<$BlogRSDUrl$>

fimmtudagur, maí 27, 2004

Jæja, þá er ég búin að fá einkunnir og skoða próf. Ég er nú missátt við þetta allt saman. En næsta vetur tekur við málabrautin, það verður mikið glens og gaman.
Annars þá held ég að litla frænka mín sé eitt besta barn í heimi. Var að passa hana og bróður hennar um daginn, hún vaknaði, alveg pínulítil, en grét ekki neitt heldur bara brosti. Varð bara rétt að hafa þetta með...
Við Malena og Anna Björt fórum inn í Sævar Karl í dag, og var það mikil lífsreynsla. Þegar við komum inn tóku tveir ef ekki þrír skælbrosandi starfsmenn á móti okkur og töluðu við okkur eins og við værum gamlir vinir þarna öll. Við hlógum nú bara að þessu og löbbuðum niður í kvennafatadeildina. Þar skemmtum við okkur í smá stund við að dást að verðmiðunum á herlegheitunum, og var starfsfólkið þarna niðri líka mjög huggulegt. Svo löbbuðum við upp aftur, og þá tók enn einn starfsmaðurinn okkur á tal og gaf okkur öllum hatta, mjög listræna og merkta honum Sævari Karli. Þá var nú kominn tími til að yfirgefa þessa ágætu búð, og kvaddi starfsfólkið okkur með bros á vör og tilkynnti okkur hvað það hafði verið gaman að sjá okkur. Merkilegt að þau voru ekki pirruð á litlu stelpunum sem höfðu augljóslega ekki efni á einu né neinu þarna inni! Þetta verður maður að gera aftur við tækifæri, hver veit hvað verður verið að gefa þarna þá?
Já, þá er þetta bara komið...

laugardagur, maí 22, 2004

Jæja, núna er þessi ágæta tjaldferð búin.
Hún byrjaði nú alveg ágætlega, það var fín stemmning í rútunni, en þegar það var komið á staðinn þá þurfti maður að tjalda. Það er ekki sniðugt að tjalda í rigningu. Ég, Fura og Sigrún vorum allavega að glíma við tjaldið okkar á meðan Sölvi sem var fingurbrotinn gat ekkert gert. Hins vegar var hann Tommi G svo góður að hjálpa okkur. Þannig að eftir að við byrjuðum tvisvar sinnum upp á nýtt með tjaldið tókst okkur að koma tjaldinu upp, og reyndist þetta vera hið fínasta tjald, og eitt af þeim fáu tjöldum á staðnum sem lak ekki. Svo fór restin af deginum í að labba um og skoða Selfoss sem jú hefur upp á margt að bjóða. Um kvöldmatarleitið voru mörg tjöld orðin gegnblaut og fólk ekki nógu sátt með það. Þá fórum við bekkjarsystkynin sem voru á staðnum plús okkar gestir á KFC (sem er ekki góður staður), og tókst okkur að verða mjög blaut á leiðinni þangað. Seinna löbbuðum við á eina kaffihúsið í bænum og vorum þar þangað til við vorum rekin út svona upp úr klukkan 9. Þá löbbuðum við til baka á tjaldstæðið, þar sem fólk var orðið frekar ölvað. Þar sem það var mjög mikil rigning, og margir ekki í góðu skapi voru nokkrir sem ákváðu að fara heim, og við Sigrún og Fura fórum bara inn í tjaldið okkar og vorum þar það sem eftir var af tímanum. Seinna komu þeir Tommi G, Tommi A og Gunni til okkar, og þar sem tjaldið þeirra var orðið ónýtt fengu þeir leyfi til að gista hjá okkur Sigrúnu, vegna þess að hún Fura ætlaði að gista hjá sínum heittelskaða.
Þegar við vorum öll komin inn og ofan í svefnpkana kom mikill svefngalsi í strákana, og skemmtu þeir okkur Sigrúnu í marga klukkutíma með söng, svefnpokalirfu- og rúlluleiknum. Við hefðum varla getað óskað eftir betri skemmtun. En hlátursveinin í okkur drógu hann Gest að, sem var illa drukkinn og mjög pirrandi. Allavega kom hann og vinur hans inn með drulluga skó og sígarettu, sem hann Gestur var svo vænn að slökkva á með tungunni. Á endanum tókst okkur þó að koma þeim út, en honum Gunna fannst þeir mjög skemmtilegir og í kjölfarið komu þeir tvisvar sinnum inn í viðbót. Um fjögurleitið sofnðuðum við öll, en þegar klukkan var að detta í 5 vöknuðum við við það að einhverjir gaurar frá Selfossi komu inn og buðu okkur Egils greip. Það fannst mér pirrandi, og rak ég þá út. Svo vöknuðum við í morgun, köld en þurr, og var stutt í að rútan kæmi. Þá fórum við abra að gera okkur til og okkur tókst að pakka saman dótinu okkar og tjaldinu án óhappa, og loksins sátum við í rútunni á leiðinni heim, blaut, þreytt en alveg ágætlega sátt við þessa frekar ömurlegu ferð.
Núna er ég hins vegar alveg nokkurn veginn búin að ná mér eftir þetta, en ég er mjög þreytt og örugglega pínu veik eftir að vera blaut í fæturna næstum alla ferðina. En ég er glöð í hjartanu.

Hápunktur ferðarinnar: Gunni, Tommi A og Tommi G að syngja "I want it that way" með Backstreet Boys og "Lucky" með Britney.

Leiðindi ferðarinnar: Sveitta stemmningin og þessi ógeðslega, ljóta, blauta rigning!

miðvikudagur, maí 19, 2004

Ó já, mér líkar þetta! Prófin eru búin. Enda kominn tími til. Ég var farin að vera mjög bitur út í MH-ingana og annað fólk.
Í dag var frönskuprófið, og síðasta prófið, þar gekk mér held ég bara ágætlega. Núna er maður eiginlega komin í sumarfrí. Hún Aldís tók til nokkra gullmola frá skólaárinu liðna, ég mæli með að áhugasamir skoði þá hér.
Annars á ég eftir að halda upp á daginn, er að reyna að finna mér eitthvað skemmtilegt að gera í kvöld. Í dag kom hún Vala bara með mér heim og við horfum á Battle Royale. Eða ég er ekki alveg búin að horfa á hana, ég ákvað að taka mér smá pásu þegar það var liðinn pínu meira en klukkutími og e-r stelpa hafði nýlokið við að æla blóði og deyja. Þetta er svo gróf mynd. Samt skemmtileg.
Allavega, ég hef ekkert meira að segja...


mánudagur, maí 17, 2004

Jájá, Júróvisjon komið og farið. Einnig var teiti hjá henni Völu. Það var nú alveg mjög fínt, alltaf gaman af mjög fullu fólki. Ennþá skemmtilegra að hjóla heim í rigningu. Vala tók fullt af myndum, gaman að skoða.

Ég verð líka að bæta inn að keppnin í ár var ekki alveg nógu góð, allavega ekki miðað við í fyrra. Samt er ég sátt með úrslitin, en ég hélt nú samt með framlagi Grikklands. Gaur í flegnum magabol og low-cut gallabuxum á skilið að vinna Eurovision!
Og af hverju er ég ekki að læra frönsku...?

miðvikudagur, maí 12, 2004

Jæja, ég varð að gefast upp á Bítlablogginu, þar sem stafirnir voru allt of mikið í fokki, og myndin var horfin. Cum og klám og einhver viðbjóður.

Finn bara nýtt útlit seinna. Læt þetta duga í bili, því núna ætlum við Sigrún og Aldís að horfa á Hard Day's Night.


Þetta eru sexí tíkur...eða Flock of Seagulls. Er búin að vera með lag með þeim á heilanum síðustu viku. Ég vil að Sölvi fái sér hár eins og gaurinn í bleika dótinu.

laugardagur, maí 01, 2004



Já, þetta erum við Saga á meðan allt lék í lyndi og við vorum ekki byrjaðar í prófunum. En núna er komið annað hljóð í strokkinn og ég læri og læri og læri og læri. En merkilegt nokk hef ég alltaf tíma til að blogga svona á kvöldin. En ok, ég er líka búin að vera að stærðfræðast næstum því síðan klukkan 9 í morgun. En hvernig stendur þá á því að ég kann ekki neitt í þessari námsgrein? Og mér leiðist svo, hef skoðað allt sem má skoða á netinu þrisvar sinnum í kvöld.
Nú finnst mér barasta að prófin ættu að vera búin og þá ætti að vera komið að tjaldferðinni góðu. Ég sé fram á mikla gleði þar. Jæja, segjum þetta gott í bili.

Hlustið á: Eins mörg lög og þið getið með Simon & Garfunkel. Ég mæli sterklega með The Boxer, Sound of Silence, El Condor Pasa, Homeward Bound, Dangling Conversation og eins og ég sagði áður, For Emily, whenever I may find her.

This page is powered by Blogger. Isn't yours?