fimmtudagur, maí 24, 2007
Ég á tvö próf eftir! Ég nenni ekki að lesa eitt orð í viðbót, en ég verð að láta mig hafa þetta. Verð að rústa munnlegri ensku svo enskurúst mitt haldi velli. Ég hlakka svo til að geta slakað á, enda hef ég ekki getað gert slíkt með góðri samvisku síðan 10. apríl.
Svo er ég víst komin með vinnu. Á Landspítalanum. Þetta verður nú bara gaman. Get endurupplifað kynni mín við konuna sem spyr mann mjög nærgöngula spurninga í kjallara elduhúsálmunnar eða við samkynhneigðu tælensku konuna sem vill tæla ungar stúlkur, en þeim kynntist ég einmitt sumarið 2004 þegar ég vann í matsal Landspítalans. Þær unnu samt annars vegar við þvott og hins vegar niðri í eldhúsi, þannig að daglegir árekstar við þær eru ekki garanteraðir.
Næsta ár, þá ætla ég kannski að sækja fyrr um vinnu svo að ég hafi svolítið fleiri atvinnutilboð en þetta sumarið...
Svo er ég víst komin með vinnu. Á Landspítalanum. Þetta verður nú bara gaman. Get endurupplifað kynni mín við konuna sem spyr mann mjög nærgöngula spurninga í kjallara elduhúsálmunnar eða við samkynhneigðu tælensku konuna sem vill tæla ungar stúlkur, en þeim kynntist ég einmitt sumarið 2004 þegar ég vann í matsal Landspítalans. Þær unnu samt annars vegar við þvott og hins vegar niðri í eldhúsi, þannig að daglegir árekstar við þær eru ekki garanteraðir.
Næsta ár, þá ætla ég kannski að sækja fyrr um vinnu svo að ég hafi svolítið fleiri atvinnutilboð en þetta sumarið...
mánudagur, maí 14, 2007
Húrra, Dimissiomyndir loksins komnar, farið á www.fotki.com/hildur-dimissio.Set svo jafnvel bráðum líka myndir inn frá afmæli Furu í janúar, var búin að gleyma þeim...
föstudagur, maí 11, 2007
Ég ætlaði að bíða með að blogga aftur þangað til að ég hefði sett inn Dimissiomyndir, en þar sem myndasíðan mín er með stæla verð ég að bíða smá með það.
Nú eru aðeins 6 próf eftir og ég er búin með latínu. Þegar ég gekk út úr munnlega latínuprófinu, eftir að hafa dregið Miðaldalatínuna og staðið mig held ég bara ágætlega, fylltist ég mikilli gleði og hamingju. Héðan í frá ætla ég bara að stunda nám sem ég kann! Ekkert að leggja óþarfa á mig, hohoho.
Í gær sannaðist að Júróvisjon ætti að heita Balkanvisjon. Ég get sætt mig við þrjú af þeim tíu lögum sem komust áfram, en þau eru Ungverjaland, sem ég kaus, Serbía, enda eina alvöru þjóðlega lagið og að lokum Tyrkland, því að það er ekkert Júró án allavega eins manns sem syngur orðin "Shake it". Annars er ég ekki mjög hrifin af Júró í ár, enda ekkert Tornero. Ekkert mun nokkurn tíman toppa það, en Grikkland og Tyrkland koma þó til greina sem aðal Júró-stuðið.
En núna ætti ég kannski bara að hætta að tala um Júróvisjon, haaa?
Nú eru aðeins 6 próf eftir og ég er búin með latínu. Þegar ég gekk út úr munnlega latínuprófinu, eftir að hafa dregið Miðaldalatínuna og staðið mig held ég bara ágætlega, fylltist ég mikilli gleði og hamingju. Héðan í frá ætla ég bara að stunda nám sem ég kann! Ekkert að leggja óþarfa á mig, hohoho.
Í gær sannaðist að Júróvisjon ætti að heita Balkanvisjon. Ég get sætt mig við þrjú af þeim tíu lögum sem komust áfram, en þau eru Ungverjaland, sem ég kaus, Serbía, enda eina alvöru þjóðlega lagið og að lokum Tyrkland, því að það er ekkert Júró án allavega eins manns sem syngur orðin "Shake it". Annars er ég ekki mjög hrifin af Júró í ár, enda ekkert Tornero. Ekkert mun nokkurn tíman toppa það, en Grikkland og Tyrkland koma þó til greina sem aðal Júró-stuðið.
En núna ætti ég kannski bara að hætta að tala um Júróvisjon, haaa?