<$BlogRSDUrl$>

fimmtudagur, október 30, 2003

Urr og ojbarasta!! Kommentakerfið mitt er núna virkilega mikið í fokki, það er bara hætt að virka. Það mislíkar mér!
Ég var annars að lesa nýjasta bloggið hennar Sigrúnar áðan, það fannst mér skemmtilegt og gladdi það hjarta mitt. Ég las líka nokkur önnur blogg og verð ég að segja að hún er mikill bloggari.
Við Sigrún fórum svo ásamt Jósa, Ómari, Aldísi, Tinnu og Malenu eftir skóla að labba Laugarveginn í dag. Reyndar fórum við Sigrún á kaffihúsið í Mál og Menningu þar sem við ætluðum að læra frönsku, og hin héldu bara áfram ferð sinni upp Laugarveginn. Ómar kom með okkur á kaffihúsið en hætti svo allt í einu við og fór til hinna. Það var flott hjá honum því að það var ólíft á þessu kaffihúsi. Þannig að við fórum bara fljótlega. Svo labbaði ég bara rólega heim í þessum hryllilega kulda, en það var samt huggulegt vegna þess að það var snjór. En þegar ég var að labba þá tók ég allt í einu eftir því að tveir MH-ingar veittu mér eftirför. Ég var um það bil að setja mig í anti-nauðgara stellinguna mína þegar þeir skyndilega hurfu inn í þröngt húsasund. Þetta fannst mér bara rétt að ég ætti að hafa með til að sýna að ég hef fulla stjórn á hinu margrómaða röff töff attitude. En núna er Sex & the City. Ég er farin að horfa.miðvikudagur, október 29, 2003

Vá, dagurinn í dag er búinn að vera svo rosa rólegur hjá mér. Ég bara fór heim, lærði (sem var reyndar mjög leiðinlegt) og svo var ég bara ein heima í rólegheitunum.
Annars kláraði ég dönskubókina Min ven Thomas í gærkvöldi, hún var svo sorgleg, ég táraðist alveg! Núna þarf ég þá að drífa mig að finna nýja bók, annars hef ég ekkert að gera í þessum déskotans dönskutímum hjá þessari konu sem hatar mig.
En jeij, ég er búin að gera myndasíðu. Hana má nálgast hér eða með því að ýta á linkinn hér til hægri. Reyndar eru ekki það margar myndir komnar en ég bæti bara við þegar ég finn fleiri.
Svo amar eitthvað að kommenta-teljaranum mínum, því að hann sýnir bandvitlausar tölur.
En ég laga það seinna, því að núna ætla ég bara að halda áfram þessari afslöppun...þriðjudagur, október 28, 2003

Jöah! Ég er loksins loksins komin með netið heima! *gleði*
Ég fékk það í gær en bloggaði ekki vegna þess að ég var með sár á sálinni eftir ógeðslegar myndir og myndbönd sem við þurftum að horfa á í­ lí­fsleikni. Það var svo ógeðslegt! Allt Jósa að kenna að ég sá einhverja mynd af rifnum hálsi. En annars þá lærði ég bara fyrir þetta sögupróf, fór svo í­ það í­ dag og ég er ósátt!
Hann vildi að við skrifuðum þrjár ritgerðaspurningar sem áttu að vera 1 bls. hver (í­ mesta lagi) og fullt af skilgreiningum á 40 mí­nútum! Brjálaði kall! Ég var að skrifa ritgerð nr. 2 þegar tí­minn var hálfnaður, og ég var alls ekki búin þegar tí­minn var að klárast þannig að ég var að deyja úr stressi. En jæja, snúum okkur nú að jákvæðni dagsins.
Hmmm...ég er að tala við Völu á msn, það er rosa gaman, hún er eins og alltaf full af góðu skapi og gleði. Ég ætla að kjósa að kalla þetta smjaður dagsins. En það er bara ekkert meira að gerast núna, ég læt þetta þá bara gott heita í­ bili.föstudagur, október 24, 2003

Jæja núna geta allir tekið gleði sína á ný, því að ég blogga. Allavega veit ég að Aldís mun gleðjast! En ég hef þó afsökun, ég þjáist af netleysi heima hjá mér.
Ég er núna heima hjá Völu ásamt Sigrúnu, Vala var að koma heim með kisuna sína, það var verið að raka hana, hún er svo sæt og lítil!! Annars erum við bara í miklu tjilli, ég í tölvunni, Sigrún að skrifa sms og Vala að taka myndir. En ég hef voða lítið skemmtilegt að segja. Það er auðvitað bara búið að vera flutningur, allt að verða voða fínt í nýju íbúðinni. Svo var jarðfræðiferð í gær, það var voða óathyglisvert. Nema þetta var klassa-félagsskapur. Mikið partý í rútunni. Jú og svo er ég með kvef í auganu. Það er bara ekki hægt að fá kvef í augað vil ég benda á!!! Ég lít út eins og uppvakningur! En ég ætla nú ekki að fara að væla um það meira. Og svo finn ég eitthvað betra að skrifa seinna. Lifið heil.sunnudagur, október 05, 2003

Kæru lesendur.
Núna hefur fyrsta bloggið litið dagsins ljós og þá er tilvalið að bæta við. Núna er ég bara hjá Sigrúnu ásamt Elísabetu, við erum í miklum fílingi, en samt ættum við Sigrún að vera að læra fyrir þessi blessuðu próf sem eru á mánudaginn og þriðjudaginn. Iss, við erum svo villtar!
Næsta skref verður svo að setja myndir inn á þessa síðu, ég (reyndar Sigrún) á fullt af fallegum myndum. Ó já.fimmtudagur, október 02, 2003

Nú hefst gleðin!!!
Kæru lesendur. Núna hef ég sagt skilið við pentagon, þar sem það var eintóm vitleysa og leiðindi. Fyrir þá sem hafa áhuga á að skoða gömlu síðuna mína í hinsta sinn þá klikka þeir hér. Ég ætla að sjá hvernig þetta blogspot mun virka, vonandi kann ég á þetta. Svo vil ég þakka Sigrúnu fyrir að gera þetta allt mögulegt *væmn*
En ég skrifa nú eitthvað meira fallegt seinna.This page is powered by Blogger. Isn't yours?