<$BlogRSDUrl$>

miðvikudagur, nóvember 08, 2006

Arg, ég er að verða geðveik á þessu kommentakerfisveseni, af hverju sést þetta bara á sumum tölvum?! Hérna á heimilistölvunni sést kommentalinkurinn ekki, en hann sést á öllum Mac-tölvum. Hver kann að laga?

Ég ætla að halda áfram að gera fyrirlestur um Matthías Jochumsson, hann var nú meiri kallinn, þríkvæntur og ég veit ekki hvað. Svo þarf ég að lesa tvær bækur og læra fyrir sögupróf um helgina. Og samt lét ég plata mig til að vinna. Samt bara smá.

Svo er starfsmannasýning á The Grudge 2 um helgina, jaaaaá ég ætla ekki á hana. Ég er allt of hrædd við svona lélegar hryllingsmyndir. Nema Texas Chainsaw Massacre. Ég er ennþá að jafna mig á Dawn of the Dead takk fyrir takk. Ég vil ekki sjá e-a vonda drauga, bara góða, eins og í Ghost, hohoho. Af hverju er alltaf verið að gera svona vondar framhaldsmyndir? Nú er Saw 3 að koma/komin(?). Fólk er víst ælandi í bíó á henni og nú er það Grudge 2. Af hverju ekki Rocky Horror 2? Nei annars, hún yrði örugglega ömurleg, Meatloaf er örugglega sá eini sem fengist til að leika aftur, auk þess sem hann dó í myndinni. Ég mundi vilja sjá Priscilla, Queen of the Desert 2. Hugo Weaving og Guy Pearce sem dragdrottningar á ný.
Ég bíð spennt!

This page is powered by Blogger. Isn't yours?