<$BlogRSDUrl$>

föstudagur, desember 30, 2005

Klukkan er að verða tvö og ég sit uppi í rúmi að bíða. Hvað gerir maður þá? Jú, maður skoðar eldgömul meil sem ég skrifaði þegar ég bjó ennþá í Danmörku. Þetta eru sem sagt meil sem staðfesta meil-bandalag sem ég var augljóslega einu sinni í með þáverandi kærasta vinkonu minnar.

Ég man ekkert eftir að hafa skrifað þetta, né man ég eftir að hafa verið í svona nánu sambandi við þennan gaur. Samband okkar var þannig að við plottuðum og ræddum daglegt líf, um frunsu sem hann var með, efa okkar um geðheilsu fyrrverandi kærasta míns á þeim tíma (sú saga er eitt mesta drama sem ég veit um, þó ég segi sjálf frá, ef þið viljið heyra hana, hafið samband), hvað þessi strákur átti að kaupa handa kærustunni sinni (vinkonu minni) og svo sagði hann mér frá alls kyns persónulegum vandamálum sem hann átti við að stríða.
Þessi skrif halda áfram eftir að ég flutti aftur til Íslands. Mér finnst þetta merkilegt vegna þess að ég bara man varla eftir að hafa líkað vel við þennan gaur. Núna rámar mig eitthvað í það, en þetta er samt undarlegt.

En núna veit ég þetta, ég fór oft á feitt meil-trúnó og kunni rosalega mikið danskt gelgjuslangur í gamla daga, jafnvel eftir að ég gerðist íslendingur á ný. Ég var líka sterk í andlegu ráðgjöfinni.
Núna sé ég líka og skil hvers vegna ég hef svona takmarkaðan áhuga á að fara aftur til Danmerkur.
Danir eru mestu dramadrottningar sem ég hef kynnst. Allir með tölu. Allavega 13 ára strákar sem eru skotnir í stelpu. Stelpurnar eru ekkert skárri. Man þegar ein vinkona mín tjáði mér fyrir nokkrum árum að hún væri yfir sig ástfangin af strák sem hún hafði aldrei hitt án þess að hann væri fullur eða í vímu. Sætt.

Nú er biðin brátt á enda, bæjóóó.

PS: Sjitt men hvað American Beauty er góð!

laugardagur, desember 24, 2005

Ég er orðin svo léleg og löt við bloggið að ég yrði steinhissa ef nokkur manneskja liti hér lengur inn.

Til að lífga upp á þetta ákvað ég að blogga núna rétt fyrir svefninn. Aðfangadagskvöld nálgast, ég fór niður í bæ með fjölskyldunni áðan, þar var allt troðfullt af fólki. Það er ekki beint mín hugmynd af jólaanda að sniglast upp Laugarveginn í svona mannþröng. Ég er nú samt alveg komin í jólaskapið á minn eigin hátt, hef fengið í sokkinn (já, ég fæ í sokkinn, ekki í skóinn) frá öllum jólasveinunum. Í dag kom svo Óli frændi frá New York, það var frábært og Brian mun koma líka eftir jól, við Katla ætlum að sækja hann út á flugvöll, þá getum við keyrt alla leið heim hlustandi á partítónlist á meðan Brian segir "Damn Shaniqua, you is fat!".
Einnig prýddu mörg lítil börn heimili okkar í dag, það var sérstaklega fyndið þegar litla frænka mín hvarf og allir fóru að leita að henni, svo fannst hún inni í ísskáp (eða hálf inni í honum) borðandi mysing. Mér fannst það allavega fyndið.
En núna ætla ég að fara að sofa.

Gleðileg jól.

miðvikudagur, desember 14, 2005

Nú er eitt próf eftir af þeim níu sem voru lögð fyrir okkur MR-inga í byrjun desember. Ég, mjög heppin, fékk að fara í latínupróf á afmælisdeginum mínum eins og áður hefur komið fram, á eftir því fylgdi svo líffræðiprófið góða. Ég lærði fyrir það eins mikið og maður gerir á afmælisdeginum sínum, svo ég kunni allavega ekki þá 20 hluta hjartans sem þurfti að merkja inn á.
Ég ætla nú ekki að fara að segja frá öllum prófunum, nema að í spænskuprófinu kunni ég furðulega litla ritun, sem ég reyndi að bjarga mér úr með því að skrifa afbrigðilega blöndu af frönsku og spænsku. Spennandi að sjá hvað kennaranum finnst um það.

Á morgun er svo síðasta prófið, stærðfræði, og nú til tilbreytingar kann ég allt og býst við nokkuð góðu gengi.

Svo verða prófin búin og þá er ég að fara að vinna rosa mikið á King Kong, jeijeijeiveiveivei, alltaf gaman þegar popp flýgur, fólk reiðist, gos sullast, börn æla og maður er sveittur í miðjunni á þessu öllu öskrandi "HVER ER NÆSTUR?".

Núna ætla að ég drífa mig að fara að sofa svo ég verði búin í prófum sem fyrst.

mánudagur, desember 05, 2005

Jei afmæli jei. Fékk fallegt mail frá Sigrúnu, svo hún lifir, það er víst.

Manni líður aldrei eins elskuðum eins og á afmælinu sínu. Faðmlög út um allt og skemmtilegheit. Reyndar hefði þetta verið svolítið skemmtilegra hefði ég ekki farið í latínupróf í dag og svo líffræðipróf á morgun.

Þannig að í raun má ég ekkert vera að því að blogga, þarf að læra okbæ.

This page is powered by Blogger. Isn't yours?