<$BlogRSDUrl$>

laugardagur, janúar 29, 2005

Skinkusafi og nostalgíunammi

Þetta tvennt er á dagskránni í dag.
Var að fá mér grillað brauð, það kom skinkusafi á borðið. Mér finnst skinkusafi hálfógeðslegur. Vond lykt af honum, og minnir á sveittan grís. Skinka er ógeðsleg þegar maður pælir í því, en það má samt borða hana á grilluð brauð. Þá man ég allt í einu, er ég sú eina sem mundi kalla grillað brauð klemmu? Alveg frá því að ég var lítil höfum við sagt klemma hérna heima. Svo var ég að tala um klemmur við fólk og það vissi ekkert hvað ég var að tala um. En ég segi nú líka flatbrauð og talaði um stert í staðinn fyrir tagl þegar ég var lítil. Svona erum við norðlensk heima hjá mér.

Ég hef uppgötvað nammibarinn í 10/11. Þetta er frábært, allt sem maður gæti óskað sér. Flest af þessu eru lítil Haribo-nammistykki, sem minna mig á Danmerkurárin þar sem maður keypti svona nammi í mini-poser. Ég borða þetta alltaf voða angurvær á svipin. Höhö.

Auður vill smá bítl. Ég var að hlusta á John Lennon lag áðan, það var mjög fallegt. Veit samt ekki hvað það heitir, en það var fallegt. Ef hann hefur gert lag sem heitir I love you þá var það örugglega þetta. Næst spilaði útvarpið lagið um Katarínu. Þar söng maðurinn um mandólín. Haha, Sverrir á mandólin, hann er voða duglegur að spila á það. Næst tók við lagið um Stínu. Þar syngur maðurinn: "Stína, ó Stína, ég sé þig anda, svo ungleg að vanda, ó Stína." Ég man þegar ég var lítil, þá söng frænka mín "Stína, ó Stína, ég sé þig anda, á brókinni standa, ó Stína". Það fannst mér alveg ótrúlega fyndið.
Núna er best að halda áfram að skrifa ritgerð, ég er reyndar búin með orðakvótann, þarf að stytta þetta eitthvað. Erfitt að fyllast andagift á asnalegum tímapunktum.


þriðjudagur, janúar 25, 2005

"Ef einhver tilbiður dýrið og líkneski þess, og fær merki á enni sitt eða hönd sína, þá skal sá hinn sami drekka af reiðivíni guðs." Þetta stendur í bókinni sem ég á að gera sögufyrirlestur úr. Í henni stendur einnig að sál kvenna getur verið tvenns konar, "skír Kristi brúður" (það stendur skír en ekki skýr í bókinni) eða "djöfulsins hóra".
Þetta stendur í bókinni Kennimark kölska eða Character bestiæ. Mér finnst nú samt hálf asnalegt að skrifa bestiæ í staðinn fyrir bestiae. Af hverju ekki þá bara fara alla leið og skrifa Karakter bístíæ? Ha, ha, HA?! Nei oj, ég er ekki latínusnobb. Þess vegna ætla ég ekki að tala meira um þetta.

Tölum frekar um að síðan joiraudi.blogspot.com hefur hafið göngu sína. Þar munum við nokkrir fyrrverandi meðlimir 3.B skrifa. Mikið partí, mikið fjör.

Jæja, núna ætla ég að skrifa íslenskuritgerð eða sögufyrirlestur.


miðvikudagur, janúar 19, 2005

Systir mín og faðir voru að leigja spólur. Þau tóku Hellboy og Scary Movie 2. Þau eru sniðug. Ég kýs að sitja hér, hlustandi á Alice Cooper. Enda er ég mjög hardcore.

Sögukennarinn minn er algjört gimp. Hann er svona ég-ætla-að-vera-reiður-pirrandi-og-leiðinlegur-alltaf gimp. Hann ætti að heita Gimpy. Nei, það er frátekið. Hann er samt ógnandi þegar hann er reiður. Hann á ekki að kenna stelpubekk, sem reyndar núna er stelpubekkur + tveir strákar. Sumir kennarar fá bara kikk út úr því að reka fólk út úr tíma og merkja við það F. "Úúú, líttu á mig, ég er með kladdann minn, ég get látið þig fá F!" Ég var líka með þannig kennara í 3. bekk. Hann var fyrsti kennarinn sem rak mig út úr tíma. Ég var líka rekin út úr tíma af sögukennaranum umtalaða fyrir að vera að leita að sögubókunum mínum í byrjun tímans. Það var asnalegt.

Ef lífið gæti verið endalausir dönskutímar væri það dans á rósum. Já.

Ég var samt með skemmtilega kennara í fyrra. Ég var að lesa gullmolana frá því í fyrra, og rakst á einn mjög góðan:

Auðun stærðfræðikennari: Ómar, þú malar eins og hænsni...púddapúdd!

Þetta minnir mig á, hvaða tal var þetta um að stofna síðuna joiraudi.blogspot.com? Rútur, þú verður að segja okkur meira frá þessu.

Bíómyndaslógan dagsins: You'll laugh...you'll cry...you'll hurl! -Wayne's World 2 (eða jafnvel 1, ekki alveg með það á hreinu)

Jæja, segjum þetta gott í bili. OMG bæ.


miðvikudagur, janúar 12, 2005

Stundum er alveg gaman í skólanum. Í gær átti sér stað mjög skemmtilegt atvik í frönskutíma.

Verið var að spurja hvernig við kæmum okkur í skólann. Flestir sögðu "Je prend le bus" eða eitthvað svipað, þangað til að Jón nokkur var spurður hvernig hann kæmi sér í skólann. Þá segir hann: "Je prend ma sæur"
Út af þessu hló heill bekkur í fimm mínútur. Þetta var frábært. Svona einfaldur húmor getur verið svo rosalega fyndinn.

Neibb, ég er búin að glápa á skjáinn í svona 5 mín. og mér dettur ekkert í hug að skrifa um. Bloggið mitt er dautt og er byrjað að rotna. Hvað get ég gert í þessu? Mig langar að breyta um útlit, ég kann það bara ekki. Þori ekki að fikta.
Æji, vælivæl.


fimmtudagur, janúar 06, 2005

AFMÆLISMYNDIR!
AFMÆLISMYNDIR!
AFMÆLISMYNDIR!

Ég er mjög dugleg. Skoðið nú, og ef þið eruð ósátt við eitthvað, þá bara látiði mig vita, og ég segi FOKKJÚ!
Haha, neih, djóóóók.

Í dag hrósaði leikfimiskennarinn minn upphandleggsvöðvunum mínum. Tók í þá og sagði "JÁ!" Ég lýg þessu ekki, hún Ragna Lára hrósar nú ekki hvaða upphandleggsvöðvum sem er. Þetta getur bara þýtt eitt: Ég er mjög sterk. Já, það held ég bara.

Jæja, skemmtið ykkur að skoða allar þessar myndir.


This page is powered by Blogger. Isn't yours?