líka myndir inn frá afmæli Furu í janúar, var búin að gleyma þeim...

föstudagur, maí 11, 2007

Ég ætlaði að bíða með að blogga aftur þangað til að ég hefði sett inn Dimissiomyndir, en þar sem myndasíðan mín er með stæla verð ég að bíða smá með það.

Nú eru aðeins 6 próf eftir og ég er búin með latínu. Þegar ég gekk út úr munnlega latínuprófinu, eftir að hafa dregið Miðaldalatínuna og staðið mig held ég bara ágætlega, fylltist ég mikilli gleði og hamingju. Héðan í frá ætla ég bara að stunda nám sem ég kann! Ekkert að leggja óþarfa á mig, hohoho.

Í gær sannaðist að Júróvisjon ætti að heita Balkanvisjon. Ég get sætt mig við þrjú af þeim tíu lögum sem komust áfram, en þau eru Ungverjaland, sem ég kaus, Serbía, enda eina alvöru þjóðlega lagið og að lokum Tyrkland, því að það er ekkert Júró án allavega eins manns sem syngur orðin "Shake it". Annars er ég ekki mjög hrifin af Júró í ár, enda ekkert Tornero. Ekkert mun nokkurn tíman toppa það, en Grikkland og Tyrkland koma þó til greina sem aðal Júró-stuðið.
En núna ætti ég kannski bara að hætta að tala um Júróvisjon, haaa?

This page is powered by Blogger. Isn't yours?