<$BlogRSDUrl$>

þriðjudagur, júlí 26, 2005

Óður til Valgerðar Jónsdóttur:

Það var eitt sinn stelpa sem hét Vala
og var að hoppa á trampólín
Svo datt hún ofan í bala
og var ekki lengur sæt og fín

Nú staulast hún um á hækjum
og veinar ótt og títt
Kötturinn hennar hefur tilhneigingu til að líkjast rækjum
en malar voða blítt

Já hún Vala staulast um á hækjum
en við elskum hana samt
Hún tilkynnir komu sína með skrækjum
svo okkur er orða vant

miðvikudagur, júlí 06, 2005

Hæbb. Ég tók mér smá sumarfrí frá bloggheiminum en kem nú aftur og reyni að gera eitthvað sniðugt.

Reyndar hef ég nú ekkert mjög mikið að segja eins og svo oft áður, annað en það að núna er ég byrjuð að læra á bíl. Það er enginn annar en Knútur íslenskukennari sem er að kenna mér og verð ég að segja að hann er hinn fínasti kall. Ökuskólinn er ekki eins slæmur og manni hefur verið sagt, ég á reyndar Ö2 eftir þannig að kannski mun ég brátt skipta um skoðun.

Glysrokk er vanmetin tónlistarstefna. Ég hef mjög gaman af mörgum glysrokkurum, t.d. eru Alice Cooper og Meatloaf stór hluti af lífi mínu og ég var gráti nær þegar Wig Wam unnu ekki Eurovision. Jah, kannski ekki alveg, en sætir og skemmtilegir, það eru þeir allir. Sweet og Poison eru líka partíbönd. En er Prince glysrokkari? Er hann ekki meira glysgjarn poppari? Hann er samt líka mjög skemmtilegur. Graður, en skemmtilegur.

Æji, ég veit ekkert hvað ég er að fara, ég er kvefuð og mjög ónýt. En núna er ég allavega búin að blogga!

This page is powered by Blogger. Isn't yours?