<$BlogRSDUrl$>

fimmtudagur, nóvember 27, 2003

Jeij hvað það er kominn mikill snjór. Fallegi, fallegi jólsasnjór. Þetta er sko ekta snjór, ekki eitthvað rusl!
En núna get ég reyndar ekki hjólað í skólann lengur, en ég fann þó gott ráð, ef ég fer í All Stars skóna mína þá get ég SKAUTAÐ í skólann ;)

Í gær fóru svo ég, Jósi, Sigrún, Vala, Aldís, Sölvi og Brynjar í Cösu að horfa á mynd sem var verið að sýna þar, og hún hét A Nightmare before Christmas. Hún var mjög súr, en alveg ágæt samt.
Annars er ég bara að reyna að byrja að læra fyrir vetrarprófin (ég neita að kalla þetta jólapróf, það á ekki að misnota orðið jól og nota það með orðinu próf!) en ég hef barasta engan sjálfsaga!! Ég les alltaf smá og hætti svo bara. Ég er bara svo mikill Epíkúristi :P

Hey já í gær kom Aldís með mér heim, og við horfðum á X-men 2. Ég sem var farin að halda að mér væri ekki ætlað að horfa á þessa mynd. Allavega veit ég að mér er ekki ætlað að sjá Kill Bill, allavega ekki í bíó...
En já X-men var alveg ágæt sko.

Svo vil ég benda á að lag dagsins er Wild Boys með Duran Duran! Partay!!

mánudagur, nóvember 24, 2003

Mér leiðist núna. Og hvað er þá betra að gera en að blogga?
Í dag var eðlisfræðipróf, ég var búin að vera að deyja úr stressi en svo var þetta svo fáránlega létt!! Og Guðbjartur var búinn að segja að þetta yrði sko ekkert djókpróf. Mér finnst ekkert fallegt að hræða nemendurna svona. En ég er bara rosa ánægð með hvað þetta var létt próf samt!

En svo eru bara jólin og afmælið mitt að nálgast óðfluga eins og óð fluga *topphúmor*
Það er soldið kúl að eiga afmæli í jólamánuðinum. Svo höldum við Katla svo fallegt afmælisboð, þar verður margt um manninn og ég hlakka tiiiiiil!

Annars horfði ég á Rocky Horror í gær, þetta er svo góð mynd, ég elska hana af öllu hjarta!!! Faðir minn horfði á hana með mér og við vorum alveg að missa okkur, þessi mynd er svo góð!! En það er kannski best fyrir mig að byrja ekki að tala of mikið um þetta, því að það gæti orðið erfitt að stoppa, og þá yrði þetta svona endalaust, leiðinlegt blogg.

Hey já ég var geðveikt dugleg í dag, ég bjó til dönskuverkefni handa þessum yndislega bekk mínum. Nú vona ég bara að það henti Þyri Kap. Eða kannski er það ekki nógu gott, kannski verð ég látin gera það aftur því að ég fylgdi ekki nákvæmum verkefna-búatils-reglum Danmerkurskólans!!! Það væri ekki ólíkt henni Þyri Kap...

En núna er ég alveg búin að tjá mig nóg í bili, segjum það allavega. Sæl að sinni.

laugardagur, nóvember 22, 2003

Jeij ég er loksins komin með nýtt kommentakerfi! Reyndar eyddust öll gömlu kommentin í kjölfarið en það reddast nú...
Ég er núna hjá Sigrúnu, við vorum að læra áðan, en fundum samt nóg af tíma til að baka súkkulaðiköku ;) Ég ætla svo að gista hjá henni í nótt, rosa mikið stuð. Reyndar er hún að æfa sig á píanóið núna þannig að ég er bara að dunda mér á netinu á meðan. En partýið byrjar núna á eftir, ég finn það á mér!
En ég hef ekkert meira að skrifa um núna þannig að ég er hætt.


miðvikudagur, nóvember 19, 2003

Vá það rúlar að vera stelpa stundum! Við Sigrún og Fura vorum í 10/11, og þær stúlkurnar ætluðu að kaupa sér eitthvað með sykri, en þær gátu ómögulega ákveðið sig hvað þær vildu. Þá barasta gaf afgreiðslukallinn okkur Pringles með ostabragði. Ég hafði aldrei smakkað það áður, en það var frekar gott sko. Mæli bara með því.
En ég mæli líka með myndinni The Rocky Horror Picture Show. Það er bara ólýsanlega góð mynd!! Þeir sem hafa þekkt mig lengi vita af ástríðu minni fyrir þessari mynd, en hún er bara virkilega góð! Hey ég veit hvað má gefa mér í afmælisgjöf *hóst*5. des*hóst*
Já það má sem sagt gefa mér Rocky Horror bol. Það væri snilld að labba um í bol með Frank N. Furter á!!
Hey svo var líka stærðfræðiprófið í dag. Mér hefur aldrei gengið betur í stærðfræðipófi áður!!! Jeij!! Bíð spennt eftir einkunn.
Núna er ég hætt í bili...kveð ykkur lesendurna í mjög góðu skapi! :D

sunnudagur, nóvember 16, 2003

Úff þetta er búið að vera rosa erfið helgi hjá mér. Var í stærðfræðitíma beint eftir skóla á föstudaginn, svo lærði ég eitthvað þegar ég kom heim, en til allrar hamingju kom Fura til mín um kvöldið þannig að ég fékk smá skemmtun.
Svo á laugardaginn þá gerði ég meiri stærðfræði, Fura hringdi reyndar í mig til að fá mig á þetta fótboltamót og hvetja bekkjarbræður okkar til dáða, en ég barasta hafði ekki tíma, sem mér finnst mjög leiðinlegt. En svo fórum við Katla, Signý, Malena, Jósi, Vala og Sigrún til Aldísar sem var ein heima allt kvöldið að passa. Þar horfðum við á Breakfast Club, Monster's Ball og Gladiator, einnig var spilað á hljóðfæri og spilað Gettu Betur spilið. Auðvitað voru teknar myndir, þær má nálgast með því að fara á síðuna hennar Aldísar.
Svo í dag var ég vakin klukkan 10:15 og fór svona hægt og rólega á fætur. Svo fór ég að læra, og er eiginlega búin að vera að gera það í allann dag, en er hætt því núna, er bara að tjilla og hlusta á Help! með Bítlunum, sem er of frábær diskur!! Svona er lífið nú erfitt.fimmtudagur, nóvember 13, 2003

Já, ég ákvað að gera eins og Saga og skella einu svona prófi á bloggið. Voða gaman.

yellow
Your soul is bound to the Yellow Rose: The
Gentle.

"I've travelled through the land of
surrender and seen it all. I throw my heart
out and keep my head up, and now I travel
through the land of peace."


The Yellow Rose is associated with friendship,
intuition, and fun. It is governed by the
goddess Hestia and its sign is The Intertwined
Rings, or True Friendship.

As a Yellow Rose, you always look out for your
friends. You would much rather have strong
ties with friends than a single tie with a
lover and your devotion to your friends is
clear. You may have great intuition and be
able to read emotions clearly, but sometimes
you can seem distant yourself.


What Rose Is Your Soul Bound To?
brought to you by Quizilla


Annars hef ég bara ekkert að segja, ég er svo dauð úr prófum og svona. Tók rosa mikið átak og er búin að vera að læra eiginlega alla daga og öll kvöld þessa vikuna.
Sigrún kom heim með mér í dag og við horfðum á Cats. Besti söngleikur allra tíma! Annars var ég að hlusta á lögin úr Joseph and the amazing technicolor Dreamcoat, ég læt þann söngleik fá fallegt annað sæti.
En þar sem það eina sem ég hef að tjá mig um núna eru söngleikir, þá hætti ég bara núna.sunnudagur, nóvember 09, 2003

Sunnudagur...dagur lærdóms og leiðinda. Nema dagurinn í­ dag er svosem búinn að vera ágætur, samt er ég búin að vera að læra fyrir söguprófið alveg sí­ðan ég fór á fætur (sem var um svona 12-leitið). En núna er ég búin að lesa og er hér í­ smá pásu.

Það var rosa mikið stuð um helgina, á föstudaginn var hryllingsmyndakvöld hjá Malenu, þar var margt um manninn og mikið af nammi, pizzu og öllu tilheyrandi. Við horfðum á American Psycho og svo The Hole. Svo fórum við Saga, Sigrún og Ómar og þá skilst mér að það var horft á The Shining. Aldí­s tók náttúrulega fullt af myndum.
Svo í­ gærkvöldi þá fórum við Katla og Signý til Völu og þaðan til Jósa. Svo kom Aldís stuttu seinna og við vorum bara í­ góðu tjilli. Ég og Signý vorum í­ hörkubattli í­ Tekken Tag. Svo hætti það að virka og ég sýndi listir mí­nar í­ Crazy Taxi. Þá komu Rútur og vinur hans Jói. Við fórum út að labba og löbbuðum upp að Perlunni og þaðan í­ Keiluhöllina. Við vorum komin þangað svona um miðnætti og það var fullt af fólki þar. Við Jósi skelltum okkur í þythokkí­ og líka Aldí­s og Vala en Rútur og Jói fóru í­ pool eða billjard eða hvað það nú heitir. Katla og Signý voru bara áhorfendur. Iss. En allavega fóru þær nú eftir skamma stund og stuttu seinna fóru Rútur og Jói lí­ka. Við hin héldum bara áfram í þythokkí­ og svona. En svona 01:15 fórum við lí­ka. Þá löbbuðum við upp í­ Shell og fórum svo niður að Ráðhúsinu að hitta Kötlu og Signýju.
Og þá var kvöldið bara búið þar sem að við Katla og Signý fórum heim en hin fóru á Nonnabita eða eitthvað. Við vorum komnar heim svona upp úr tvö. Gaman gaman.

Svo í­ dag er ég sem sagt bara búin að vera að læra. Þarf eiginlega að halda því áfram núna held ég.

PS: ég er barasta orðin USA free núna, samt er ég ekki mikill dissari eins og ég hef sagt þannig að við sjáum bara hvernig þetta verður...miðvikudagur, nóvember 05, 2003

Voðalega er ég dauð stundum...
Eins og núna, þá hef ég ekkert að gera. Var að horfa á mynd áðan, hún er með Wesley Snipes, Patrick Swayze og John Leguizamo. Þeir léku drag-drottningar og myndin hét To Wong Foo, thanks for everything, Julie Newmar. Það er bull titill en myndin er svosem ágæt. Fannst nú samt Blade, Dirty Dancing og Moulin Rouge betri (þar sem einn af þeim leikur í hverri mynd).

En í kvöld eru svo tónleikarnir í MR þar sem Kolli og hljómsveitarfélagar hans, TheAskTheWaiters munu koma fram. Það verður mikið partý og ég veit að þeir munu standa sig voða vel. Í auglýsingunni stóð að þeir væru Led Zeppelin koverhljómsveit, ekki man ég eftir að hafa heyrt þá segja það, en þeir gætu kannski tekið nokkur þannig lög. Það mundi allavega ekki skaða.

En tónleikarnir verða auðvitað ekki allt kvöldið vegna Verzlóballsins í MH, þannig að ég þarf að finna mér eitthvað meira að gera í kvöld.
Ég er þá farin að sinna því.mánudagur, nóvember 03, 2003

Gleði! Ég komst að því hvað fyndna lagið sem ég skrifaði um síðast heitir. Það heitir You don't love me anymore og er sungið af Weird Al Yankovic. Þetta er sko lag næstu vikna!

En annars hef ég aðallega bara Monty Python maraþonið að skrifa um og má segja um það að það vakti mikla lukku. Það má sjá á myndunum sem Vala tók. Það var líka slatti af fólki, auk þeirra sem ég nefndi í blogginu hér fyrir neðan þá komu Aldís, Rútur, Lóa, Gummi og Jói í óvænta heimsókn auk þess sem Marta og Kolli ákváðu að heiðra okkur með nærveru sinni. Við horfðum á Life of Brian, The meaning of life og The quest for the Holy Grail. Fjöhöhöhör. Svo var líka spilað á gítar og sungið og spjallað og etið.
Við Katla gistum svo hjá Völu, við fórum samt ekki að sofa fyrr en klukkan 5 þannig að við vorum frekar þreyttar daginn eftir.

Svo finnst mér að ég ætti að benda á mjög fyndið orð. Það er orðið taðskegglingur. Það þýðir víst maður sem eigi vex skegg. Það finnst mér fyndið...
Svo vil ég líka benda á gott lag sem var spilað mikið á árshátíðinni (samt ekki af Pöpunum). Lagið heitir Blister in the sun og er sungið af Violent Femmes. Þetta kenndi Sigrún mér.
Þetta var allt sem mér lá á hjarta í bili.laugardagur, nóvember 01, 2003

Úff í gær gerði ég soldið svaðalegt, sem var reyndar tímabært að ég gerði. Ég horfði á The Shining. Alltaf heyrir maður fólk *hóst*Sölvi*hóst* vera að tala um rosalegar senur úr þessari mynd, og maður situr bara er hefur ekkert hugmynd um hvað verið er að tala um.

En allavega já, þá komu Saga og Sigrún til mín í gær og við vorum svona að reyna að finna okkur eitthvað sniðugt á gera á meðan við vorum inni hjá mér að dást að hjartaseríunni minni og skoða myndir á netinu. Svo urðum við sammála um að fara niður í videóleigu og finna okkur einhverja mynd. Eftir dágóða stund vorum við að skoða dvd-myndirnar og rákumst þá á The Shining. Þar sem engin okkar hafði séð hana ákváðum við bara að skella okkur á smá hrollvekju á föstudagskvöldi.
Við komum svo heim og settum myndina í og fengum okkur popp og þannig fíneri. Og svo urðum við svo hræddar að það var ekki fyndið! Þessi mynd er svo hræðileg! Sko hún er ógeðslega góð en maður verður svo hræddur! Við lágum þarna í einni kös og Sigrún hélt fyrir augun og Saga hélt dauðahaldi í löppina á mér. Þetta var svo krípalegur krakki sem labbaði um með hníf segjandi "Redrum redrum...".
En þetta var úrvalsafþreying á svona dimmu vetrarkvöldi.
Núna hef ég örugglega glatt alla með nákvæmri lýsingu á gærkvöldinu, það er nú gott.
Í kvöld fer ég svo til Völu, þar mun eiga sér stað Monty Python maraþon. Það verður mikið stuð. Ég er samt ekki alveg viss hverjir koma, allavega Vala, Sölvi, Brynjar, ég, Sigrún, Fura og Skorri og Ómar og Jósi líka held ég. Svo kemur örugglega líka fleira Hlíðapakk. Og svo koma auðvitað Elísabet Hugrún og Hildur Kristín sem varla á neinn hátt eru Hlíðapakk. Parteeeey.

Hahahahaha, ég er að hlusta á Radío Reykjavík, það er verið að spila svo fyndið lag! "Honey you're still the light of my life, what are you doing with that knife? Could you tell me why you poison my coffee a little every day, and what is that snake doing in my underwear drawer? You slammed my face on the barbeque, now the scars have healed but my heart never will. I got this feeling you don't love me anymore."
HAHAHAHAHA! Sigrún veit örugglega hvað lag þetta er. Ef einhver veit hvaða lag þetta er þá endilega látið mig vita. Og svo söng maðurinn þetta voða innilega og heartbroken. Jæja, ég er nú hætt þessu bulli.This page is powered by Blogger. Isn't yours?