<$BlogRSDUrl$>

sunnudagur, október 31, 2004

Ég er ógeðsleg, ég veit það. En núna fáið þið loksins bloggið sem þið hafið beðið eftir. Tölvan hérna inni hjá mér er nú búin að jafna sig eftir rosaleg veikindi, og ég get nú hafið blogg á ný, allavega fram að jólaprófum.

Í gær var starfsmannapartí hjá starfsfólki Háskólabíós. Ég er að vinna með snarbrjáluðu fólki. En þetta reyndist vera hin ágætasta skemmtun. Ég veit ekki hvort það borgi sig að fara í smáatriði, en ég get allavega sagt að það er gaman að hlæja djúpraddað og hlaupa út um allt með svona dót sem maður blæs í og þá kemur svona dúúúúút-hljóð. Hins vegar er ekki gaman að láta krotóða manneskju með svartan tússpenna hlaupa út um allt á eftir sér. Nú er ég marin á kálfanum og mjaðmabeininu.
Af hverju tekst mér alltaf að fara að blogga um leið og það fer að styttast í að ég þarf að vera mætt í vinnuna?
Núna þarf ég enn aftur að fara og lofa betra bloggi næst. Ég sökka.


fimmtudagur, október 21, 2004

Jahá, núna eftir að hafa tekið mér dágott blogg-hlé sé ég hversu margir elska mig í raun og veru. Fólk ræðst á mig úr öllum áttum, grátandi bloggleysið. I feel the luuuuurve!

Ég hef af þessu lært hvernig best er að vera vondur bloggari. Það sem virðist vera árangursríkast er að telja sér sjálfri trú um að það sé bara enginn tími til að blogga. Í mínu tilfelli eru nammiát, sjónvarpsgláp og önnur letileg hegðun mjög tímafrek fyrirbæri. Í dag var ég hins vegar mjög dugleg. Fór í frönskupróf og gerði íslenskuverkefni eftir skóla með þeim Sigurlaugu og Magneu. Þær skrifuðu, á meðan ég fékk að lita. Jei!
En jæja, ég ætla nú ekki að hafa þetta í-dag-gerði-ég blogg þannig að ég ætla að snúa mér að einhverju allt öðru.

Æji, ég er skemmd og ónýt, búin að vera allt of stressuð í dag, plús að það er kominn kvöldmatur. Skrifa bara seinna.


föstudagur, október 08, 2004

Góð og merk kona spurði mig um daginn hvar blogg-gleðin væri. Já, hún hverfur þegar annríki tekur við. Merkilegt hvað ég hef alltaf mikið að gera miðað við hvað ég læri lítið. En ég geri nú mitt besta í sambandi við að halda lífi í þessu bloggi.
Mig langar að tala við ykkur um númeraplötur á bílum. Mér finnst ég vera að sjá meira og meira af þeim, en það vantar allan frumleika í þetta. Þó eru nokkrar góðar:

1: Fyrst og fremst er 4U2NV, en það mun vera eitt það besta sem ég á ævi minni hef séð. Tekið skal fram að þetta er ekki öfundsverður bíll, þannig að númerið á eiginlega ekki við.

2: "Eminem" er líka ágætis númer á gulum sportsbíl sem er án efa með neonljós líka. Það er víst alltaf verið að lemja þann gaur...

3: Áslaug segir mér að hún og vinkonur hennar sáu hvítan sportsbíl (ef ég man rétt) með númerinu "PIMP". Hvar sáu þær þennan bíl? Jú alveg rétt, á Selfossi!

Mér dettur eiginlega ekki fleiri eftirminnilegar númerplötur í hug, nema ég sá í gær gömul hjón með númerið "JE". Það væri mjög gott ef JE væri ekki skammstöfun fyrir Jón Eiríksson, Jóhann og Elísabet eða eitthvað þannig.

Jæja, segjum þetta bara gott.

Hlustið á: Lullaby - The Cure

mánudagur, október 04, 2004

Jei, blogg, jei!
Ég er í tölvufræði. Var að klára verkefnið sem við áttum að gera. Ég held að ég hafi gert flottasta powerpointverkefni fyrri og seinni tíma! Og það tók mig ekki einu sinni heila kennslustund. Fyrst ég er nú að tala um tölvufræði vil ég bara benda á að þetta er án efa eitt leiðinlegasta fag sem til er! Flest af þessum verkefnum eru bara til þess að brjóta mann niður, enda sit ég oftar en ekki með tárin í augunum, rífandi úr mér hárið í þessum tímum. Þakka bara Guði fyrir að vera ekki í bóklegri tölvufræði líka.
Þar sem ég hef heilar 40 mínútur í viðbót ætti ég nú að finna eitthvað meira að skrifa um. Jú, við Katla erum búnar að vera einar heima síðan síðasta þriðjudag, og við héldum upp á það á laugardaginn með sveittu reifi fyrir sveitt Hlíðafólk og aðskotadýr. Myndir væntanlegar.
Í gær horfði ég á James Bond, hinn ágæti Skjáreinn er jú farinn að sýna eina mynd á hverjum sunnudegi. Reyndar hef ég séð þær allar, nema bara Goldeneye. En já, ég ætlaði að segja að mér líst eiginlega ekkert á þennan Bond. Hann er karlrembusvín og ofdrykkjumaður. Sean Connery er samt góður gaur. Og Roger Moore líka.
Jæja, hún Sigurlaug á ennþá eftir að búa til tvær powerpointglærur, þannig að ég hef ennþá tíma til að skrifa meira. Málið er bara að ég er laus við alla andagift. Ef það er hægt að segja það.
Æji, best að hætta bara þessu rugli. Ég ætti helst að eyða þessu bloggi og skrifa annað, en ég mun ekki hafa neinn tíma til þess í dag þar sem ég þarf að læra fyrir próf og fara að vinna. Ég veit ekki einu sinni hvað er að læra fyrir þetta próf, kennarinn hefur ekki enn haft fyrir því að segja okkur það, og prófið er á morgun. Þið verðið sem sagt að láta þetta duga í bili.

This page is powered by Blogger. Isn't yours?