<$BlogRSDUrl$>

miðvikudagur, september 13, 2006

Ég er búin að vera veik og hef engan tíma haft til að sinna þessu bloggi, er öll í lærdómnumömmjá. Í veikindunum var ég mikið á netinu og fann nokkur gömul myndbönd sem voru geðveikt fyndin í 10. bekk og svei mér þá ef ég hló ekki aftur. Það voru:

Karlstripparinn góði

Þjáða klámmyndaleikkonan

og svo... Madonnugellan

Margir hafa eflaust séð þetta áður, en þetta er nú voða gaman.

Ef einhver mundi nú spurja mig; "Hildur, hverju hefur þú gaman af í lífinu? Hvað er það sem gerir þig glaða?" þá mundi ég svara: "Málaðir karlmenn í latexi og leðri með glimmer og annað glingur í "rokk"hljómsveitum að þykjast vera harðir". Já, ég hef einstaklega gaman af glysrokkinu góða. Þetta hérna finnst mér æðiiiislegt. Karlarnir í Poison eiga líka sérstakan stað í sálu minni með þessu lagi. Og jess, á meðan ég var að leita að þessum myndböndum rakst ég fyrir tilviljun á þetta myndband. Ég held að þetta sé besta blanda í heimi. Já. Ég bara held það.
Ég ætla að halda áfram að vera öll í rokkinu og horfa á Rockstar. Rooookk!

This page is powered by Blogger. Isn't yours?