<$BlogRSDUrl$>

fimmtudagur, ágúst 25, 2005

Ef einhver hérna veit eitthvað um afdrif Sigrúnar Hlínar SiggaTommadóttur, má sá hinn sami láta mig og hinar vita. Sigrún fór nefnilega til Ungverjalands, eins og flestir sem lesa þetta blogg vita, en hún bara hefur ekkert látið heyra í sér fyrstu vikuna. Nema ég fékk eitt sms frá henni á þriðjudaginn þar sem hún sagðist vera á msn. En þá var ég í skólanum. Síðan hef ég ekkert heyrt. Hún er nú meiri kerlingin.

Skólinn byrjaður og ég strax orðin stressuð. Kennararnir eru samt mjög skemmtilegir. En mér finnst ég allt of lítil til að vera í 5. bekk, þetta er mjög skrýtið.

Sunnudagurinn var mjög rómó og skemmtó og krúttó og æðó. Ég fékk besta pastarétt sem ég hef fengið. Hann fékkst á Ítalíu.

Jæja, ég er hætt í bili. Ég veit ekki hvað mun verða um þetta blogg, enda held ég að fólk sé smám saman farið að hætta að skoða þetta. Ég þarf að fá mér betri orðaforða...og meira að skrifa um. Gerast virk. Fara að horfa á íþróttir og Kastljósið. Þá munu skoðanirnar velta fram og ég mun blogga oft á hverjum degi! Jájájá.

sunnudagur, ágúst 14, 2005

Ég er búin að fara á Alice Cooper tónleika. Þetta voru bestu tónleikar sem ég hef farið á, þrátt fyrir mjög blauta leðurgaura.

Ég hef aldrei séð jafn leðurklædda hljómsveit. Þetta var frábært. Alice er ofursvalur. Frábær atriði og klæðnaður og allt bara skemmtilegt og frábært. Ef ég þyrfti ekki að lesa mjög leiðinlega ökuskólabók væri allt mjög frábært núna. Veiveivei!


miðvikudagur, ágúst 10, 2005

Í gær náði ég að sleppa úr vinnunni til að fara á kertafleytinguna. Í gær í vinnunni prófaði ég að afgreiða í nýju sjoppunni, núna erum við eins og Smárabíó, en ekki eins og Háskólabíó á að vera. Það voru Bobby McFerrin tónleikar, ætlaði að reyna að sjá Don't Worry Be Happy læv, en það mistókst. Núna eru bara þrír dagar í Alice Cooper.

Það er ömurlegt að eiga kærasta sem er í útlöndum. Sérstaklega þegar hann er í útskriftarferð. Ennþá vika í hann, og þá eru bara tveir dagar þangað til að Sigrún fer til Ungverjalands.

Þegar ég var á Gay Pride stóð mjög fullur maður nálægt okkur. Það kom í ljós að þetta var kanadískur frændi kunningja móður minnar og það var mjög gaman hjá honum. Þegar við heilsuðum honum sagði hann "Ég er ekki fullur, ég er kanadískur". Ég ætla alltaf að segja svona héðan í frá.

Var að horfa á Beetlejuice áðan, það er svo skemmtilegt að tónlist Harrys Belafonte skuli vera notuð í myndinni. Hann er svo sætur og fínn.

Lag dagsins: Turn Your Lights Down Low - Bob Marley
Lag dagsins 2: Boots Of Spanish Leather - Bob Dylan

This page is powered by Blogger. Isn't yours?