<$BlogRSDUrl$>

mánudagur, október 09, 2006

Helgin mín var ógeðslega skemmtileg.

Ég fór í skemmtilegt brúðkaup, fékk góðan mat og gjafir frá minni kæru systur frá NYC og San Fransisco. Svo eignaðist ég barn. Sem sagt plöntu. Hún er samt blóm. Ég þarf að passa hana og gefa henni að borða og sjá til þess að hún sé á réttum stað og fái nóg birtu. Skemmtilegt. Nick Cave tónleikarnir voru líka skemmtilegir, svo ég skjóti því nú inn.
Annars er ég strax orðin skólaþreytt og nenn'ekkiiiiii.
Gærdeginum eyddi ég svo með mömmu og Brian á Þingvöllum. Það var fallegt. Hann keypti handa mér plöntuna mína/barnið mitt á Hveragerði. Það var vandræðalegt að þurfa að stökkva inn í sjoppu þar og segja stráknum sem var að vinna að við finndum ekki Eden og biðja um leiðbeiningar. Það er búið að byggja svo mikið nýtt þarna að maður er alveg ruglaður.

Jæja, reyni að skrifa eitthvað meira seinna.

This page is powered by Blogger. Isn't yours?