<$BlogRSDUrl$>

föstudagur, apríl 30, 2004


What Beatle are you?

Paul McCartney

You have a soft heart. You love animals, nature & quiet evenings with good friends.

Personality Test Results

Click Here to Take This Quiz
Brought to you by YouThink.com quizzes and personality tests.Já, hann Paul er mikill töffari. En Goggi var samt sætasti Bítillinn. Og hann samdi svo falleg lög. Mér finnst að Paul ætti að koma til Íslands, og styð ég gaurana sem eru að reyna að fá hann hingað.

Annars var fyrsta vorpróf mitt í MR í dag. Íslensk ritgerð. Gaman. Ég er sátt með hvernig ég endaði ritgerðina. Vona bara að kallinn sem fer yfir þetta verði sammála. Svo fer öll, ÖLL helgin í stærðfræðilærdóm. Get ekki beðið...

þriðjudagur, apríl 27, 2004

Jæja, núna er prófstressið farið að sýna sig og dagarnir hræðilegu sem innihalda fátt annað en lærdóm komnir. En núna, eftir að hafa ownað smá stærðfræði, get ég bloggað. Ég mun þó ekki gera mikið af því núna næstu tvær vikur eða svo.
Hins vegar hef ég komist að því að bókasafn skólans, Íþaka, er afar hentugt til lærdóms. Allavega þar sem nágranni minn komst að því að honum (eða jafnvel henni, nú veit ég ekki) finnst alveg ólýsanlega skemmtilegt að bora í veginn dag og nótt, og stafar af því mikill hávaði.
Nú, þá flýr maður bara niður í skóla og lærir þar í góðra vina hópi. Í dag vorum við Vigdís, Áslaug og frænka hennar Áslaugar, hún Ásgerður úr A-bekknum, að læra margt skemmtilegt, og komst ég einnig að leyndardómum aðgerðarinnar "Activate infa-red" á símanum mínum með hjálp Ásgerðar.
Svo er þetta mál með að fá sér vinnu. Hef sótt um á nokkrum stöðum, en hef þó ekkert svar fengið ennþá. Ég bíð spennt.
Ég er samt ennþá meira spennt yfir þessari tjaldferð sem við 3. bekkingarnir (og gestir) förum í 21. maí. Það verður GAMAN!

Jæja, annars er þetta bara gott í bili held ég. Skemmtið ykkur við próflesturinn börnin góð og hlustiði á þetta lag til þess að róa taugarnar ef prófkvíðinn verður of mikill: Lagið er sem sagt For Emily, whenever I may find her, og er sungið af þeim félögum Simon & Garfunkel.

miðvikudagur, apríl 21, 2004

Nú andar suðrið sæla vindum þýðum, kýrnar leika við hvurn sinn fingur og ástin streymir úr hjörtunum. Nú kynnu lesendur að spyrja sig: "Já, er þetta ekki bara vorið?" En nei, ástæðan er sú að BLOGGIÐ HENNAR HILDAR ER ORÐIÐ FALLEGT! vú hú, hipp hopp og húrra! Sigrún hjálpaði henni líka soldið.

sunnudagur, apríl 18, 2004

Ég er ósátt...hef tvær ástæður til þess:

1) Fólk er hætt að kommenta.
2) Það er leiðinlegt að læra, en ég verð.

Annars var ég áðan úti í Nóatúni með mömmu, þar sáum við Vigdísi Finnbogadóttur, og hún heilsaði mömmu (úje, þær þekkjast), og svo sagði hún við konuna sem hún var með að ég væri "framtíðarkona". Það hefur hún væntanlega sagt vegna þess að ég var í MR-peysunni minni ;)
Svo sá ég sætan strák í Nóatúninu...það er alltaf gaman. Þetta er í fjórða skipti sem ég sé hann :P


miðvikudagur, apríl 14, 2004

Næsta skref mitt sem bloggari verður að breyta um útlit á síðunni. Geri það eitt kvöldið þegar ég hef ekkert að gera.

Skemmtilegt samtal sem átti sér stað um daginn:
Ómar (við Völu): Það er cum á pizzunni þinni.
Vala: Ó en ljúft, ég ætla að borða það.
Ég: Hahahahahahaha! o.s.frv.

Gott diss: "Ég mundi ekki einu sinni éta þig" eða "Ef þú mundir deyja þá mundi ég ekki einu sinni éta þig!"

Hver mundi nokkurn tíma ná sér eftir svona feis?

Lag dagsins: Vera með Pink Floyd

mánudagur, apríl 12, 2004

Jæja, páskafríið að vera búið, og ég er ekkert búin að læra!! Hvert fór sjálfsaginn sem ég ætlaði að hafa núna um páskana?
Ég á eftir að gjalda fyrir leti mína, ég veit það...

Annars var ég að velta því fyrir mér hvort ég eigi að búa til svona vinasíðu? Mundu ekki allir gleðjast ef ég mundi skrifa eitthvað fallegt um alla sem eru mér kærir?
Látiði mig vita...

Svo var hann Siddi kallinn að byrja að blogga núna um daginn. Hvet alla til að skoða það.

Ég horfði á American Pie 3 í dag, og ég verð nú að segja að það hefði alveg eins mátt sleppa að gera þessa mynd. Aðeins og mikið rugl. Fyrsta myndin var bara fyndin, önnur myndin var svona jájá hví ekki, en þessi er bara asnaleg. Fólkið þarna á bak við myndirnar hefðu nú bara átt að hætta á toppnum...eða eitthvað.
Horfði svo líka á myndina 100 Girls, og sú mynd var miklu skárri. Þó þetta sé engin stórmynd, þá finnst mér pælingarnar í henni vera nokkuð góðar, þó þetta sé bara svona ódýr unglingamynd. En hún er bara unglingamynd sem inniheldur ekki asnalegheit eins og American Pie. Þessi er miklu...ömm...rökréttari.
Allavega, þetta er svona mynd um samskipti kynjanna, og ég held að þetta séu réttar pælingar. Held bara að allir hefðu gott af því að horfa á þessa mynd.

Ég hef annars ekkert að segja núna, kannski seinna...

föstudagur, apríl 09, 2004

Já, ég fór á Sugababestónleikana. En ég gerði það í góðu flippi.
Það vildi þannig til að hún Saga reddaði mér, Aldísi, Sigrúnu og vini sínum sem heitir Leifur vinnu með sér á þessum tónleikum.
Þetta var svosem voða lítil vinna, við áttum bara að reyna að þola litlu *insert very bad language here* gelgjurnar eins lengi og við gátum, gefa þeim penna og úr og minna alla á að "Náman hljómar vel" eða segja bara "Landsbankinn". En ég verð nú bara að segja fokk fokk og ríða!! Aldrei á ævi minni hef ég séð svona samansafn af litlum, frekum gelgjupíkum! Þær voru alls staðar. En við hverju var að búast á Sugababestónleikum?

Svo fengu Aldís og saga frímiða þannig að Siddi, Jósi, Vala, Katla og Anna Björt fóru með okkur á tónleikana. Þannig að þarna vorum við nokkur ungmenni að reyna að skemmta okkur smá innan um litlu stelpurnar, en það var ekki alveg að takast. Þetta voru vondir, vondir tónleikar. Þær voru bara eitthvað að dilla sér og vinka áhorfendunum, annars ekkert.
En við fengum þó sjálfýsandi úr út úr þessu (og við sem vorum að vinna þarna fengum einstaklega fallegan, skærbleikan stuttermabol með áletruninni "Sugababes" framan á).
En þessar stelpur kunna bara enga sviðsframkomu. Eintómir stjörnustælar. Ég prísa mig sæla fyrir að vera ekki ein af þeim sem borgaði fyrir að horfa á þær í varla klukkutíma!

Annars er bara ennþá páskafrí. Partay-time!!

Lag dagsins: Ramble on með Led Zeppelin. Góða, góða lag!!!

þriðjudagur, apríl 06, 2004

Sólin er komin! Hamingjan fylgir með. Reyndar var hamingjan hér fyrir.
Er ekki frábært að vera til? Páskafrí. Gott veður. Gleði.
Ég segi bara eins og nágranni minn:

Sól. Úti, inni, í hjarta, í sinni.
Lag dagsins: Here Comes the Sun - Bítlarnir
PS: Nýjar myndir komnar hjá Völu og ég bætti við myndasíðunni hennar Sigrúnar. Gott stöff.


föstudagur, apríl 02, 2004

Já, núna er páskafríið komið. Partý? Nei ég held ekki. Mest lærdómur...hvert fór páskafríið sem maður fór í í gamla daga? Þá var bara afslöppun alla daga. Og súkkulaðiát.

Dagurinn í dag var annars viðburðaríkur.
Í morgun var efnafræðipróf, ég ownaði það btw, og það kom einhver kennari til að sitja yfir okkur í staðinn fyrir Guðbjart, því hann var víst í fríi. En þegar prófið átti að byrja þá kom einhver kall inn í stofuna til okkar, fór að kalla nokkra menn þar inni homma, og sagðist ætla að kenna okkur. Þá flippar kennarinn sem kom fyrst, öskrar á kallinn sem kom inn að drulla sér út, og tilkynnir honum að hann angi af etanóli og sé blindfullur. Kallin hypjar sig í kjölfarið...
Seinna kemur í ljós að þessi óvænti gestur var bara einhver random róni sem hafði labbað inn í MR og ákveðið að kenna. Sniðugt.
Svo í dag um svona eitt-leytið þá vorum við bekkjarsystkinin í hinum nýja "sögu"-leik okkar. Ég ætla ekki að fara mikið í leikreglurnar, en í grófum dráttum á að grípa MJÖG harðan skopparabolta. Við erum sem sagt í þessum leik, og einhver af strákunum kastar boltanum, sem lendir svona fáránlega fast á puttunum á mér. Þó það sé skrýtið, þá verð ég að segja að ég hef aldrei upplifað eins mikinn sársauka. Ég staulaðist inn í stofuna okkar, þar sem Aldís og Jósi litu á hendina mína og sögðu mér að taka af mér hringana. Ég geri það, en að því loknu þá man ég ekkert hvað gerðist meira.
Ég man bara að allt í einu stendur Aldís yfir mér, og fullt af öðru fólki, og ég kemst að því að það leið hreinlega yfir mig!
Ó já gott fólk, það leið yfir mig af sársauka!!! Það er fökt öpp!
Það hefur aldrei liðið yfir mig áður, ég hef alltaf verið við hestaheilsu!! Stórmerkilegt alveg. Og í kjölfar þessa er ég mjög ónýt núna, en er samt svona öll að ná mér.

En jæja, þetta var allt í bili.

This page is powered by Blogger. Isn't yours?