<$BlogRSDUrl$>

mánudagur, ágúst 30, 2004

Það er partí að vera á málabraut. Það fer ekki mikið fyrir ógeðisstærðfræðinni, og latínukennarinn er mjög hress. Hún kenndi okkur í dag hvernig ætti að ávarpa þræl og hvernig maður gæti svo refsað honum ef hann færði manni ekki vínber. Ég gerði alla latínuheimavinnuna mína í staðinn. Dugleg ég. Reyndar ætti ég að fara að lesa um landnám Íslands, en ég má alveg blogga smá fyrst.

Ég er líka mjög dugleg að vinna, var að vinna frá 19:15 til miðnættis í gær, og tók það mjög á. Sérstaklega þar sem að gærkvöldið virtist vera svona bara-pirrandi-fólk-í-bíó kvöld. Ég þurfti að passa mig mjög að rífa ekki kjaft, það er náttúrulega ekki vinsælt. En ég urraði þó á einn viðskiptavin, en ég hafði ástæðu til þess! Við bíóstelpurnar erum nefnilega stundum leiðinlega ofmetnar. Fólk heldur að þó að það sé allt fullt af fólki sem þarfnast afgreiðslu höfum við samt tíma til þess að laga loftræstinguna, kaffivélina eða bara hvað sem er annað. Maðurinn í gær hélt að við gætum gert eitthvað við því að ljósin voru ennþá kveikt í salnum þó að myndin væri byrjuð. Það er náttúrulega leiðinlegt, en það er sýningarstjórinn sem sér um svona en ekki við. Þegar við náðum ekki í hann fór hann að öskra á okkur, og þá urraði ég á hann. Þannig að ég mátti það alveg. Maðurinn var augljóslega fífl.
Svo fer ég líka að vinna í kvöld.

Annars er James Brown kominn og farinn, þetta voru án efa skemmtilegustu tónleikar sem ég hef farið á! Rosalegt show og gæðaskemmtun. Hann er ennþá hress þessi gamli maður, enda er hann James Brown. Góður félagsskapur og góðir tónleikar er góð blanda!

Um helgina komst ég svo að því, með hjálp frá henni Sigrúnu, að ég get ekki brosað beint. Já, brosið mitt hefur verið skakkt síðan ég var pínulítil. Vorum að skoða myndir af mér þar sem ég er svona nokkurra mánaða, 5 ára, 6-7 ára og svo bara hvernig ég brosi núna. Allt er þetta skakkt. En er það ekki bara voða sjarmerandi? Jú, það held ég.

fimmtudagur, ágúst 26, 2004

Jæja, fyrstu þrír skóladagarnir búnir. Ég er strax komin með ógeð á lærdómi.
Geðveikin er líka strax farin að segja til sín, Sigrún liggur hér uppi í rúminu mínu, lesandi líffræði, og hún var að skella upp úr. Hún er snaróð, geðveikin geislar úr augunum á henni.
Það eru allir góðir við mig núna, það er mjög skemmtilegt. Það eru bara allir góðir!

Veit samt ekki hversu lengi þessi gleði á eftir að endast, ég er nefnilega að fara að vinna í kvöld. Hinir bandarísku "indí" bíódagar voru að hefjast, og það er ekki lítið af fólki sem mætir. Sé fram á að þurfa að dúsa í sjoppunni til svona hálf eitt í nótt. En það eru samt allir góðir við mig!

Páll Óskar er skemmtilegur, var að hlusta á lag með honum áðan í útvarpinu.

Skemmtilegheit dagsins:
Sigrún (liggur uppi í rúmi, lesandi líffræði eins og áðan): Hahaha, haha! Veistu hvað mundi vera geðveikt fyndið?
Ég: Hvað?
Sigrún: Ef við myndum pissa sírópi. Haha haha haha!
Ég: Haaaaaa?
Sigrún: Já, úlfaldar pissa sírópi. Ef þeir fá ekki nógu mikið að drekka þá verður það svo þykkt!

Þetta fannst mér svolítið fyndið. Og já, svo er James Brown partí næsta laugardag! Jeeee!
En ég hef ekkert meira að segja.

Lag dagsins: Satellite of love - Lou Reed

sunnudagur, ágúst 22, 2004

Jei, ég á miða á James Brown! Nú finnst mér skemmtilegt.

Annars fór ég líka á Lou Reed, get nú sagt voða lítið annað en að þetta var frábært. Voðalega rólegt, en hann var bara kúl. Ég var næstum því fremst, og það var enginn troðningur. Þetta voru bara penir og fínir tónleikar.

Svo var ég að kaupa skólabækur. Skólinn byrjar á morgun. Þetta er örugglega í fyrsta skipti á ævi minni sem ég næstum því hlakka til að byrja í skólanum aftur.
Hann Sölvi gaf mér geisladisk um daginn, og ber hann heitið Swordfishtrombones og söngvarinn er Tom Waits. Þetta er kúl. Sölvi er góður strákur og vel upp alinn.

Lengri verður þessi færlsa ekki.



þriðjudagur, ágúst 17, 2004

Dagar mínir sem einkabarn eru taldir. Í gærkvöldi kom systir mín heim frá 10 daga dvöl í Danmörku. En hún færði allri fjölskyldunni gjafir, þannig að ég er alveg sátt. Svo er ég líka glöð að hún sé komin heim aftur, ég hef saknað hennar sárt. Þessi setning var skrifuð að mestu leyti handa Jósa, en þó kemur hún beint frá hjartanu.
Dagurinn í dag fór að mestu í nammiát og útiveru. Vídjógláp var einnig vinsælt. Systir mín hefur mikinn kvikmyndasmekk, en hvort hann sé góður eða slæmur ætla ég ekki að segja neitt um. Hún kom heim með myndirnar Hook, Coming to America og hina sígildu Dirty Dancing, sem er skyldueign á hverju heimili. Hún ákvað líka að kaupa DVD-disk með Michael Jackson myndböndum. Don't stop 'till you get enough er án efa uppáhalds lagið og myndbandið mitt. Rock with you fylgir fast á eftir. Í því myndbandi klæðist hann Michael einungis glimmerfötum. Það er glimmer á öllu, buxunum, bolnum, sokkunum og skónum!
Annars veit ég ekki alveg hverju ég get meira deilt með ykkur. Ætlaði að finna mynd af glimmerfötunum hans en það var víst vesen.


laugardagur, ágúst 14, 2004

Í dag var enn einn sólskinsdagurinn. Hvað er það sem fær mig til að blogga svona mikið í góðu veðri? Hmmmm.
Þegar það er gott veður úti er bara tvennt sem kemur til greina. Sólbað eða bæjarrölt. Við Sigrún og Elísabet tókum bæjarröltið á þetta, ég með mission: Að kaupa Velvet Underground & Nico og Dark side of the moon. Keypti reyndar bara Velvet Underground því hann kostaði bara 1190 kall. Kaupi Dark side of the moon í Geisladiskabúð Valda um leið og færi gefst. Ég elska nýja geisladiskinn minn, þvílíkur unaðsdraumur er það að hlusta á Lou Reed raula "Shiny shiny, shiny boots of leather".
Svo bauð ég stelpunum í heimsókn til mín, það tókst vel miðað við síðasta skipti. Síðast læsti Sigrún okkur úti þegar við hlupum á móti Elísabetu að fagna henni þegar hún kom. Þá þurftu Sigrún og Elísabet að stela bekk og nota hann til að klifra upp á svalir til að komast inn. Í þetta skipti lágum við bara og vorum að lesa Loka Laufeyjarson og bæklinga frá kosningavikunni. Sigrún söng líka Nico-style fyrir okkur. Það var skemmtilegt. Sigrún er Nico þegar hún er ekki Barbie.

Lag dagsins: Pale blue eyes með Velvet Underground.




föstudagur, ágúst 13, 2004

Núna erum við pabbi ein heima yfir helgina. Mamma er einhvers staðar vegna vinnunnar sinnar og Katla er í Danmörku. Nú mun friður og spekt ríkja á heimilinu. Frágangur og eldamennska eru aukaatriði. Við pabbi erum kúl. Rokkum og horfum á Rocky Horror Picture Show. Ó já.

Annars er ég að fara að vinna eftir hálftíma. Ég er ekki í stuði fyrir draugagang eða kinky kynlífsherbergi, langar heldur að fara í grillveislu hjá Sigrúnu. En svona á þetta víst að vera.
Það styttist í skólann. Ég nenni ekki að fara að kaupa bækur. Það er án efa það mesta vesen sem ég veit um.
Og já Auður, þetta er working class hero er tilvitnun í lag með John Lennon. Þú virtist svo hissa á því.
Svo er án efa málið að skella sér á James Brown. Ætli það sé nokkuð uppselt?

Sjitt hvað ég er dofin núna. Best að fara að huga að vinnuundirbúningnum.

fimmtudagur, ágúst 12, 2004

Vá, það er svo mikil sól að ég held að það sé óhollt! Þegar ég fór út í gær þá skall hitinn svoleiðis á mig að ég datt næstum því um koll. Ég fer líka í allt of gott skap þegar það er svona gott veður. Plús það að ég missi allan eiginleika til að blogga a.m.k. ágætlega. Þegar ég lít út um gluggan núna þá er gaman hjá mér, og ég er að hlusta á Here comes the sun.

Í gær fór ég á The Village, þetta er mjög undarleg mynd. Sem betur fer þurfti ég ekki að borga, núna fæ ég alltaf ókeypis í Háskólabíó. Hlakka til að fá fastar vaktir, starfsmannaskírteini og ókeypis í öll Sambíóin.

En já, fyrst að ég er í svona góðu skapi þá get ég voða lítið sagt núna, get ekkert nöldrað, og þar sem ég hef ekkert sérstakt að vera glöð yfir, þá er ég bara hætt.



Lag dagsins: Something með þessum þarna hoppandi mönnum fyrir ofan.

mánudagur, ágúst 09, 2004

Free at last! Ég er búin að vinna! Og þá meina ég svona alveg búin, sem sagt aldrei meira. Nema ég sæki um þarna aftur næsta ár, en ég ætla nú ekkert að fara út í það núna. Síðasti dagurinn var mikið stuð, við Ylfa fórum loksins niður með matarlyftunni, og við létum læknanemana dansa og syngja. Þeir tóku þessu svona voða alvarlega greyin, og bjuggu til dans handa okkur og allt. Mjög skemmtilegt.

Þar sem ég hef verið að vinna með nokkrum hressum konum frá Tælandi hef ég komist að því að í Tælandi vilja allir vera eins hvítir og hægt er. Þær hafa tekið nokkur Tælensk tískublöð með í vinnuna, og margar fyrstu blaðsíðurnar eru auglýsingar fyrir krem sem á að gera mann hvítari. Mér finnst þetta alveg stórmerkilegt, örugglega eins og þeim finnst undarlegt að við viljum vera brún. Þetta sannar bara að maður vill alltaf það sem maður getur ekki fengið eða það sem er erfitt að fá.

Annars er ég öll að ná mér eftir þessu rosalegu veikindi sem hafa pínt mig undanfarna daga, nema það að röddin mín hljómar eins og hver rödd mundi hljóma eftir áralanga viskídrykkju og keðjureykingar. Ég finn heldur ekkert bragð og er eiginlega stanslaust með hellu fyrir eyrunum. Annars er ég bara góð.

Ég er alltaf að uppgötva nýjar hljómsveitir. Þetta er rosalegt. Í dag þegar ég opnaði Winamp í tölvunni minni þá var eitthvað lag þarna sem ég vissi ekkert hvað var. En þar sem ég þóttist nú eitthvað kannast við titilinn á laginu þá ákvað ég að hlusta á þetta. Og viti menn, þetta reyndist vera hið mesta partí-lag! Nú eruð þið án efa oðrin forvitin þannig að ég skal segja ykkur hvaða lag þetta er. Það heitir Ballroom Blitz og er með 80's glysrokk-hljómsveitinni Sweet. Heima hjá mér er til diskur með þeim sem heitir Ballroom Hitz. Ég hlustaði á hann um leið og ég fann hann. Þá komst ég að því að þeir syngja einnig lagið Wig-Wam Bam, sem er líka skemmtilegt. Annars er Ballroom Blitz langskemmtilegasta lagið með þeim, reyndar það eina virkilega skemmtilega.
Þannig er það nú.



fimmtudagur, ágúst 05, 2004

Veikindi. Æla og grátur, kömm, klám og viðbjóður.
Þetta er ömurlegt. Þetta er svona ofurkvef sem hindrar mig í að finna lykt og bragð. Og ég á að fara að vinna í bíóinu í kvöld. Það verður spennandi. Ætli einhver eigi eftir að þora að fá afgreiðslu hjá mér þar sem ég verð lafandi hálfdauð yfir afgreiðsluborðið?
Annars fór ég á Spiderman 2 með henni Aldísi um daginn. Rosalegt partí var það. Þessi mynd var eiginlega alveg eins og fyrri myndin. En við sáum hins vegar annað í bíóinu sem var mun athyglisverðara. Tveir gaurar komu labbandi saman inn í salinn og settust í röðina fyrir framan okkur. Nema að þeir settust með tvö sæti á milli sín. Ég hugsaði þá "Nú jæja, þeir eru þá víst bara einir í bíó", en svo seinna þegar leið á myndina þá fór annar þeirra að berja í sætið við hliðina á sér og leit á hinn gaurinn. Þetta átti augljóslega að vera beiðni um að gaurinn mundi koma og setjast við hliðina á hinum gaurnum, en allt kom fyrir ekki, seinni gaurinn hristi bara hausinn og sat áfram í sínu sæti. Svo kom hlé og þá sáum við Aldís þessa gaura standa og spjalla eitthvað frammi. Þeir höfðu sem sagt komið saman í bíóið. Svo fóru þeir inn í salinn rétt á eftir okkur og settust aftur í sömu sætin. Og þetta berj í sætið endurtók sig líka. Mér fannst þetta nú frekar bjánalegt, ég meina, er of erfitt fyrir gaura að sitja saman? Er sá sem sest við hliðina á hinum eitthvað minni maður fyrir vikið? Er þetta einhver spurning um stolt, var þetta einhver keppni hjá þeim? Setttist einn þeirra í sæti sem hann vildi sitja í, en hinn settist lengra frá honum til að sýna að enginn réði hvar hann ætti að sitja? Ætli okkur stelpum sé nokkuð ætlað að skilja þetta? Allavega á ég seint eftir að fatta svona hegðun.

Mamma mín kom inn til mín í morgun með bók sem henni fannst endilega að ég ætti að lesa. Ég náði ekki alveg hvað hún var að segja þar sem ég var ennþá hálfsofandi, en ég náði að hún er eftir Nóbelskáldið Elias Canetti og ber hún heitið Heyrnarvotturinn. Ég náði líka að ástæðan fyrir því að ég ætti að lesa þessa bók var eitthvað í þessa átt: "Þar sem þú ert orðinn svo mikill MR-ingur, að fara að læra latínu, og allur þessi MR-hroki og svona, þá ættirðu að lesa þessa bók." Ég man ekki alveg hvað hún sagði meira, og ég held ekki að hún hafi notað orðið MR-hroki, en hún sagði eitthvað mjög svipað.
Kannski ég skoði þessa bók...

mánudagur, ágúst 02, 2004

Verslunarmannahelgin er þá bara búin. Og það er svo stutt í skólann. En mér finnst það eiginlega bara allt í lagi, þetta á eftir að verða fínt bara. Ég á meira að segja bara eftir að vinna í fjögur skipti á Landsspítalanum, þá er ég búin!
En já, helgin var mjög fín, við Saga og Sigrún flúðum frá borginni upp í sveit til ömmu hennar Sigrúnar, mikið partý það. Tjaldað í bakgarðinum og kettlingar alls staðar. Kettlingurinn Jesús vakti mikla lukku. Einnig var þarna heitur pottur, og það var glimmer í honum af einhverjum undarlegum ástæðum, og þess má geta að Sigrún þreif hann í glimmer-g-streng einum fata.
Svo um kvöldið skelltum við okkur á Galtalæk. Þurftum ekki að borga inn því að við vorum "með hljómsveitinni". Jeah. Gott bindindismót þarna í gangi. Fullt af fullum grunnskælingum. En já, við fórum þarna nú bara sem grúppíur Svitabandsins, þetta var alveg hin mesta skemmtun, ég hlakka til að sjá þá spila meira í framtíðinni.
Svo má ekki gleyma hinni frábæru hljómsveit Tamlin. Þetta er besta samansafn gimpa sem ég hef séð! Síðhærðir gaurar sem voru bara að rokka feitt, öskrandi "Evil, we love satan!". Við Sigrún tókum þátt í mosspittinu og allt! Eða réttara sagt komum við því af stað.
Eftir þetta velheppnaða kvöld fórum við nú bara að sofa, þreyttar og kátar. Daginn eftir vöknuðum við síðdegis í tjaldi fullu af kömmi, drukkum kaffi og fylgdumst síðan með sextándu árlegu furðubátakeppninni á Flúðum, svo var kaffi, svo sjúkravitjuðum við fótbrotna kettlingsins Nalle, svo var kaffi, og svo kom móðir mín að sækja okkur. Þá var kaffi og svo keyrði hún okkur heim. Það er stuð að sitja fáránlega þreytt í bíl hlustandi á Svantes Viser. Það er svo skemmtilegt. Og fjöldi brjálaðra barna í aftursætinu var alveg í lágmarki.
Í gærkvöldi horfði ég svo á Bowling for Columbine með Sölva og Völu. Ég hafði aldrei skipt mér neitt mikið af þessari mynd, en hún var alveg frábær! Nenni samt ekki að fara að lýsa aðdáun minni á þessari mynd neitt betur.
Hins vegar langar mig að breyta um útlit á þessari síðu aftur. Það er svo leiðinlegt að Bítlatemplate'ið var eitthvað í fokki.
Jæja, ég hef ekkert meira að segja í bili. Látum þetta bara gott heita.

Diskur dagsins: 20 Golden Greats með Beach Boys
Lög dagsins (vikunnar, aldarinnar): Lay lady lay og I want you með Bob Dylan



This page is powered by Blogger. Isn't yours?