fimmtudagur, mars 24, 2005
Það er ekki til slæmt lag með Bob Dylan. Hann er fallegur og góður.
Ég mæli hins vegar ekki með að hjóla með Sögu. Eins indæl og góð sem hún er þá finnst henni gaman að hjóla í mótvindi og stoppa ekkert fyrr en komið er á áfangastað. Lengri leiðin er líka meira spennandi en styttri og þægilegri leiðin. Vonandi lestu þetta ekki og ferð að gráta Saga mín, líttu bara á björtu hliðina, þú varst á undan mér að Perlunni. Svo finnst mér í rauninni ekki gaman að hjóla með einum né neinum, því hjólið mitt er ömurlegt og erfitt að hjóla á því.
Núna er ég búin að blogga. Vonandi svalaði þetta bloggþorsta þeirra sem báðu mig um að blogga.
sunnudagur, mars 13, 2005
- Að sitja inni, horfa út um gluggann og njóta gluggaveðurins
- Hlusta á diskótónlist á borð við Boney M
- Borða ávaxtamentos þar sem 75% af stykkjunum eru bleikir (því þeir eru bestir)
- Faðma sæta strákinn sinn (híhí)
- Ímynda sér að sumarið sé komið
Já, allt þetta hef ég gert í dag. Fleiri tónleikar hafa bæst við á listann yfir þá tónleika sem mig langar á. Mig langar á Franz Ferdinand. Jei, gaman. Svo er Robert Plant að koma. En hann er væntanlega hættur að klæðast latexbuxum og koma fram ásamt Led Zeppelin félögum sínum. Spilar bara núna lög sem ég kann ekkert. Þá spyr ég bara: What good is he to me now? Já æji. Hápunktur sumarsins mun samt vera Alice Cooper. Einu sinni dreymdi mig að Meatloaf væri að fara að halda tónleika í Háskólabíói og allir hlógu að mér þegar ég vildi ógeðslega mikið fara. Ef ég kæmist á bæði Alice Cooper og Meatloaf tónleika mundi ég aldrei biðja neinn um neitt framar.
Ég er mjög á móti auglýsingunum fyrir leikritið Brotið sem hanga niðri í skóla. Ég fór á þetta leikrit síðustu helgi. Ég grét og ældi. 4real. Ekki mikið, en það gerðist þó. Mæli ekki með þessu, þetta er það mest niðurdrepandi sem ég hef séð. Mér hefur sjaldan liðið eins illa. Var skemmd restina af kvöldinu og var á tímabili hrædd um að hafa í alvöru hlotið einhvers konar sálrænan skaða. En það gerðist þó ekki. En alltaf þegar ég sé þessar auglýsingar verður mér hugsað til þessarar hræðilegu kvöldstundar.
Jæja, ég kveð í bili.
miðvikudagur, mars 09, 2005
Alice Cooper kemur til landsins þann 13. ágúst er mér sagt. Þegar ég mun standa og horfa á hann syngja læf, og ó já, sá tími mun koma, mun líf mitt vera fullkomið.
Síðan núna á sunnudaginn hefur Dani búið á heimili mínu. Í skólanum hef ég svo upplifað enn fleiri Dani og djöfull eru Danir ógeðslegir. Nei, ekki allir, en það virðist vera alveg ótrúlega kúl að vera metró í Danmörku. Aumingja gaurarnir að vera svona kúl. Aldrei hef ég séð neinn karlmann með eins mikla hettan-verður-alltaf-að-vera-fullkomlega-staðsett-á-miðju-höfði-mínu þráhyggju. Jæjajá, þetta tók allavega þá litlu löngun sem ég hafði til að heimsækja Danmörku í bráð.
Til hvers líka að vera að yfirgefa landið þegar maður getur farið á Alice Cooper tónleika? Mig langar að breyta um útlit á síðunni minni. Og fara á Alice Cooper tónleika.
Smá diskó: Rasputin með Boney M