<$BlogRSDUrl$>

föstudagur, júlí 06, 2007

Síðasta mánuðinn hef ég ekkert gert nema unnið og hangsað restina af deginum. Það er stutt síðan að ég vandist því að vakna kl. 6 á morgnanna.
En núna hef ég fengið nýju tölvuna mína og varð nú að prófa að blogga smá af því tilefni.
Í dag fór ég til augnlæknis, sem er nú ekki merkilegt nema vegna þess að ég held að ég hafi verið illa dissuð. Ekki nóg með það að sjón mín hefur versnað um einn heilan síðan í fyrrasumar, heldur virtist annar læknirinn sem skoðaði mig hafa haldið að ég væri ólétt. Við vorum að tala um hvernig sjón fólks versnar oftast fram að tvítugsaldri, en svo bætir hún við að sjón óléttra kvenna versnar oft eða jafnvel batnar á meðan á óléttunni standi. Svo fór hún aðeins nánar í það. Ég á eftir að ákveða hvort þetta var bara fróðleiksmoli dagsins hjá augnlækninum eða hvort að hún hafi haldið að ég væri ólétt.
Ég sem var svo stolt af því að hafa misst 3 kíló af því að hjóla í vinnunna...

This page is powered by Blogger. Isn't yours?