<$BlogRSDUrl$>

mánudagur, september 27, 2004

Núna sit ég uppi í rúminu mínu og blogga. Það er stuð. Svona sniðugt er hægt að gera þegar maður á fartölvu með þráðlausu neti. Eða reyndar á mamma hana. En það skiptir ekki öllu...
Ég hef komist að því að ég þjáist af krónískum sinadrætti. Það stafar án efa af hinu mikla sundi sem ég hef stundað síðastliðnar vikur. Við Sigurlaug völdum að synda tvisvar í viku í valinu í leikfimi. Við þurfum að fara alla leið upp í Kópavogslaug, tvisvar í viku! Þegar ég tilkynnti Rögnu Láru að ég væri alltaf að fá sinadrátt sagði hún mér að ég ætti að borða einn banana á dag. Fyrir þá sem ekki vita það þá er Ragna Lára leikfimiskennarinn, og hún hefur alltaf rétt fyrir sér. Þannig að núna þarf ég að borða einn banana á dag.

Þegar ég var lítil var ég alveg ótrúlega mikill hrakfallabálkur. Það virðist ennþá búa í mér, því á laugardaginn þegar ég var að vinna lenti ég í slysi. Dyravörðurinn bað mig um að tína upp gosflöskur og drasl úr stóra salnum í bíóinu, og sagði mér að gera það eins fljótt og ég gat. Ég dreif mig inn og hófst handa. Ég hljóp um í salnum og tíndi upp alls kyns muni úr gólfinu, meðal annars bjórdós. Sniðugt að drekka bjór í bíó. En já, ég var þarna hlaupandi um, og allt í einu hljóp ég á stól. Mjög, mjög, mjög fast! Þetta var alveg ótrúlega vont, en ég hélt áfram. Þegar ég var búin hljóp ég inn á klósett til að skoða þetta, og þá blasti við mér ótrúlega undarlegur marblettur. Og kúla. Stór kúla. Hún var svo stór að hún sást í gengum buxurnar mínar. Já, ég er, eða var, með kúlu á lærinu. Það er ennþá smá eftir af henni. Mér finnst undarlegt að fá kúlu á lærið.

Í dag er ég búin að vera mjög dugleg að læra. Er að fara í stærðfræðipróf á morgun, við Sigurlaug sátum og fórum yfir öll dæmin sem við þurfum að kunna. Fékk líka frönskuprófið mitt í dag, og viti menn, ég kann bara frönsku eftir allt!
Núna kveð ég ykkur með fallegri mynd, sem er NB ekki af Bítlunum.


Þetta fólk er í hljómsveit sem heitir Scissor Sisters. Mér finnst þau vera skemmtileg.

fimmtudagur, september 23, 2004

Tíminn er hér með orðinn minn versti óvinur.
Allur minn tími fer í skóla, lærdóm, stress, vinnu og vesen. Allavega tíminn undanfarið. Svo er kommentateljarinn eitthvað að bögga mig. Allavega laug hann eitthvað í færlsunni hér á undan. Þeta er pirrandi. Í dag fór ég í hljóðfræðipróf. Lærði samtals í svona 20 mínútur fyrir það, og úrkoman verður án efa samkvæmt því. Svo er ég að fara í frönskupróf á morgun. Ég hef komist að því að ég kann nákvæmlega enga frönsku lengur. Af hverju er ég þá ekki að læra spurjið þið? Jú, vegna þess að Sigrún er með frönskubókina mína. Planið er að læra í nótt. Og fyrstu fjóra tímana á morgun, en svo er prófið.
Um helgina ætla ég ekki að læra neitt. Ekkert! Svo fara mamma og pabbi til útlanda á þriðjudaginn og verða þar í viku. Í þessa viku sem þau verða úti ætla ég að læra lítið. Þetta er gott plan. Höfum það bara þannig.
Og munum svo það sem Bítlarnir eru að sýna okkur á myndinni hér að neðan: Með því að vera alveg ótrúlega mikið gimp má gleðja bæði sjálfan sig og fólkið í kringum mann.



Lagið: Boris the Spider - The Who

sunnudagur, september 19, 2004

Ég biðst afsökunar á bloggleysi mínu síðustu viku, en nokkur atriði hafa staðið í vegi mínum og neitað að færa sig. Þessi atriði eru m.a.:

-Tímaleysi
-Þreyta
-Veikindi
-Leti
-Foreldrar
-Ritgerðarskrif (336 af 500 orðum komin, ég er alelda!)

Það hefur nú ekki margt á daga mína drifið þessa vikuna, eiginlega út af atriðunum sem ég taldi upp hér á undan.
Ég beini þessum orðum til hennar Auðar, sem sagðist hafa séð mig um daginn: Hvar sástu mig? Og hvers vegna hentirðu ekki öllu frá þér, hljópst til mín og heilsaðir? Mér blöskrar!
Fokk, ég er að fara að vinna eftir 13 mín!!! Skrifa meira seinna!

laugardagur, september 11, 2004

Jæja, núna er ég ekki leið lengur. Ég fékk mikla ást og umhyggju eftir síðustu færslu. Þá get ég bloggað. Það er stuð.

Það eina sem ég hef gert í dag er að læra. Saga og líffræði, mikið rosalega er það skemmtilegt.
Í kvöld ætlum við stelpurnar svo að horfa á Kill Bill 1 & 2. Það verður mikið partí. Langt síðan ég hef séð nr. 2.
Sjitt maður, ég hef ekkert að skrifa um. Hvers vegna er ég að þessu? Jú, svo fólk geti farið inn á bloggið mitt og lesið nýja færslu. Það er hollt og gott.
Ég byrjaði að lesa Bókina um veginn áðan. Mér finnst hún góð. Eða...áhugaverð.
Ég er allt of dofin til að blogga, ætla bara að bæta við hérna einum link á hana Sigurlaugu sætusætusætu, og hætta svo þessu rugli.

Hlustið á: Paradise by the dashboard light - Meatloaf



þriðjudagur, september 07, 2004

Dagurinn í dag hefur virkilega verið "einn af þessum dögum". Þá meina ég ömurlegur. Og það er rigning! Svei!

Ég eyddi öllu hádegishléinu í að standa í röð til að kaupa miða á Busaball MR. Svo þegar hádegishléið var búið og 10 mínútur liðnar af tímanum sem ég átti að vera mætt í var röðin komin að mér. Þá var uppselt. Fokkings fokk! Reyndar er ég á einhverjum biðlista, á morgun verður mér sagt hvort ég fæ miða eða ekki. En þetta sökkar.
Ég labbaði upp í stofuna mína, sat þar í íslenskutíma, það var verið að kenna hljóðfræði. Svo var útileikfimi. Ég uppgötvaði mér til mikillar gremju að ég var ekki með síðu leikfimisbuxurnar mínar. Ég þurfti að hlaupa úti í stuttbuxum. Og það var ennþá rigning.
Svo er ég að fara að vinna í kvöld. Ef einhver vogar sér að vera með kjaft við mig þá tek ég poppskófluna og rota manneskjuna með henni!
Það er ótrúlega langt síðan ég hef upplifað svona ömurlegan dag. Og vonandi líður langur tími þangað til þetta gerist aftur. Ég þarf knús, ást og umhyggju.

Lag dagsins: Stephanie Says - Velvet Underground

sunnudagur, september 05, 2004

Oj, núna er ég bara að blogga vegna þess að ég verð að gera það! Hef voðalega lítið að segja, geri þetta bara svo að fólk haldi ekki að síðan (eða jafnvel ég) sé að deyja.

Hmmmmm. Vala átti afmæli á miðvikudaginn, jei! Hún efndi til veislu sem var haldin uppi í risi heima hjá henni. Þar var borðuð mikil og feit súkkulaðikaka, og þeir sem lágu ekki í sófanum eða á stólum eftir át á henni fóru að fæta með hnífa og leika sér með kisu. Það eru til einhverjar myndir úr þessu, þær má nálgast á Völu síðu.
Svo var ég að vinna í gær. Það er ekki sniðugt að láta fólk vinna á laugardagskvöldi. Fólk hefur betri hluti að gera á laugardagskvöldi en að pússa borð, afgreiða nammi og gos, sópa og fylla poka af poppi. En ég fékk að fara heim upp úr 11, þannig að þetta blessaðist allt.

Mér finnst að Mínus ættu að gefa út rokkútgáfu af hinu þekkta lagi Krummi svaf í klettagjá. Það er svo viðeigandi. Heyrði einmitt rokkútgáfu af þessu lagi með einhverri hljómsveit sem ég man ekki hvað heitir, við eigum geisladisk með þeim. En það mundi vera svo miklu sniðugra ef Mínus mundu gera þetta. Það finnst mér.



This page is powered by Blogger. Isn't yours?