<$BlogRSDUrl$>

föstudagur, maí 12, 2006

Jæja, prófin meira en hálfnuð og ég hressari en aldrei fyrr. Frönskuprófið góða var í dag og það vara sama sagan, einhvern veginn eru frönskuprófin alltaf einum of löng. Ég bætti upp fyrir stutta ritgerð með ótrúlegum kennarasleikjuhætti sem sjaldan hefur sést áður á vorprófi. Það er ég alveg viss um!

Latínan eftir helgi verður spennandi, þó að ég hugsi núna meira um að vera búin í vorprófum. Skemmtileg lærdómstörn framundan, fjögur próf á fimm dögum.

Nú ætla ég bara að halda áfram að horfa á The Brothers Grimm. Jess.

Enduruppgötvaða lag prófatímabilsins: Total Eclipse Of the Heart - Bonnie Tyler

This page is powered by Blogger. Isn't yours?