<$BlogRSDUrl$>

föstudagur, febrúar 27, 2004

3.B í Menntaskólanum í Reykjavík fékk það krefjandi verkefni í íslenskutíma í dag að semja ljóð. Fór það þannig fram að hver nemandi skrifaði 5 orð á blað og svo var dregið og setningarnar settar saman. Ég er svo stolt af útkomunni að ég hef ákveðið að skrifa þetta hér niður. Ég vil líka taka fram að allar setningarnar voru skrifaðar niður án greinaskils, þannig að ég bæti þannig bara við hér að eigin vild.

En svona kom þetta út allavega:

Hey beibí, ég er hjartabrjótur
Það er gaman á Shell-móti
Blá málning á nefinu hans
Hún er ekki mjög stór
Himinninn blár, hvað er grasið?
Léttbjór fer illa með Valdemar.

Hver stendur þarna hjá glugganum?
Tröllið kom út og át barnið
Hver leynist í hlíðum Trölladyngju?

Saga stundar sögu í Söguskólanum.

Tónlist er eins og súrefni
Tré lífsins skjóta rótum þar
Þeir voru fjórir en samt einn
Hver er ég? Kannski enginn?
Fogglinn fagri flaug yfir fjall.

Sigrún syngur eins og Megas
Sturlunin skín úr blóðhlaupnum augunum
Geimveruskrímsli.

Æðaslit í bumbu og brjósti
Fuglinn var þreyttur eftir morgunflugið
Gamla konan hélt á hnetu
Alltaf er gaman um helgar
Ljótur maður leikur ljótan leik
Sleikti út um og rumdi hátt.

Þetta er alveg hreint rosalegt. Voðalega erum við efnilegur bekkur.

Annars var þetta allt sem mér lá á hjarta um sinn, best að fara að læra kannski smá...

mánudagur, febrúar 23, 2004

Jæja, helgin búin.
Þetta er búið að vera alveg hin fínasta helgi hjá mér get ég nú rólega sagt.

Á föstudagskvöldið fór ég til hans Tomma ásamt Jósa og Malenu. Það var alveg hin mesta stemming, og við fengum auk þess að sjá stuttmynd sem að Tommi og aðrir bekkjarbræður okkar (plús nokkrir aðrir fyrrverandi Hagaskælingar) gerðu. Það var geðveikt fyndið að sjá hvað þeir voru litlir einu sinni!!! :D
Seinna var svo ferðinni heitið út í 10/11 og svo horfðum við á Road Trip, og upp úr því spruttu samræður um framhjáhald og annað skemmtilegt. Svo leystist þetta upp í einhvern svefngalsa og þar með var kvöldinu lokið :P
Laugardagskvöldinu eyddi ég svo hjá Furu ásamt Sigrúnu. Samt eyddi ég því ekki beint, því að það var alveg mjög gaman. Voða huggulegt allt saman, etandi nacho og geðveikt góða nachosósu horfandi á The Sweetest Thing. Og svo lásum við Cosmopolitan eftir á. Gott að fá smá gelgjuútrás stundum.
Svo í gær þá fórum við Vala, Rútur, Malena, Sölvi, Jósi, Aldís og Lóa á Kaffi Kúltur. Það var alveg rosalegt stuð, við spiluðum ítalskt Scrabble, þar sem Sölvi fann upp orðið "eldhor". Híhíhí, hann er nú alveg í flippinu.
Og núna veit ég að allir eru glaðir, vitandi hvað ég gerði um helgina...

Annars ákvað ég að hlusta á diskinn Sgt. Pepper's Lonely Hearts Club Band um daginn enn og aftur, og ég komst að þeirri niðurstöðu að þetta mun vera það súrasta sem ég hef heyrt. En samt snilld. Sönnun á því mun vera t.d setningin "And of course Henry the Horse dances the waltz!". Sýra, og nóg af henni!


Kúlistar eru þeir!

Lög vikunnar:
With a little help from my friends - Bítlarnir
Being for the benefit of Mr. Kite (fyrir að innihalda þessa svölu setningu um hestinn Henry) - Bítlarnir líka

föstudagur, febrúar 20, 2004

Jeah, núna er komin helgi!

Við fengum bekkjarmyndina okkar í dag, þetta er alveg frábær mynd verð ég að segja. Töffarabekkur.

Ég get ekki hætt að vera ósátt við þetta veður. Endalaus bleyta og rigning. En ég ætla ekki að tala um veðrið. Það er ömurlegt. Í staðinn ætla ég að spurja að einu: Hversu lengi ætli maður þurfi að standa úti í rigningunni til að veðrast? Þetta er mikil pæling. Hef meira að segja pælt svo mikið í þessu að mig dreymdi að ég veðraðist. Ég held ég sé að missa vitið...

Svo gleymdi ég að segja í síðasta bloggi að síðasta sunnudagskvöld þá skelltum við Sölvi, Malena, Aldís, Jósi, Steinar og Kári okkur á kvikmyndina Gothika. Hún er alveg ágætlega spennandi verð ég að viðurkenna. Samt ekkert frábær. Bara svona venjulegur sálfræðitryllir eða, eins og kallinn í Fréttablaðinu sagði; tryllir um sálfræðing.

Svo var efnafræðipróf í dag, það var frekar létt, voðalega er ég ánægð með hann Guðbjart. Þó hann geri soldið upp á milli nemenda þá er hann afbragðs prófsemjari.
Svo skulið þið lesendur endilega skella ykkur á síðuna hennar Aldísar , þar eru nefnilega komnar inn eitthvað af myndum frá árshátíðardeginum.

Svo vil ég benda á að söngleikjaunnandinn innra með mér mun svo sannarlega fá að njóta sín næstu daga, því ég fékk Chicago-soundtrackið lánað hjá henni Tinnu. Þetta er svo mikil stuðmynd.
En núna hef ég ekki meira að tjá mig um í bili, ætla bara að enda þetta á nokkrum fleygum orðum úr myndinni: Oh yes oh yes oh yes they both, oh yes they both, oh yes they both reached for the gun the gun the gun the gun, oh yes they both reached for the gun, for the gun!
miðvikudagur, febrúar 18, 2004

Vá, ég, Vala og Sigrún erum svo rækilega í flippinu!! Í gær vorum við hjá Völu, og við vorum með gítar og eitthvað að fíflast. Svo áður en ég vissi af var Vala búin að semja lag og ég og Sigrún farnar að syngja það. Sigrún með gítarinn náttúrulega. Svo greip Vala diktafóninn sinn og við tókum þetta upp, fyrst bara venjulega, og svo í slowmotion, þannig að þegar við spiluðum þetta aftur þá hljómuðum við eins og Snöggur og Snar. Þetta var allt saman mjög fyndið.

Annars er árshátíðin búin, og var hún alveg hin ágætasta skemmtun. Samt eru ég og Breiðvangur ekki aaaaalveg að dansa. Mér finnst Nasa miklu skemmtilegri.

Svo finnst mér við hæfi að benda á að þessi rigning og vindurinn er ömurleg. Sérstaklega hjá Háskólabíói og þar í kring er alveg ómögulegt að labba, og ég labba alltaf þar heim frá skólanum, og þetta er hryllingur!!! Ég vil fá sól og sumaryl takk fyrir takk.

Annars hef ég voða lítið að segja, held ég hafi þetta bara svona stutt og skrifi eitthvað meira seinna.

En lag dagsins er náttúrulega á sínum stað, og er það lagið Fear of the Dark með Iron Maiden. Alltaf snilld!

Og þá ætla ég að láta inn þessa mynd af tveim mönnum sem eiga það sameiginlegt að vera alveg fáránlega og mjög þægilega kynþokkafullir og gullfallegir alveg hreint. Þá þarf ég ekki að nafngreina þá held ég. Og á þessari mynd eru þeir með hinn mesta töffaraskap sem ég hef séð ;)
miðvikudagur, febrúar 11, 2004

Jæja, nú blogga ég loksins aftur!!
Ég er búin að vera svo rosalega upptekin við lærdóm undanfarna daga, það er bara ekki eðlilegt!! En núna er ég frjáls undan stærðfræði og öllum hinum leiðinlegu fögunum, og get bloggað á ný.

Allavega hefur margt drifið á daga mína í þessu blogg-hléi mínu, ég, Aldís og Malena skelltum okkur á skauta í síðustu viku (minnir mig), og vorum við miklar skauta-drottningar. Allir þeir sem sáu okkur féllu í stafi!
Svo síðasta föstudag fékk ég mér linsur, og get þar af leiðandi verið gleraugnalaus hvenær sem mér hentar. En það er ekki spennandi að tala um það í bloggi...
Hins vegar vil ég segja frá að þann sama föstudag fóru ég, Sigrún, Aldís, Vala og Jósi í MH á svokallað MH-sull þar sem margar hljómsveitir voru að spila. Þar hittum við svo Sölva, Sidda, Helga og Brynjar, og voru þeir í miklu MH-stuði. Og hann Kolli okkar allra var að spila þar ásamt félögum sínum í hljómsveitinni Rok (sem hét áður The AskTheWaiters), og gerðu þeir þetta alveg frábærlega!!!

Svo er búið að vera jarðfræði-, sögu, og stærðfræðipróf, og það var náttúrulega bara ömurlegt!!! Helv... próf alltaf hreint!!!

En hey, við Saga og Sigrún vorum einnig með útvarpsþáttinn okkar The Pink Skulls' Show í gær, og held ég bara að hann hafi vakið mikla lukku (nema allir sem ég hef talað við voru að ljúga að mér). Samt var þetta frekar mikil sýra á tímabili. En við skemmtum okkur vel, og það er fyrir öllu! ;)

Annars er bara vorhléið og árshatíðin framundan, í kvöld verður mikið stuð hjá mér, en við Malena, Aldís, Katla, Vala, Sölvi og Kolli ætlum að horfa á spólur og gera eitthvað sniðugt, og svo veit ég ekki betur en Fura og Sigrún komi líka. Svo munu Aldís og Malena gista, og verður það mikið stuð, því á morgun verð ég með morgunpartý fyrir allt fallega fólkið í bekknum mínum! :D

En núna lýk ég þessari færslu með einhverju sniðugu:

Sniðugheit dagsins: MSN-nafnið hennar Völu: I'd like to wash in your bathwater
Lag dagsins: I'll Follow the Sun með Bítlunum

mánudagur, febrúar 02, 2004

Jæja, núna er enn ein skólavikan byrjuð.
Það var frekar gaman í skólanum í dag, við fengum ný sæti og sprelluðum voða mikið, og svo var kannski bara gaman vegna þess að dagurinn var svo stuttur.
Svo eftir skóla fórum við Saga, Malena, Rútur, Tommi og Jósi í Pennann og vorum eitthvað að dunda okkur þar á meðan Tommi keypti eitthvað, en svo kvaddi Saga okkur og við hin fórum á kaffihúsið Mokka. Þar ræddum við árshátíðina, og skrifuðum niður uppkast af alveg ágætis árshátíðardegi. Dugleg erum við.

En svo þegar ég kom heim, þá var ég kannski ekki alveg það dugleg. Allavega var ég bara eitthvað að lesa sögu, en fór stuttu seinna að lesa bara Bítlabókina mína. Svo var ég að nördast í tölvunni, og tókst að fá mig til að láta inn (næstum) restina af afmælismyndunum. Svo vil ég benda á myndasíðuna sem við Sigrún bjuggum til núna um helgina. Enjoy.

Annars liggur mér nú ekkert á hjarta, nema ég vil benda á að Sigrún sýndi mér voðalega fyndið lag með The Who um helgina, og ber það heitið Tattoo. Hlustið á það, og gleðjið hjarta ykkar.

Annars finnst mér voðalega leiðinlegt að þurfa að bíða eftir þessari árshátið, ég er farin að hlakka svo til. Sérstaklega þar sem að það verður svo mikið af Hlíðapakki, þetta kemst ekki hjá því að verða stuð.

Ég ætla að ljúka þessari færslu með mynd sem að er mjög skemmtileg, og er hún náttúrulega af Bítlunum eins og sjá má.This page is powered by Blogger. Isn't yours?