<$BlogRSDUrl$>

miðvikudagur, september 28, 2005

Ég er svo kvefuð og búin að snýta mér svo mikið að það kemur blóð úr annarri nösinni minni. Ég veit ekki alveg hvort það sé mjög mikið að mér en ég hef ákveðið að svona eigi þetta að vera.

Ég horfi mjög mikið á Cartoon Network þessa dagana. Ég er ekki að horfa núna en ég heyri í teiknimynd þar sem einn talar eins og sjóræningi. Mér finnst það skemmtilegt. Mér finnst Geoffrey Rush skemmtilegur sjóræningi. Líka skipstjórinn í Simpsons. Ég sá einmitt mynd með honum um daginn (Geoffrey sem sagt) sem heitir Quills. Mig hefur langað að sjá hana frá því þegar hún kom út, en það var árið 2000. Hann leikur þar gamlan klámhund á 18. öldinni sem er lokaður inni á geðveikrahæli því hann er svo rosalega graður og skrifar grófar klámsögur. Svo fer náttúrulega allt úr böndunum. Geoffrey Rush er frábær leikari, einn af mínum uppáhalds.

Þar sem við höfum fengið okkur fullt af nýjum sjónvarpsstöðvum er alltaf eitthvað sniðugt að horfa á. Í gærkvöldið horfði ég til dæmis á þáttinn Listed á Star Channel. Þar voru sýnd þau 20 lög sem foreldrar hata mest. Þar var m.a. I want your sex með George Michael, Anarchy in the UK, Thong Song og Light My Fire. Það vakti mikla kátínu mína að lagið Talk Dirty to Me með hinni frábæru glysrokkhljómsveit Poison var í 5. sæti. Ég hef lengi dáðst að þessu lagi en aldrei séð almennilega hvernig hljómsveitin lítur út. Þeir líta frábærlega út get ég núna fullyrt. Poison eru frábærir.
En lagið sem var í fyrsta sæti kom mér á óvart. Lög eins og Dirrty, Me So Horny og Like A Virgin voru á topp 5 listanum, þannig að ég hugsaði hvaða lag gæti mögulega farið meira í taugarnar á foreldrum en þessi (Marilyn Manson var einhvers staðar á topp 10). Þegar fyrsta sætið kom í ljós brá mér í brún. Það var lagið We're not gonna take it með hljómsveitinni Twisted Sister. Mér brá í brún því hvaða krakki mundi taka mark á hljómsveit sem lítur svona út? Kannski voru þeir efst því í laginu eru börn hvött til að rísa gegn harðstjórn foreldra. En persónulega líður mér betur að vita af börnum sem hlusta á þetta frekar en Marilyn Manson. Aldrei mundi ég banna barninu mínu að hlusta á jafn gróft glysrokk og þetta. Ég hlusta á Alice Cooper og Meatloaf og pabbi minn segir glaður "That's me daughter". Hann er líka ofursvalur og rosa ligeglad. Enda á hann stóran og mikinn leðurjakka.

Nú hefur ný hljómsveit birst á mínum lista. Ef ég gæti mundi ég dánlóda lögum með þeim Systrum, en þar sem tölvan inni hjá mér er biluð er ekkert dánlód fyrir mig. Búhúhú.

fimmtudagur, september 15, 2005

Vei, Sigrún lifir. Hún er í partíi í Ungverjalandi með tælenskum stelpum sem kalla sig Milk og A. Þær hljóta að vera rosalega og svakalega flippaðar.

Ég er að læra geðveikt mikla latínu í skólanum og er að veikjast. Þjáist af magaverkjum. En það er kannski bara mér að kenna þar sem ég borðaði 10/11 mat (sem sagt úr bakaríinu þar) í dag.

Í gær keyrði Ingibjörg Sólrún á mig. Ég var að fara yfir gangbraut en hún keyrði bara í veg fyrir mig. Ég klessti á afturdekkið á bílnum hennar og flaug af hjólinu, en meiddi mig sem betur fer ekkert. En mér brá. Hún er nú meiri kellingin hún Ingibjörg, haaa?

Núna ætla ég að fara að velta mér upp úr sjálfsvorkun og borða ógeðslega mikið og verða ógeðslega feit.

This page is powered by Blogger. Isn't yours?