<$BlogRSDUrl$>

mánudagur, júní 04, 2007

Nú hef ég útskrifast, farið á júbilantaball og skráð mig í Háskólann.
Útskriftin var fín, rosalega löng athöfn, en skemmtileg, sérstaklega þar sem ég fékk dönskuverðlaun.
Júbilantaballið var samt ekki jafn skemmtileg og í fyrra, sem er skrítið þar sem þá var ég bara gestur, en í þetta skiptið stúdent. Hljómsveitin var bara alls ekki nógu hress. En ballið átti sín móment.
Svo hef ég skráð mig í ensku. 90 einingar. Kannski skipti ég þessu eitthvað, en mér líst mjög vel á öll fögin.
Hér með lýkur þessari skemmtilegu skýrslu, ég er of þreytt eftir fyrsta vinnudaginn til að skrifa meira.

This page is powered by Blogger. Isn't yours?