<$BlogRSDUrl$>

fimmtudagur, apríl 27, 2006

Nú liggur hún Sigurlaug sofandi í rúminu mínu og þá fannst mér viðeigandi að blogga smá. Það er nefnilega komið net heima hjá mér.

Við eigum að vera að gera frönskumunnlegtpróf, en við erum svo miklir villingar og svo ógeðslega ligeglad að við erum ekki að því. Af hverju er ég þá ekki að læra fyrir íslenskuprófið? Geri það nú bara á eftir, hef allt kvöldið (og nóttina...)

Nú verða brátt tvö munnleg próf að baki og þá taka við vorprófin góðu. Íslenskan er á laugardaginn, það verður nú stuð. Við Katla verðum einar heima á milli laugar- og þriðjudags og ég get ekki notað það í neitt nema lærdóm. Það finnst mér nú hálffúlt.

Í dag sungum við í íslensku, fórum í snúsnú í leikfimi og fórum í síðasta stærðfræðitíma okkar í menntaskóla. Það var gaman.

Það er bíll að flauta rosalega mikið úti, hann er örugglega að segja mér að læra. Best að hlýða honum, hann virðist mjög reiður.

sunnudagur, apríl 16, 2006

Ó Akureyri, er öllum meiri...

Á Akureyri er mikið fjölskyldustuð og í kvöld fer ég í enn eitt matarboðið. Þetta verður samt örugglega mjög áhugavert þar sem þar verða tvö pör af tvíburum sem eru ennþá smábörn, tveir ungir drengir á aldrinum 4 til 7 ára (svona rúmlega) og snaróður hundur. Þau munu halda uppi miklu fjöri.

Í gær keyrði ég í mikilli snjókomu frá Ólafsfirði til Akureyrar. Nú er ég ökumaður fær í flestan sjó. Eða veg, hoho. Ég var samt örlítið skelkuð á tímabili, það er ekkert grín að keyra þetta þegar maður er óvanur.

Jæja, þessi spennandi saga er nú búin, ég er bara að nýta tækifærið til að blogga á meðan ég hef aðgang að netinu.

þriðjudagur, apríl 11, 2006

Netleysi...svartast allra svarthola og ástæðan fyrir rosalegu bloggleysi mínu.

Ég hef samt ekkert að segja annað en að það er gaman að vera í páskafríi og það er enn skemmtilegra að kaupa sér nýjan síma.

Annars held ég á morgun til Akureyrar, vei partí.

This page is powered by Blogger. Isn't yours?