<$BlogRSDUrl$>

laugardagur, desember 25, 2004

Urgh, ég var nýbúin að skrifa blogg, og ýtti á publish, en þá hætti netið að virka! Bölvað þráðlaust net, búið að vera eintómt vesen.
Mér var sagt um daginn að þegar ég var lítil þá var ég mjög spök og róleg, og voða erfitt að hafa mig um jólin. Ég var þannig að ég opnaði kannski einn eða tvo pakka, sat svo og lék mér að dótinu sem ég fékk (ég var svona tveggja til þriggja ára), á meðan hún systir mín reif upp hvern pakkann á fætur öðrum og stundum jafnvel mína. Mér fannst það nú bara allt í lagi, því að ég nennti ekkert að standa í þessu.
Ég trúi vel að þetta hafi verið nákvæmlega svona.
Annars var ég að uppgötva núna áðan að mér finnst laufabrauð alveg virkilega gott, ég virðist gleyma þessu á hverju ári og verð alltaf jafn hissa þegar ég kemst að þessu. Ég hef hins vegar bara borðað eina mandarínu þennan mánuðinn. Mér finnst mandarínur ekkert mjög jólalegar, það er hægt að borða þær allt árið.

Alltaf þegar ég signa mig inn á Blogger og sé þarna Dashboard, dettur mér alltaf línan "Though it's cold and lonely in the deep dark night, I can see Paradise by the dashboard light" í hug úr laginu Paradise by the dashboard light. Þetta lag er með Meatloaf, og þess má geta að hann er kúl! Þess má einnig geta að Paparnir tóku þetta lag á jólaballinu, og við Katla vorum fremst argandi með, og söngvarinn hallaði sér að okkur og lét okkur syngja nákvæmlega þessa línu úr laginu í mækinn. Hápunktur lífs míns? Ó já. Nei, kannski ekki alveg, en mjög gott samt.

fimmtudagur, desember 16, 2004

Jæja, þá er ég komin í jólafrí. Núna get ég hætt að hata annað fólk sem er komið í jólafrí. Ég held að það eigi ekkert eftir að verða óvinsælt.
Núna eru það jólagjafakaup og skemmtun sem eru efst á listanum. Allt er bleikt og fallegt, jei! Það virðist sem blogghugmyndirnar séu líka komnar í jólafrí. Þannig að ég veit í rauninni ekkert hvað ég á að skrifa um. Ég er byrjuð að reyna að koma þessum afmælismyndum inn, en það er eitthvað vesen. Ég get kannski sett svona eina og eina mynd inn á bloggið í staðinn, þangað til að þetta tekst hjá mér. Ég ætlaði að reyna að setja myndir inn á núlleinn, en það er augljóslega ekki hægt að búa til þannig notendanafn á tölvunni minni. Svona fer þegar enginn kennir mér að minnka myndir (nema Auður, en ég er ekki með photoshop).


Í örvæntingarfullri tilraun til að bjarga þessu bloggi ákvað ég að setja hérna eina mynd frá í sumar inn af okkur Hildi og Hildi. Sem sagt Hildur Sóley, ég Hildur og Hildur Kristín.

föstudagur, desember 10, 2004

Jæja, prófin byrjuð og allt það krappedí krapp! Líffræðin hefur hingað til verið verst, dauði og rotnun! Ég er komin með svo mikið ógeð á prófum að mig langar - eins og sumir kannski vita - að æla út um nef og munn! En ég er samt alltaf glöð í hjartanu. Tilhugsunin um jólafrí og skemmtunina sem því fylgir gerir mig alltaf glaða. Svo þarf ég að laga til í herberginu mínu og jólaskreyta. Þá verða prófin búin að og allt verður bleikt og fallegt. Jei!
Ég held að ég hafi fengið milt taugaáfall í gær. Eða svona ég-nenni-svo-lítið-að-læra-meira-að-ég-vil-heldur-láta-leggja-mig-inn-á-geðdeild-en-að-læra-meira kast. Mér leið allavega ekkert mjög vel, vildi bara fara að sofa og vakna aftur á jóladag. Kannski ég geri það næst, leggst bara í dvala og sleppi jólaprófum. Eða ég geri bara eins og nokkur ógeð sem ég veit um og fæ bara að sleppa jólaprófunum!! Jáh, það væri aldeilis fine and dandy!
Neinei, ég er ekkert reið og bitur. Ég er búin að vera svo glöð í dag, veit ekkert hvað kom yfir mig núna er ég skrifaði þetta.
Og jei, ég á loksins Dark Side of the Moon! Systir mín kær gaf mér hana í afmælisgjöf. Partí.

Jæja, næsta blogg verður kannski glaðara, en þá verð ég örugglega komin í jólafrí. Bara fimm dagar eftir!


Meðfylgjandi er ágæt mynd af Sigrúnu, mér og Völu, tekin einhvern tímann í fyrra held ég barasta...

sunnudagur, desember 05, 2004

Í dag á ég afmæli. Mjög gaman að eiga svona afmæli, samt kemur þarna upp það litla vandamál að allir virðast þurfa að læra alveg hrikalega mikið í dag nema ég. MR-ingar í stærðfræði, MH-ingar í íslensku, en ég, sem er bara eitthvað ógeð á málabraut, er að fara í ensku.
Í gær var samt haldið upp á afmæli, mikið partí, miklar myndir og margar góðar gjafir einkenndu kvöldið. Nú á ég spilið Leikur og Losti - leikur fyrir elskendur og ástfangið fólk. Það verður sko ekki leiðinlegt hjá mér í jólafríinu.
Einnig á ég mikið af súkkulaði og bolum og uppblásinn skógarhöggsmann...nánara tiltekið svona Monty Python Lumberjack sem gengur um í kvenmannsnærfötum. Ekki má gleyma gæðakvikmyndunum sem við systurnar fengum: Conan the Destroyer, Very bad things, The Patriot (með Steven Seagal, ekki Mel Gibson) og The Savate-the true story of the worlds first kickboxer. Ég veit um marga unga menn sem vildu eflaust vera í mínum sporum núna. En ég ætla nú ekki að fara að telja upp allar gjafirnar hérna, það nennir enginn að lesa.
Núna sit ég bara hér við tölvuna, borðandi nammi og hlustandi á The Ramones Anthology (sem einnig var afmælisgjöf, vei!). Það er reyndar alveg gaman, betra en að læra mundi ég nú segja.
Um leið og einhver kennir mér að minnka myndir skal ég svo setja afmælismyndir inn á síðuna. Þetta er kjörið tækifæri til að fá að sjá Jósa og Ómar á brókinni, þannig að drífið ykkur að kenna mér að minnka þessar blessuðu myndir!
En jæja,ég hef engar djúpar pælingar eða skemmtilegar frásagnir, þannig að ég ætla bara að hætta þessu.

Hlustið á: Sheena is a punk rocker með The Ramones.This page is powered by Blogger. Isn't yours?