<$BlogRSDUrl$>

mánudagur, nóvember 29, 2004

Klukkan er núna 08:14 á mánudagsmorgni, tölvufræðitíminn átti að byrja fyrir 5 mínútum. Ég hugsaði með mér: "Voðalega er þetta undarlegt, engin komin nema ég og Edda M."
Svo kemur tölvufræðikennarinn inn, og spyr hvort við eigum báðar eftir að klára verkefnin. "Ha?" spyr ég, "er ekki venjulegur tími í dag?"
"NEI, ÞAÐ ER SKO EKKI VENJULEGUR TÍMI Í DAG, FÍFLIÐ ÞITT!", öskraði kennarinn á mig. Nei, hún gerði það reyndar ekki, en hún hefði alveg eins getað gert það, þar sem að ég er ótrúlega heimsk og vitlaus að mæta klukkan 08:10 þegar ég á ekki að mæta fyrr en 09:40! Ég hefði getað verið svo ótrúlega sofandi einmitt núna. Þetta er svekkjandi. Og hvað í ósköpunum á ég að gera mér til skemmtunar þangað til 09:40?! Læra, kannski? Jánei! Það er ekki saga í dag, og þess vegna er ég ekki með sögudótið mitt, og get allavega ekki lært sögu. Þetta minnir mig á þegar ég mætti 40 mín fyrr fyrir líffræðiprófið og ætlaði að lesa glósur, en komst svo að því að ég hafði gleymt öllum glósunum heima. Ég er einfaldlega ekki gerð fyrir lærdóm.
En hvernig gat ég látið þetta fram hjá mér fara? Hvernig heyrði ég ekki að það ætti ekki að mæta í þennan tölvufræðitíma nema maður væri ekki búin að gera öll verkefnin? Ég, sem klára alltaf verkefnin í tímanum. Ég, sem met svefn meira en vöku. Ég, sem elska hvíld meira en mjög mjög margt annað. Kannski ýki ég smá. En það breytir ekki að ég er mjög svekkt núna.

Það gengur margt, en ekki alveg allt, á afturfótunum núna undanfarið. Kannski er þetta síðasta þrautin fyrir jólafríið. Úh, jólafrí, ég lamast alveg við tilhugsunina. Ég ætla ekki að gera neitt í jólafríinu. Allavega ekkert krefjandi. En já, niðurstaðan er víst að ég er vitlaus, gæti verið sofandi núna, óheppin og svekkt.
Ég er samt alveg glöð í hjartanu, en í kringum það er stingandi himna þess sem ég er að missa af núna, sem sagt rúmsins míns, sem segir "Hildur, þú ert ógeðsleg!".

laugardagur, nóvember 20, 2004

BOY: On a hot summer night would you offer your throat to the wolf with the red roses?

GIRL: Will he offer me his mouth?

BOY: Yes

GIRL: Will he offer me his teeth?

BOY: Yes

GIRL: Will he offer me his jaws?

BOY: Yes

GIRL: Will he offer me his hunger?

BOY: Yes

GIRL: Again, will he offer me his hunger?

BOY: Yes!

GIRL: And will he starve without me?

BOY: Yes!

GIRL: And does he love me?

BOY: Yes

GIRL: Yes

BOY: On a hot summer night would you offer your throat to the wolf with the red roses?

GIRL: Yes

BOY: I bet you say that to all the boys.

Meatloaf er sniðugur. Ég ætla að giftast honum.
Og ef einhver kann að minnka myndir, sem sagt myndir sem eru teknar með digitalmyndavél, þá má sá hinn sami endilega kenna mér það. Það hefur nú verið sannað fyrir öllum að ég kann það sko ekki!


þriðjudagur, nóvember 16, 2004

Í gærkvöldi þegar ég lá upp í rúmi datt mér eitthvað voðalega sniðugt í hug að blogga um, en núna man ég alls ekki hvað það var. Það er nú svo sem dæmigert.

Á morgun er munnlegt próf í dönsku. Það lýsir sér þannig að við eigum að velja eitthvert danskt umræðuefni og tala um það í svona 5 mínútur fyrir framan bekkinn. Það eiga að vera 4 í hóp. Ég á hins vegar að vera ein. Ég veit ekki alveg hvað mér á að finnast um það, en það er kannski ágætt. Ég nenni þessu samt alls ekki. Dönskukennarinn ætti bara að gefa mér 10 og sleppa þessu veseni. Hohoho.

Ég fékk svo rosalegt nostalgíukast áðan, var að skoða danska tívolísíðu, sem sagt tívolíið sem ég fór alltaf í þegar ég bjó þarna. Þetta var næstum því sorglegt. Mér finnst að það ætti að vera alveg eins tívolí hérna, þetta var svo rosalega skemmtilegt tívolí, lítið og huggulegt, en þarna var allt sem til þurfti. Jájájá, good times good times.

Mig langar svo í jólin að ég lamast við tilhugsunina. Og það er kominn svo góður jólasnjór! Ég efast um að ég eigi eftir að geta lært fyrir jólapróf. Ég ætlaði að gá hvort ég gæti eitthvað byrjað að lesa sögu eða líffræði í dag, en ó nei, ég hef endanlega sannað fyrir sjálfri mér að ég hef alls engan sjálfsaga. Svo á ég líka bráðum afmæli. 5. des nálgast óðfluga, og ég á eftir að búa til óskalista. Mig langar alltaf í eitthvað nema þegar ég þarf að óska mér einhvers.
Jæja, ég ætla bara að fara að gera eitthvað annað og hlakka til jóla og afmælis á meðan.

miðvikudagur, nóvember 10, 2004

Allt í einu greip mig innri ró sem ég kannast ekki við að hafa upplifað áður. Ég veit ekki hvort ég er dofin eða spök. Spök, held ég samt.

Eftir að hafa verið svona spök og róleg í nokkra klukkutíma hef ég komist að því að þetta er alveg ágætt. Ég er laus við alla ævintýraþrá og þess háttar æsing. Ég lærði heima, svaf og fékk mér heitt kakó. Hmmmm, þetta er reyndar það sem ég geri venjulega, nema kannski þetta með heimalærdóminn. En það er líka bara vegna þess að ég er tossi og ógeð. Þetta þýðir kannski að ég er alltaf haldin svona innri ró. Það held ég. Ég sé líka að þetta er ekkert að hjálpa blogginu.

Þetta er örugglega allt mentholinu að kenna. Ég er búin að vera í stöðugri menthol-vímu í þessum veikindum. Menthol-nefsprey og menthol-krem. Ég er með menthol í heilanum. Það er róandi og kælandi, sem útskýrir kannski ástand mitt.

Núna hef ég líka einstaklega gaman að rólegum lögum. Eitt það skemmtilegasta sem ég geri núna er að hlusta á Pale Blue Eyes með Velvet Underground eða súper-mega diskinn með Simon & Garfunkel. Já, Vala, Sölvi og Katla, ég veit að ykkur finnst þeir vera aumingjar sem gera ekkert annað en að væla, þannig að núna þurfið þið ekki að skrifa það á kommentakerfið. Jei! Að mínu mati semja þeir falleg, róleg og pen lög um elskurnar sínar, liðna tíma og um að elska svo mikið að maður grætur. Reyndar kemur þarna inn eitt og eitt lag um samabandsslit, skotna bræður og eiturlyf, en það er svosem ekki hægt að komast hjá því. Mér finnst þeir skemmtilegir. Og góðir.

Núna er mentholið farið að segja til sín aftur, þannig að ég ætla að hætta þessu. Höfum lag dagsins Wednesday morning, 3 A.M. með þeim félögum.



föstudagur, nóvember 05, 2004

Ég er ennþá marin eftir starfsmannadjammið síðasta laugardag. Ég finn ennþá til í marblettunum. Hvað get ég sagt? At Háskólabíó, we work hard, we play hard.
Marblettirnir eru farnir að skipta litum. Grænn er góður litur á marblett. Húð er almennt góð þegar hún er græn. Einn af þessum góðu marblettum er eins á litinn og sogblettur sem ég sá um daginn. Ég veit ekki hvort er réttara, að segja að ég hafi séð sogblett um daginn sem leit alveg eins út og hardkor marblettur, eða að ég sé með "sogblett" á mjöðminni. En jæja, nóg um það.
Ég man þegar ég var lítil, þá var mjög huggulegt að vera veik heima, mamma hjá manni, maður fékk mat og gat horft á sjónvarpið allan daginn. Núna er ég búin að vera veik miðvikudag og fimmtudag. Ég borðaði varla neitt, þurfti að hanga ein heima og nennti ekki að gera neitt. Þetta voru alls ekki skemmtilegir dagar.
Ég hef algjörlega misst alla hæfni til þess að blogga. Ég ætla bara að hætta núna.
Höldum svo öll með Sigrúnu, Aldísi, Sögu og Herdísi í ræðukeppninni á eftir. JEI!

This page is powered by Blogger. Isn't yours?