<$BlogRSDUrl$>

mánudagur, nóvember 21, 2005

Ágætishelgi að baki, fór í skemmtilegt Ingibjargar/Vöku-afmæli og á White Stripes tónleika. Ég vissi ekki alveg við hverju ætti að búast í sambandi með tónleikana, en ég varð síður en svo fyrir vonbrigðum. Jack var ofursvalur og Meg voða fín og sæt. Ég mun án efa fara að skoða þau betur eftir þetta. Þetta voru ógeðslega skemmtilegir tónleikar.

Ég þarf að fá mér nýjan svip. Hlutlausi svipurinn minn virðist valda fólki hugarangri. Ég man eftir því þegar við Sigrún Hlín sátum og horfðum á sjónvarpið forðum daga og allt í einu spyr hún "Hildur, er ekki allt í lagi?". Þegar ég spyr hana af hverju þá segir hún að ég hafi verið svo sorgmædd á svipinn. Þetta hefur gerst mjög oft, en þetta hætti samt fyrir nokkru (kannski vegna þess að Sigrún fór til útlanda). En um daginn spurði sessunautur minn í skólanum mig hvort það væri ekki gaman hjá mér. Þá hafði ég sem sagt verið að stara voða angurvær á töfluna. Ég verð alltaf svo hissa þegar fólk spyr mig að þessu.

Ég kann stærðfræði. Fékk hæstu einkunn sem ég hef fengið í stærðfræðiprófi í dag. Í staðinn kann ég ekki latínu. En ég kann ensku. Og stærðfræði. Það er nú ekki hægt að kunna allt. Ég get kannski sagt pínulítið frá hernaði Rómverja og lífshlaupi Quintusar, en ég get reiknað fullkomlega út hversu miklar líkur eru á að draga ás, tvist og þrist úr spilastokki eða á hversu marga vegu má raða 15 bókum í hillu. Hvort er nú betra að kunna? Ég er ekki viss...

föstudagur, nóvember 11, 2005

Þegar ég blogga svona ógeðslega lítið þá bitnar það aldeilis á kommentum. Hmmm.

Það sem ég hef gert af viti síðan 28. október:

1) Farið á leikritið Halldór í Hollywood. Það var reyndar gífurlega leiðinlegt, en þó menningarlegt.

2) Gert fagran og gáfulegan fyrirlestur um Bergþóru Skarphéðinsdóttir, kvenskörung úr Njálu.

Mér dettur ekkert meira í hug. En í kvöld fer ég á Morfís keppni þar sem hún Saga mun ræða og án efa standa sig með prýði.
Í dag heyrði ég svo afrískt tungusmells-tungumál, það var ofursvalt. Það minnti mig samt á gamla, rauðeygða vúdúkonu.

Ég var að enda við að horfa á myndina Sleepy Hollow eftir Tim Burton. Johnny Depp og Christina Ricci geta ekki staðið sig illa (og ekki Tim heldur). Þau leika líka saman í myndinni The Man Who Cried, sem er sorglega vanmetin.

En nú er ég þreytt og ætla að horfa á eitthvað meira. Ég er með undarlegan föstudagsblús.

This page is powered by Blogger. Isn't yours?