<$BlogRSDUrl$>

þriðjudagur, júlí 25, 2006

Í dag var slátrað í vinnunni minni. Já, slátrað. Hiklaust. Með orfi. Orf og hreiður með þrem litlum ungum eru ekki vinir. Reyndar slátraðist bara einn ungi en hinir voru í maski, við fórum með þá á dýraspítala til að aflífa þá. Greyin litlu.
Fuglsungar eru skemmd og lítil dýr, fólk með orf þarf vissulega að passa sig. En við björguðum þeim þó frá því að kveljast dögunum saman.

Á morgun er Pirates of the Caribbean 2 frumsýnd. Það væri ennþá skemmtilegra ef ég væri ekki að vinna svona mikið og þar af leiðandi afgreiða voðalega mikið af fólki sem vill endilega sjá Johnny eða Keiru. Eða Orlando, fyrst út í það er farið. Ég verð bara bitur því ég vil sjá Johnny. Mmmm...Johnny.

Allavega...ég er bara almennt afslöppuð þessa dagana, lítið að gera en að horfa á Desperate Housewifes og láta reyna á það hvernig líf mitt væri ef ég væri einhleyp á ný, því maður nýtur ekki mikið fríðinda þess að eiga kærasta þegar hann er að þvælast um alla Evrópu. Afdrif hans og ferðafélaga má by the way sjá á síðunni www.dindill.is fyrir þá sem ekki vissu það fyrir.

Nú ætla ég að fara að halda áfram að horfa á fyrstu seríu af aðþrengdu eiginkonunum, góða skemmtun ég!

sunnudagur, júlí 16, 2006

Vá hvað þetta er atburðalaust sumar hjá mér, það eina sem ég get gert er að setja inn myndir.

Það voru þó skemmtilegar kvöldstundir sem ég myndaði þarna, það er alltaf eitthvað. Meira svona takk, allir eru einir heima nema ég.

Svo fer ég ekki til útlanda fyrr en eftir sumarfríið, eða það stendur allavega til.

Ég er bara ennþá að venjast því að vakna snemma á morgnana, var svo góð í því síðasta sumar en ekki lengur, ónei. Nú næ ég ekki að gera neitt spennandi vegna þreytu eða leti, auk þess sem ég eyði stórt séð öllum stundum í að vera ógeðslega gift þar sem minn heittelskaði er að fara bráðum í interrailferð.

Svo fer ég til Akureyrar um helgina í fyrsta "Hvíta" brúðkaupið mitt. Þá meina ég hvorki að ég hafi oft farið í brúðkaup svarts fólks eða að þetta sé mitt eigið. Ég meina að frænka mín er að fara að gifta sig í kirkju í stórum hvítum kjól. Það verður spennó.

Mér finnst Rockstar Supernova skemmtilegt. Held með konunni með götin, tattúin og rauða/svarta hárið. Hún söng Ring of Fire vel. Hún er ofurkúl.

Ég þarf samt að vakna snemma á morgun svo ég er farin að sofa núna. Bæ!

sunnudagur, júlí 09, 2006

Jæja, myndir frá gærkvöldinu komnar inn.

Skoðið: http://www.fotki.com/hildur-herranott/vinnuparti-1

This page is powered by Blogger. Isn't yours?