<$BlogRSDUrl$>

mánudagur, apríl 18, 2005

Í morgun vaknaði ég við svona BRUUUUM-hljóð og svo kom svona BÍPBÍPBÍP-hljóð. "Ah, kemur ruslabílinn" hugsaði ég. Ég þekki alltaf röddina í einum ruslakallinum. Hann hlýtur að vera yfirmaðurinn því hann er alltaf að ybba sig eða vera æstur. Hann talar eins og Örn Árnason þegar hann er að leika æstan karakter. Ef þetta væri yfirmaðurinn minn þá mundi ég lemjann!

Herbergisglugginn minn er líka beint undir þar sem ruslatunnurnar eru geymdar þannig að ég hef oft heyrt í þessum mönnum og þá sérstaklega þessum æsta.

Í dag fór ég svo í verklegt tölvufræðipróf. Það var ljótt og asnalegt og ég fékk rangar tölur út. Ég er handviss um það. Ég var með 9.5 um jólin en núna mun ég annaðhvort rétt skríða eða fá ekki neitt!

Jæja já, það er samt gaman, því núna á ég loksins gul föt!

þriðjudagur, apríl 12, 2005

Í morgun þegar ég var að bíða eftir strætó sá ég sígarettupakka á jörðinni. Við mér blasti með stórum stöfum: "Reykingar geta valdið hægfara og kvalarfullum dauðadaga!"
Ég hafði nú ekki alveg búist við að sjá þetta utan á sígarettupakka.

Svo eru tveir menn víst hættir að blogga. Sjáum nú hvort þeir byrji ekki aftur við tækifæri. Þeir eru samt svo sætir að ég verð að láta þessa rassamynd fylgja með.

Til vinstri má sjá Sverri en til hægri er hann Dóri.

Það er svo stutt í prófin að ég ætti ekkert að vera að blogga. Svona er að vera tossi og ógeð, þá lærir maður ekkert.
Mig langar lúmskt til að sjá myndina A hole in my heart. En hún er víst hræðilega ógeðsleg. Veit um stelpu sem labbaði út af henni og ældi. Svo virðist skuggalega mikið af sveittum, miðaldra köllum mæta á þessa mynd. Allavega reif ég af mörgum miðum hjá þess konar mönnum í gær er þeir streymdu inn um dyrnar á leiðinni á þessa mynd.
Ég er orðin frekar viðkvæm, ætli ég eigi nokkuð að vera að hætta mér á þetta...

laugardagur, apríl 09, 2005

Veiveivei, þegar ég lít upp þar sem ég sit núna, sé ég m.a. tvo aðgöngumiða. Það eru sko engir venjulegir aðgöngumiðar, það eru aðgöngumiðar á Franz Ferdinand og...og...og. Ég get varla sagt það (hvað þá skrifað), gleðin er svo mikil. Já, góðu lesendur, ég á miða á leðurmeistarann sjálfan, Alice to da mothafuckin' Cooper!
Ég veit alveg að það eru fullt af miðum eftir, en það er gaman að eiga slíkan. Mér finnst það svo gaman að mér tókst að sannfæra manneskju sem er ekki mikið fyrir þennan mann um að það er kúl að eiga miða á hann. Það er gaman. Já, gaman, já.
Það er líka gaman að eiga miða á Franz Ferdinand. Þeir eru líka skemmtilegir. Omg allt er svo gaman og æðó og það eru hvolpar og ský út um allt.
Þessi færsla er andstæða síðustu færslu. En hún var líka asnaleg. Svona get ég verið asnaleg, veit ekkert hvað ég á að blogga um og fer þá bara að væla og veina.

Jæja, fer þetta blogg ekki bara bráðum að deyja? Ha hm ha? Allavega þessi færsla. Blessbless.

þriðjudagur, apríl 05, 2005

*blogg*

Ehehehe grííííín, ég ætla alveg að blogga meira.
Mér finnst ég vera skítug. Bæði fyrir að vera svona fyndin og vegna þess að ég horfði á One Tree Hill í gær, eða Crap Tree Hill eins og ég kýs að kalla það.
Lífið er nú enginn dans á rósum núna. Próf, próf og nokkur fleiri próf. Latínupróf, stærðfræðipróf, sögupróf og já, leikfimispróf. Hver sá sem kann ekki að fara í fullkominn langan kollhnís mun deyja ungur með ónýt bein, that's fo' sho'. Afturábakkollhnís er bara asnalegt. Ég gerði það og það brakaði skuggalega í hálsinum á mér. Það átti örugglega ekki að gerast en ég ætla ekki að prófa aftur.
Svo eftir þetta prófafár munu vorprófin berja harkalega að dyrum. Dónalegu vorpróf.

Obbosí, vinna eftir 35 mín.
Já, svona hef ég frá mörgu skemmtilegu að segja. Væli eins og eitthvað ógeð og fer svo að vinna.

This page is powered by Blogger. Isn't yours?