<$BlogRSDUrl$>

miðvikudagur, mars 31, 2004

Hamingjan komin til að vera

Já, ég held bara að ég sé endanlega orðin glöð. Mjög glöð. Og ég sé ekki fram á að þetta góða skap sé eitthvað að fara.
Hins vegar veit ég ekkert hvað veldur þessari skyndilegu hamingju. En það skiptir ekki máli, því þrátt fyrir snjóinn og prófin sem koma nær og nær þá er ég glöð. Og það er fyrir öllu.
Annað sem bætir hamingju mína er líka að í gær fékk ég fullt af dóti, því mamma og pabbi komu heim frá Hollandi. Það er alltaf svo ótrúlega gaman að fá dót frá útlöndum.
Þetta var allt sem ég vildi sagt hafa í þetta skiptið. Ég ætla núna að snúa aftur inn í sæluvímu mína, óvitandi hvað veldur henni...


Já, svona sit ég allan daginn og stari út í loftið. Samt veit ég ekki hvort ég sé alltaf svona á svipinn. Ég er örugglega oftast með miklu asnalegri svip...einhvern gleðisvip!

sunnudagur, mars 28, 2004

Djöfull eru sunnudagar leiðinlegir. Allavega sunnudagar þar sem það virðist bara ekki vera hægt að gera neitt. Í dag er ég t.d ekkert búin að gera nema horfa á tvær myndir. Tvær vondar myndir meira að segja! Svo er ég ein heima núna og er að deyja úr leiðindum. Hvernig stendur á því að enginn hefur hringt og sagt "Hey Hildur, þú ert ein heima. Ég ætla að koma í heimsókn og skemmta þér!"?!
Eða nei ég lýg að ykkur. Ég er líka búin að lesa Bítlabókina og horfa á Simple Life í dag.
En samt var alveg mikið partý hérna í gær, Sigrún, Fura, Skorri, Jósi, Ómar, Gestur, Aldís, Vala, Sölvi, Kolli, Malena, Marta, Tommi og Vigdís (ásamt 2 gaurum frá Selfossi) komu hingað í gær, og það var alveg rosalegt stuð. Svo kom Rútur líka, og hann var soldið léttur þannig að hann gat skemmt okkur. Þannig að ég ætti ekkert að vera að væla yfir leiðindum núna, fólk er örugglega búið að fá sinn skammt af Hjarðarhaga-partýi fyrir þessa helgi.

Ég held að ég sé ónýt. Ég er, þrátt fyrir leiðindi mín, mjög glöð í hjartanu. Það ætti að vera gott, en það er undarlegt. En ætli það sé ekki betra en að vera þunglynd. Ég hef ekki verið þunglynd lengi. En ég er svo lalleglad eins og danir mundu segja. Ég held ekki að það sé heilbrigt að vera lalleglad þegar maður er ein heima hjá sér.

En hey svo var kosningavaka á föstudaginn, og þangað fórum við Jósi, Fura, Skorri og Gestur (og Ómar kom seinna). Þetta var svona frekar rólegt, alveg þangað til að staðnum var lokað og djammið fært á annan stað. Þá þurfti að hafa skilríki og allt þannig, og var hún Erna svo góð að lána mér ökuskírteinið sitt, en enginn af hinum var með skilríki þannig að við fórum bara heim til mín í staðinn. Ekki að við hefðum eitthvað farið þangað hvort sem er held ég. Eða kannski.

Svo ætla ég að vona að fólk fari að vera betri í að kommenta, ég er farin að vera svona litla stelpan sem bloggar, en þekkir engan þannig að enginn kommentar. En ég held að til þess að fá fleiri komment þá þurfi ég að skrifa um eitthvað sem er pínu meira spennandi en það sem komið er. Eins og ég get nú talað um skemmtilega hluti við fólk, þá virðast þessir hlutir aldrei vera bloggvænir.

Jæja, best að hætta þessu. Þetta er frekar mikil vitleysa. En ég er samt glöð.

Lag dagsins: If I Fell með Bítlunum

PS: Ég gerðist djörf og ákvað að bæta þeim Einari Bjarka og Guðrúnu Tinnu á linkalistann. Njótið vel.

miðvikudagur, mars 24, 2004

Jæja, þá sný ég aftur eftir viku frí.
Margt hefur gerst síðan þá. Grímuballið var síðasta fimmtudag, og heppnaðist það mjög vel, allavega skemmti ég mér alveg konunglega. En það verður að vera eitt lokaball, það bara verður að vera!! Þetta má ekki vera síðasta ballið.

Svo á laugardaginn áttu jú þau Sigrún og Jósi afmæli, og ég fór smá til Jósa að skemmta honum, og þaðan til Sigrúnar í villt og tryllt afmælispartý sem var búið svona að verða 4. Það var rosalegt stuð alveg hreint.
Svo er kosningavika í skólanum, og hefur hún bæði sína kosti og galla. Allavega hafa frambjóðendurnir úðað í okkur nammi og fleygum orðum, en einmitt þessi orð gera það mjög erfitt fyrir mig að ákveða hvaða fólk ég ætla að kjósa. En ég er þó búin að ákveða eitthvað.

Og móðir mín og faðir tóku nýlega hina mjög skynsamlegu ákvörðun um að skella sér til Hollands í viku. Þannig að þau fóru á þriðjudaginn og við Katla erum alveg einar heima! Það er svo frábært!!
En núna verður hins vegar mjög erfitt fyrir mig að læra þar sem ég hef enga sjálfstjórn né löngun til þess að læra, þannig að það verður spennandi að sjá hvernig þetta fer.
Á mánudaginn fórum við 3.B ásamt 3.A upp í Selið (fyrir þá sem vita ekki hvað það er þá er það hús sem MR á), og var það mjög sérstakt. Gerðum frekar leiðinlegt verkefni, en rútuferðin til og frá Hveragerðis var mikið stuð.

Annars hef ég ekki meira að segja núna, er bara frekar sátt við lífið og tilveruna.


Texti dagsins:
Whatever happened to Fay Wray?
That delicate satin draped frame
As it clung to her thigh, how I started to cry
'Cause I wanted to be dressed just the same
Give yourself over to absolute pleasure
Swim the warm waters of sins of the flesh
Erotic nightmares beyond any measure
And sensual daydreams to treasure forever
Can't you just see it.
Don't dream it, be it
Don't dream it, be it


Þetta er frekar kúl. Rocky Horror Picture Show er bara kúl mynd. Og hananú!miðvikudagur, mars 17, 2004

Allamalla, þetta virðist ætla að vera viðburðarrík vika hjá mér.
Mánudagskvöldið var sérstaklega skemmtilegt, þá var okkur 3. bekkingum Lærða Skólans boðið á leikritið Lodd, sem er alveg frábært og skemmtilegt leikrit, og var ég mjög stolt af þeim sem ég þekki sem léku í þessu ;)
Mæli ég eindregið með því að allir skelli sér á þetta.

Svo er grímuballið á morgun, ég get bara hreinlega ekki beðið! Ég var að máta búninginn minn áðan, hann er svo kúl! Þetta verður án efa alveg fáránlega skemmtilegt!! Bara aumingjar sem hafa eitthvað á móti grímuböllum. Og við redduðum okkur fyrirpartýi með hinum ágæta 3.F í dag, og verður það mikið stuð.

Svo má alls ekki gleyma að nefna að litlu sætu sykurmolarnir þau Sigrún og Jósi eiga bæði afmæli á laugardaginn! Ohhhh þau eru svo sæt svo sæt svo sæt svo sæt svo sæt svo sæt og svo sæt og svo sæt.

Og er það bara ég eða er sumarið að koma? Þetta er ótrúlegt. Í 5-mínútnapásunum og hádegishléunum er bara hægt að fara í sólbað!! Draumur í dós segi ég! Góða skapið er komið til að vera!!!
Annars hélt ég fyrirlestur um Meatloaf í dag í íslensku, og hækkaði það held ég ekki álit hans Knúts kennara á mér. Hann kann ekki að meta Meatloaf. Enginn kann að meta Meatloaf! Aumingja Meatloaf.

Svo er ég með sár eftir sög á púlsinum. Eða úlnliðnum. Allavega þá datt sög á púlsinn minn áðan...það hefði getað farið illa. Ég sé heiminn í nýju ljósi núna. Og mig svíður í sárið. Það er stórskemmtilegt.

Æji, hef ekkert meira að tjá mig um. Þegar ég reyni að finna eitthvað koma ekkert nema White Stripes lög (sem eru góð lög) upp í kollinum á mér.Lög dagsins: You've got her in your pocket og Little Acorns með White Stripes

sunnudagur, mars 14, 2004

Enn eitt sunnudagskvöldið. Ekkert að gera. Best að blogga.

Gærdagurinn var æðislegur! Hvorki meira né minna! Mamma og pabbi fóru til Selfoss og ætluðu að gista þar, þannig að við Katla vorum alveg einar heima, og ákváðum þess vegna að fá fólk í heimsókn. Ásrún frænka kom um eftirmiðdaginn með litla bróður sinn og var það voða gaman, við vorum bara að spjalla um vandræði lífsins og þess háttar. Svo þegar tók að kvölda kom hún Vala og stuttu seinna fór Ásrún. Þá var nú kominn tími til að panta pizzu, og það gerðum við. Átum á okkur gat. Svo fór Katla að vinna og við Vala vorum eftir að horfa á Never been kissed, og fengum við mikinn aulahroll í kjölfar þess. Þegar við vorum komnar soldið inn í myndina hringir dyrabjallan, og þá voru það Siddi, Kolli og Helgi. Þeir horfðu svo á restina af myndinni með okkur, og höfðum við gaman af. Seinna bættust þau Sölvi, Malena, Sigrún og Fura í hópinn. Þetta var rosalegt sófapartý, við sátum bara inni í stofu og vorum að spjalla. En þetta var æðislegt sófapartý! Þessir strákar eru með besta húmor í heimi, við hlógum svo mikið!!!
Svo fór fólkið að tínast út (aðallega Fura og Malena samt), en strákarnir fóru ekki fyrr en upp úr hálf þrjú, og Sölvi fór um hálf fjögur-leitið. Sigrún og Vala gistu svo, og við vorum bara að spassast í dag og hafa það voða gaman.
Svona er lífið skemmtilegt stundum.
Við tókum líka nokkrar myndir, og ég læt þær inn þegar ég fæ þær. Talandi um myndir, þá er Vala líka komin með nýja myndasíðu.

Annars hef ég ekkert af viti að segja, nema að ég las í Fréttablaðinu um daginn að það er hreinlega búið að loka BDSM-félaginu. Það er Bindi-, drottnunar- og sadómasó-félagið og var því lokað vegna áhugaleysis. Merkilegt alveg. Kjörorð þeirra eru öryggi, meðvitund og samþykki. Og það er sérstakur Regngalla-hópur þar fyrir fólk sem hefur gaman af því að stunda kynlíf í regngöllum. Í alvöru, þetta stóð í Fréttablaðinu. Ég vissi ekki að það væri til þannig félag hér á landi. Ætli einhver úr félaginu eigi eftir að lesa þetta blogg núna og láta loka síðunni minni? Mér finnst það vera að gerast soldið oft undanfarið.

Allavega, best að hætta þessu.


Shake it shake it.

miðvikudagur, mars 10, 2004

Ég hef ákveðið að búa til lista yfir hluti sem ég elska eða hata. Gáum hvort ég sé ekki meira jákvæð en neikvæð.

Ég elska:
- George Harrison
- Ray Davies
- Freddie Mercury
- Jack White
- Johnny Depp
- Sigrúnu fyrir að lána mér White Stripes - Elephant diskinn (og svo elska ég hana líka bara almennt) ;)
- Alla aðra sem mógðuðust þarna í örskamma stund því að þeir héldu að ég elskaði bara Sigrúnu
- Le sucré
- Herbergið mitt (skrýtið ég veit)
- Sólsetur *væmn*
- Lífið og tilveruna

'Nuff said!

Ég hata hins vegar:
- Lyftur! Hata þær af lífi og sál!!!
- "Eksótískar" pöddur, þ.e pöddur í sterkum litum og með feld eða brodda...
- Vatnsmelónur
- Svona undirförult fólk
- Að hafa ekki stjórn á hlutum (þá meina ég ekki að ég vil stjórna, heldur vita hvað ég er að gera)

Annars hata ég ekki margt annað.
Þetta eru 11 jákvæðir vs. 5 neikvæðir hlutir. Hvað ætli þetta tákni?
Allavega lítur það út fyrir að ég muni pipra, því að þeir karlmenn sem ég elska virðast annaðhvort vera dauðir eða gamlir. Neinei, ég elska líka fullt af ungum mönnum. Eða eitthvað. Jæja, ég held að þetta sé að fara út í smá vitleysu. Annars virðist ég aldrei ætla að læknast af þessari lyftufóbíu minni þar sem lyftur voru það fyrsta sem mér datt í hug þegar ég fór að hugsa um hluti sem ég hata. Svo vil ég allt í einu geðveikt mikið sjá myndina School of Rock!!

Til að bæta enn meiri hamingju in á síðuna ætla ég að setja þessa mynd inn, þetta er mynd sem var tekin í afmælisveislu okkar Kötlu þann 5. des síðastliðinn, og er hún af honum Kolla með uppblásinn frosk á höfðinu. Við skírðum froskinn Kolla. Einnig má sjá Sidda þarna við hliðina á Kolla. Þeir eru svo sææææætiiiiiir!sunnudagur, mars 07, 2004

Jæja. Enn eitt post-helgarbloggið hér á ferð.

Ég fór upp í MH á fimmtudaginn eftir skóla með Aldísi og Jósa, ég verð að segja að það var bara alls ekki sem verst, ég vil gera þetta aftur við tækifæri. Og svo var svo gott veður, þetta var æðislegt, við Aldís vorum að deyja úr sumarskapi, og við fengum okkur einhverja vatnsmelónusleikjóa til að halda upp á það. Annars finnst mér vatnsmelónur vondar.

Á föstudagskvöldið fórum við systurnar svo til Völu og þar vorum við ásamt honum Sidda. Við vorum nú ekki að gera mikið, bara að horfa á sjónvarpið, þ.á.m American Idol. Við það skemmtu Katla og Vala sér alveg soldið harkalega, allavega hlógu þær mjög mikið af einhverri konu með stóran munn.
Laugardagskvöldið var hins vegar soldið litríkt.
Aldís, Malena, Sölvi, Ómar, Saga og Tommi komu í heimsókn og við ákváðum að fara út á leigu. Á leiðinni á leiguna rákumst við á nokkra 6. bekkinga í MR sem buðu okkur inn fyrir, það var víst 20 afmæli í gangi þar. En gaurinn sem hélt upp á afmælið sitt vildi ekkert hafa okkur og rak okkur út aftur. Við héldum þá bara för okkar áfram út á leigu.
En þar var svo allt í einu ákveðið að fara á kaffihús, nánara tiltekið Kaffi Kúltur. Og þangað fórum við þá öll nema Ómar, Katla og Sölvi. Eins og kannski nokkrum hefði dottið í hug þá komumst við ekkert þangað inn. Þá stóðum við í smá stund og biðum eftir Jósa, og þegar hann var kominn þá fórum við að labba í átt að Hlöllabátum þar sem hann Rútur var staddur. Þegar við vorum öll sameinuð ætluðum við að reyna að finna okkur eitthvað að gera. Við löbbuðum heim til Rúts og þaðan komu Aldís, Jósi og Tommi með mér heim að horfa á Cabin Fever. Þegar við komum heim voru Katla, Sölvi, Marta, Þurý og Ómar að horfa á Reservoir Dogs, en þegar sú mynd var búin fóru Sölvi, Marta, Þurý og Ómar en við hin horfðum á Cabin Fever og við Jósi pöntuðum okkur pizzu. Soldið undarlegt að panta pizzu klukkan 2 um nóttina finnst mér.
Og ég hef sagt það fyrr og mun segja það aftur: Cabin Fever er svo fáránlega blóðug og sjúk!!

Jæja, þetta var samt alveg ágætt kvöld þó að við vorum á svona miklu flakki.

Annars held ég ekki að ég sé með einhverjar rosalegar pælingar núna til að krydda upp á þetta blogg með, þannig að ég hætti bara núna og vona að enginn muni deyja við lestur þessarar færslu...


Alltaf jafn miklir sprelligosar, þessir Kinks-menn

Lög helgarinnar: Bron-Y-Aur-Stomp - Led Zeppelin og Plastic Man- Kinks

þriðjudagur, mars 02, 2004

Ef ég væri ekki svona dönnuð og góð, þá mundi ég núna nota næstu línurnar í að bölva og ragna. Sumir spurja kannski "Hví mundi svona prúð stúlka haga sér á þann hátt?". Því skal ég nú svara: VEGNA ÞESS AÐ ÞAÐ ER ÓGEÐSLEGT VEÐUR!!
Þetta hefur bara virkilega áhrif á skapið. Ég hef þurft að þola þetta í allan dag, alveg frá því í morgun og til þegar ég labbaði heim frá Sögu klukkan hálf 7 áðan.
Svo er ég búin að vera að snúast svo mikið í dag. Fór fyrst í aukastærðfræðitíma, svo út í rigninguna að kaupa afmælisgjöf handa Ásrúnu frænku ásamt Kötlu og svo beint til Sögu að gera fáránlega leiðinlegt Hobbita-ensku-verkefni um The Master of Lake-town. Til þess að gera þetta allt betra þá var tölvan hennar Sögu algjörlega í fokki, og okkur tókst varla að gera neitt! Ef Saga hefði ekki gefið mér bæði french toast, súkkulaði og ís, plús sýnt mér litla æðislega sæta frænda sinn sem kom í heimsókn, þá hefði ég barasta hoppað fram af svölunum hennar. Þannig að takk Saga, þú bjargaðir lífi mínu.

Og svo er ég líka veik eiginlega, allavega með svona ótrúlega böggandi veikinda-kvef og þartilheyrandi raddskekkju = röddin mín er asnaleg.

En núna ætla ég að reyna að snúa mér að hinni endalausu hamingju sem á jú að vera kennitákn síðunnar.
Þó að ég hafi lent í þessum ósköpum í dag, þá er ég einhverra hluta vegna samt hamingjusöm innst inni. Ætli ég sé það ekki bara alltaf? Jú það held ég. Höfum það allavega þannig. Takk.


Svona er ég alltaf innst inni

Þunglyndislög dagsins: One of my turns með Pink Floyd og Thoughtless með Korn
Gleðilög dagsins: Perfect Day með Lou Reed og Everybody's gonna be Happy með The Kinks

This page is powered by Blogger. Isn't yours?