<$BlogRSDUrl$>

mánudagur, apríl 30, 2007

Neibb, engar Dimissiomyndir ennþá, usb tengið á tölvunni virkar ekki, þannig að ég þarf að komast í aðra tölvu og redd'essu.
Ég horfði á Hr. Heim um helgina, það var rosa flott og skemmtilegt. Þessir menn voru nú rosalegir, rosalegir í þeim skilningi að þeir litu sumir út eins og kvenmenn, a.m.k. voru þeir málaðir. Nema dreddagaurarnir, þeir voru kúl. Hr. Spánn, sem vann, hann var nú ofsa glaður og sáttur, en mér fannst samt eiginlega að Hr. Kanada hefði átt að vinna, því hann var aflitaður og með miðjuskipt hár og hann var svo rosalega ótrúlega mikið glaður fyrir hönd allra sem komust áfram og klappaði rosa mikið og brosti einu manískasta brosi sem ég hef séð, augun ætluðu út úr höfðinu á honum! Auk þess leit hann út eins og hann væri klipptur út úr Guiding Light eða einhverju svipuðu.

Mér tókst loksins að breyta myndinni hér til hægri, nú vita allir sem skoða bloggið mitt hvernig ég lít út. Jess. Einnig lagaði ég smá til í tenglalistanum.

Á morgun lýkur tveggja mánaða einkabarnslífi mínu, en þá snýr aftur systir mín kær og Dani nokkur, er Nicoline heitir, en hún er voða hress. Það vill svo skemmtilega til að þær koma einmitt þegar ég þarf að læra sem mest, og Nico fer einmitt þegar ég þarf ekki lengur að læra svona mikið.

Á meðan þær verða í partíi verð ég bara í lærdómspartíi, jeee.

Núna er klukkan orðin rosa margt og ég á að vera farin að sofa, því það styttist í sögupróf. Og ekki vil ég falla og vera tossi og ógeð. Ónei.
Dimisso er búið, það var rosa skemmtilegt en samt þreytandi. Ég fer aldrei aftur í tíma hjá Helga Ingólfs. Ef eitthvað hefði fengið mig til þess að gráta á síðasta skóladaginn væri það þessi sorglega staðreynd.
Eftir latínupróf ætla ég að gera heiðarlega tilraun til að lífga upp á þetta blogg, skrifa rosa málefnalega og vera voða fróð. Eða kannski geri ég það bara ekki neitt.
Ég ætla að vera voða dugleg á morgun að reyna að setja inn myndir frá Dimissio.

þriðjudagur, apríl 17, 2007

Jájá, smá bloggpása gerði mér gott. Ég mun samt ekkert bæta mig næsta mánuðinn því ég er að fara í stúdentspróf. Er reyndar byrjuð, íslenskan búin og listasaga á morgun. Best að halda bara áfram að læra, það er alveg rosa ofsa mikið mikið að læra fyrir þetta próf. Bless svefn.

This page is powered by Blogger. Isn't yours?