<$BlogRSDUrl$>

föstudagur, maí 27, 2005

Einkunnir komnar, og prófsýning. Endemis vitleysa allt saman segi ég nú bara. Munaði einu og hálfu stigi að ég fengi 10 í dönskunni. Svei!

Um daginn fór ég í "kveðjupartí" upp í bíó að kveðja hana Kristínu Svövu, sem bæði var að hætta að vinna og fær nú link. Þar var í gangi leikur Liverpool - eitthvað og Liverpoolaðdáendaklúbbur Íslands hafði pantað einn salinn og sat þar og horfði á leikinn. Þegar það var framlenging á leiknum komu allir fram og ég heyrði mjög glaða, rauðklædda menn segja "Þetta er magnaðasti leikur sem ég hef séð!" og "Djöööööfullinn, þetta er frábært". Svo fóru allir inn aftur, og nokkru eftir það heyrðust þvílík gleðióp innan úr sal að ég varð bara hálfhrædd. Svo komu allir út og það var múgæsing og troðningur og allir voða glaðir. Liverpool vann sem sagt. Þetta er nú ekki spennandi saga að öðru leiti en mér finnst fyndið að vera í Liverpoolaðdáendaklúbbnum.

Annað merkilegt kom fyrir mig í gær. Merkilegt að það hafi líka verið í bíóinu. Það komu fullt af Bandaríkjamönnum á sinfóníutónleikana og þegar ég var að afgreiða eitt parið sögðu þau "We'll have that soda-juice" *bend á Fantaflösku*
Ég: Fanta?
Þau: Yes, what is it?
Ég: Öhhhh, it's orange soda.
Gaurinn: Oh, I'll just have a blue Powerade then.

Þau sem sagt vissu ekki hvað Fanta var. Það er sem sagt ekki til Fanta í BNA. Þetta vissi ég ekki. Þetta er aldeilis stórfurðulegt, haaaaa?

Ég frétti um daginn eitt það besta sem ég lengi hef heyrt. Norsku Eurovision-keppendurnir munu líklega hita upp fyrir Alice Cooper. Það mun gera þetta að einum besta degi sumarsins. Ok, reyndar skiptir engu hvort þeir hiti upp eða ekki, þetta verður einn besti dagur sumarsins! En það bara á svo dásamlega vel við að láta þessa gaura hita upp fyrir Alice Cooper. Úff, 13. ágúst er allt, allt of langt í burtu....nú hefst niðurtalningin.

föstudagur, maí 20, 2005

Jeijeijei sumarfrí já!

Leiðinlega internettenging. Ég var búin að blogga en þá slökkti netið á sér þannig að ég gat ekkert meira gert. Þannig að núna skrifa ég bara eitthvað allt annað en ég hafði upphaflega gert.

Ég vaknaði klukkan 08:22 í morgun, því núna kann ég ekkert lengur að sofa þar sem ég hef vaknað klukkan 7 síðustu vikur.

Stærðfræðipróf í gær. Ég kann ekki að fara í þannig. Sat frammi frá 10 til prófsbyrjun og var að deyja úr stressi. Ég sem ætlaði að vera svo dugleg að læra fyrir þetta, mætti klukkan 8 á Íþöku en lærði til 10. Þetta var eina prófið í ár sem ég var stressuð fyrir.

Jæja, ég er samt í sumafríi. Þá ætla ég bar að hlusta á lagið Hooray! It's a holi-holiday með Boney M. Það er svona:

there's a place I know where we should go - hey-di-hey-di-hoh
won' t you take me there your lady fair - hey-di-hey-di-hoh
there's a brook near-by the grass grows high - hey-di-hey-di-hoh
where we both can hide side by side - hey-di-hey-di-hoh

Hooray! Hooray! It's A Holi-Holiday
what a world of fun for everyone, holi-holiday
Hooray! Hooray! It's A Holi-Holiday
sing a summer song, skip along, holi-holiday
it's a holi-holiday

Well, I'm game
fun is the thing I'm after
now let's a'live it up today
get set for love and laughter

Well, let's go
time isn't here for wasting
life is so full of sweet sweet things
I'd like to do some tasting

Þetta er pottþétt uppskrift að góðu lagi. Já. Partí.

sunnudagur, maí 15, 2005

With some puerto rican girls that are just dyyyyyin’ to meet you

Einu sinni var lítil og mjúk stelpa sem hét Hildur. Hún var mjög spök og róleg. En svo byrjuðu vorprófin í skólanum hennar. Þá varð hún ónýt í sálu og taugum. Hún þolir nefnilega svo illa svona áreiti sem fylgir prófum.

Þetta er alveg rétt hjá sögumanninum. Ég er á barmi taugaáfalls. Latína, íslenska og stærðfræði á þremur dögum. Það er of fjári mikið! Ljótt ástand. Ég get ekkert svona stress, ég eyðileggst. Ég má alveg vorkenna mér voða mikið þar sem systir mín er komin í frí og er bara hangandi og gerandi það sem hún vill alla daga á meðan ég er hangandi og lærandi í Íþöku alla daga.

En ég hef þó falleg lög með Rolling Stones og Simon&Garfunkel til að hlusta á. Það er gaman.

Svo finnst mér líka Fanta auglýsingin gaman. Eða finnst mér hún ömurleg? Ég get eiginlega ekki ákveðið. Fyndinn gaur en ég þoli ekki þetta "Drekkum Fanta verum Bamboocha" því það festist svo í hausnum á manni.

Jæja, ef ég á að mæta snemma á Íþöku að læra á morgun þá þarf ég að fara að sofa núna.

Prófalag: Miss You - Rolling Stones. Aaahh það er svo skemmtóóó!

miðvikudagur, maí 04, 2005

Núna rétt í þessu tilkynnti Sigrún mér að lagið Bent nálgast væri í spilun í útvarpinu. Ég sagði: "Ó já, ég held að ég kunni þetta lag ennþá".

Og ó já, ég kunni þetta lag ennþá. Var að hlusta á það, ég kunni skugglega mikið af textanum. Núna er ég að hlusta á "Fokk þú og þitt krú". Góður parturinn þar sem gaur sem ég held að sé í Quarashi kemur og segir að hann sé mættur "til að dissa pabba þinn". Íslenskt rapp, já takk!

1. maí árið 2002 held ég fór ég eins og alltaf í 1. maí göngu. Eftir það fór ég að borða kökur og góðan mat á MÍR, en þar eru líka sýndar rússneskar kommateiknimyndir. Þetta árið gat ég ekki látið mat og kommaskrípó nægja. Nei, ég fór á Rottweilertónleika á Gauknum. Erpur helti yfir mig vatnsglasi. Svona var mikið partí þegar maður var í 9. bekk.
En já, þessir Rottweiler hundar. Fyndið að hlusta á textana þeirra. Góðir að finna orð sem ríma og búa til setningar með ljótum orðum sem ríma.

Próflesturinn hefur ljót áhrif á mann, eins og hefur komið skýrt fram hér. Ég ætla að hætta að hlusta á Rottweiler og fara að sofa.


Allt þitt krú er ekkert nema ein stór BEYGLA!

mánudagur, maí 02, 2005

Jæja, fólk er eflaust farið að hætta að kíkja hingað inn, því við þeim blasir alltaf þessi góða færsla um ruslakallana.
Þess má geta að þeir komu í morgun, en ég vaknaði ekki. Ég hafði nefnilega vaknað fyrr í morgun, klukkan 4 sirka. Ég vaknaði með andfælum, mig hafði dreymt að kær samstarfstúlka mín hafði dáið í flugvél vegna þess að loftræstingin þar hafði verið í fokki.
Djöfull leið mér illa eftir þetta! Ég sofnaði þó loks aftur og fór svo í stúdentspróf í dönsku áðan. Munnlegt á morgun.
Tími til að kynna fólk fyrir "danskri tungu", héhéhé.

Nei, þetta er ekki fyndið núna, því prófdómarinn er eflaust engin kynvera.

En já, ég þarf að lesa fullt af smásögum, hvað er ég að gera hér?

This page is powered by Blogger. Isn't yours?