<$BlogRSDUrl$>

sunnudagur, febrúar 26, 2006

Jei húrra, frumsýning Birtings gekk ótrúlega vel og allir rosa sáttir. Það verður nú að viðurkenna að flestir sem komu að leikritinu voru frekar smeikir þegar frumsýningin nálgaðist, enda átti eftir að fínpússa margt. En svo stóðu allir sig frábærlega og allt fór vel að lokum.

Þá var farið í frumsýningarferð til að halda upp á þetta, en myndir frá henni má finna hér.
Þetta var vel heppnuð ferð, fyrir utan nokkur minni háttar mishöpp. (Vá, dönskuslettusetning!)

Jæja, skoðið bara myndir og verið kát.

þriðjudagur, febrúar 14, 2006

Þetta var nú spes helgi. En Herranæturhópurinn í ár er mjög skemmtilegur, það get ég sagt. Segi ekki meira, enda samningsbundin. Hoho. Get sagt allt eftir helgi samt. Eða svo skildist mér.

Allavega, núna er ég farin úr því að vera óbreytt sminka yfir í yfirsminku. Það er stuð að boða á fundi og þykjast vita allt um þetta. Fólkið í bæði leikarahópnum og crew'inu er samt eins og ég sagði áður mjög hresst og ég sé fram á skemmtilega frumsýningarferð. Vei.

Ég er að tala við Sigrúnu á msn. Það er hressandi. Sigrún sæda sæda. Simon & Garfunkel sædu sædu. Rúmið mitt sæda sæda.
Ég væmna rómantíska. Ég fæ samt enga væmni í dag því að Herranótt stelur því frá mér. Ég er samt ekki hlynnt Valentínusardegi á Íslandi, en ég eeeelska tækifæri til að vera rómó. Hver vill vera rómantískur með mér? Mér finnst vanta rómantík í ungdóm nútímans. Af hverju er ekki lengur kúl að bjóða ungri stúlku rauðgraut? Eða færa henni blóm í tíma og ótíma? Eða semja ástarljóð? Geðveikt mikið af þeim. Hví ó hví? Ég er samt bráðum búin að vera í tygjum við ágætis ljóðskáld í eitt og hálft ár, og þá má ég vera væmin og allt sem ég vil!

En núna ætla ég að stoppa mig áður en ég verð of ógeðsleg.

Gott rómólag: Thank You - Led Zeppelin
Gott væmið lag: Kathy's Song - Simon & Garfunkel

This page is powered by Blogger. Isn't yours?