mánudagur, febrúar 21, 2005
Núna halda kannski sumir að ég sé dauð. En nei, svo er ekki. Ég er bara búin að vera mjög upptekin síðan ég bloggaði síðast. Ég hef sinnt hlutverki sminku og aðstoðarleikstjóra í Herranótt og farið á árshátíð Framtíðarinnar. Þar var ég ekki í stuði og mistök að hafa Quarashi. Það er ekki hægt að dansa eins og pimps n' hos heilt ball.
Í dag er ég svo búin að vera kærasta í hálft ár. Það er gaman og ég hef bara eitt að segja: Híhíhí.
Æji, ég ætla að fara að gera íslenskufyrirlestur og drekka geðveikt mikið kirsuberjakók.
Í dag er ég svo búin að vera kærasta í hálft ár. Það er gaman og ég hef bara eitt að segja: Híhíhí.
Æji, ég ætla að fara að gera íslenskufyrirlestur og drekka geðveikt mikið kirsuberjakók.
fimmtudagur, febrúar 03, 2005
Útlitið fyrir vikuna sem er að líða við byrjun hennar:
- Þriðjudagur: Stærðfræðipróf
- Miðvikudagur: Lesa Gylfaginningu
- Fimmtudagur: Latínupróf
- Föstudagur: Sögufyrirlestur og ritgerðarskil
Svona er ástandið núna:
- Þriðjudagur: Stærðfræðipróf - frestað fram á mánudag, en engu efni bætt við
- Miðvikudagur: Gylfaginningu frestað, en ég man ekki hversu lengi
- Fimmtudagur: Missti af latínuprófi, ah, veik
- Föstudagur: Sögufyrirlestur, tjekk (á þó eftir að flytja hann, enda er bara fimmtudagskvöld) og ritgerðinni frestað fram á mánudag
Ó, þú ljúfa málabrautarlíf. Reyndar var ég svo stressuð fyrir allt þetta sem þurfti að gera (já, fyrir mig er þetta mikið að gera!!!) að mánudagur og þriðjudagur voru hreint helvíti, og svo var svo mikið spennufall að komast að öllum þessum frestunum að batteríin bara dóu. Ég þoli ekki að stressast svona. Ekki að það var mjög mikil ástæða til að stressast, en ég er nú bara þannig gerð. Í dag gerðist ég svo opinberlega sminka í Herranótt, gaman að því, mikið fjör. Þetta á eftir að verða skemmtilegt.
En jæja, núna ætla ég bara að fara að sofa!
Hlustið á Feed my Frankenstein - Alice Cooper