<$BlogRSDUrl$>

miðvikudagur, desember 31, 2003

Jæja, núna ætla ég að segja frá því sem drifið hefur á daga mína undanfarið, ég veit að það verður skemmtilegt lesefni.

Á laugardaginn var hin ágæta Jólagleði Framtíðarinnar. Þangað héldum við Rútur, Jósi, Aldís og Sigrún. Ég labbaði niður á Bókhlöðustíg í köldu veðri ásamt henni systur minni til að tjékka á miðum handa þessu fólki og utanaðkomandi. Þar ræddi ég við forseta Framtíðarinnar, og sagði hann mér að utanaðkomandi höfðu ekki forgang þannig að ég varð að sleppa að kaupa miða fyrir Kötlu og Völu. Hins vegar keypti ég miða handa hinum, og kláraði ég peninginn minn við að gera það. Það sem ég legg ekki á mig fyrir þá sem eru mér kærir...
En svo þegar við mættum á staðinn voru ekki margir komnir, þannig að Aldís, Rútur og Jósi fóru eitthvað út í sjoppu á meðan við Sigrún vorum að spjalla bara í góðum fílíng. Svo komu þau aftur og smám saman bættist fólk við þar til allt var orðið fullt af fólki.
Þá sný ég mér við að borðinu fyrir aftan mig og er við það að skalla hann Aríel úr F-bekknum. En þá sé ég að við hliðina á honum situr drengur sem að ég kannast mjög mikið við. Eftir nokkurra sekúndubrota umhugsun fatta ég að þetta mun vera hann Guðni G. Kristjánsson, fyrrverandi bekkjarbróðir minn úr 1., 2., og 3. bekk í Austurbæjarskóla. Ég potaði í öxlina á honum og spurði hann hvort að hann heiti ekki Guðni, og hann segir já. Þá segi ég að ég sé Hildur og bíð eftir viðbragði. Allt í einu fer hann að brosa og heilsar mér með gleðihrópi og handabandi. Hann og Aríel settust svo við borðið okkar og við Guðni förum að rifja upp gamlar minningar. Seinna spyr hann um hana systur mína og ég segi honum að þar sem hún er ekki MR-ingur sé hún ekki á staðnum. Hann sagði mér þá að fá hana til að koma, og bauðst hann til að borga fyrir hana. Þannig að stuttu seinna voru Katla og Vala einnig mættar á svæðið.
Svo leið kvöldið bara, þetta var mjög skemmtilegt, við vorum bara að spjalla og dansa. Seinna var svo kominn tími til að fara og þá ákváðum við Sigrún, Aldís, Vala, Katla, Jósi, Rútur, Guðni og Aríel að fara á Nonnabita og lögðum við af stað. En á leiðinni komust við Sigrún að því að við þurftum að drífa okkur heim til hennar þannig að við gerðum það, og þar gisti ég. Það gleður mig að ég gat sagt frá þessu í stuttu máli ;)

Í fyrradag kom svo Malena í heimsókn og gaf mér og Kötlu jólagjafir, Kötlu gaf hún Legolas-plakat en ég fékk CosmoGirl, broskallanælu, naglaþjöl, kirsuberjaeyrnalokka og -hálsfesti, plús mjög girnilegt Johnny Depp plakat. Ó já.
Svo um kvöldið þá fóru ég, Sigrún og hún Elísabet Hugrún á Lord of the Rings 3. Það var svo ógeðslega góð mynd að ég var alveg að missa mig. Hélt í hendina á Sigrúnu eiginlega allan tímann og vissi ekkert hvað ég átti að gera af mér!!

Gærdagurinn var einnig viðburðarríkur, þá kom hún Marta í heimsókn, það var rosalegt stuð, við vorum bara að spjalla og taka myndir í nýja símanum hennar, og svo ákváðum við að fara að heimsækja hana Völu, en þá komst Marta að því að hún gat ekki náð að fara þangað þannig að við urðum að hætta við það. Eftir að Marta var farin ákvað ég bara að stunda smá rotnun. Það felst sko í því að liggja uppi í rúmi að lesa CosmoGirl, ekki einhverju ógeðslegu ritúali.

Svo vil ég benda á að það eru komnar fleiri afmælismyndir, þið getið nálgast þær hér eða á linknum soldið neðar til hægri hér á síðunni.

Lag dagsins í dag er ekta/upprunalega útgáfan af Behind Blue Eyes, sem jú er með The Who. Takk fyrir mig.


föstudagur, desember 26, 2003

Jæja, núna blogga ég aftur eftir dágott jólafrí (frá blogginu sko).
Það var alveg frábært á aðfangadagskvöld, mjööööög góður matur, amma og afi í heimsókn og overload af gjöfum! Það er langt síðan ég fékk svona margar gjafir. Víííííí!
Á meðal þessara frábæru gjafa voru hinir frábæru diskar, The White Album með Bítlunum og hinn frábæri safndiskur Með sítt að aftan! Þá er ég búin að blasta mikið, og er að því núna! Partípartí.

Í gær þegar ég fór að sofa fór ég að hugsa um dálítið sem er mjög skondið. Það er lítið samtal sem átti sér stað á milli mín, Jósa og Gígju í 10. bekkjarferðinni til Landmannalauga á síðasta ári. Við vorum nýbúin að klífa hátt og mikið fjall og vorum komin niður aftur, og það hafði verið rigning uppi á toppnum. Samtalið var einhvern veginn svona:

Jósi (*perraglott*): Jæja stelpur, voruði blautar uppi á fjallinu?
Ég (sem er voða gáfuð og fattaði strax perraskapinn): NEI!
Gígja (fattaði hins vegar ekkert): Já! Ég get sagt þér það, ég var SVO BLAUT þarna uppi að buxurnar bara lííííímdust við mig á tímabili!
Jósi og ég: HAHAHAHAHAHAHAHAHA!
Gígja: HVAÐ? (Fattaði svo allt saman) OOOJJJJ Jóhannes!!! Ég var ekkert þannig blaut og þú veist það! (Þarna lemur hún hann, og hann getur ekkert gert þar sem hann er lamaður af hlátri, og ég held áfram að hlæja líka, og get heldur ekki hindrað hana í því að berja Jósa í kúk)

Þetta var rosa skemmtilegt, og við hlæjum ennþá að þessu :D Veit ekki hvort að öðrum finnst þetta jafn fyndið, en mér fannst samt að ég yrði að deila þessu með ykkur.

En jæja, núna fara bráðum að koma gestir, best að hætta í bili.
PS: Vonandi gladdi þetta þig Vala mín, en ég hef ekki tíma til að blogga meira í bili.

fimmtudagur, desember 18, 2003

Í gær var þetta ágæta Jólaball haldið. Það byrjaði með fyrirpartýi hjá Malenu og þar var rosalegt stuð. Á ballinu sjálfu var líka hin mesta stemming, Stuðmenn skemmtu fólki og voru alveg að standa fyrir sí­nu. En þar sem að flestir þeir sem lesa þetta blogg voru annaðhvort á ballinu eða hafa heyrt um það þarf ég ekki að fara að lýsa því­ hérna.

Ég ætla rétt að mæla með myndinni Cabin Fever, verð eiginlega að gera það þar sem ég lofaði leikstjóranum að gera það *mont* Hann nebbla mætti á svæðið í­ eigin persónu á sýninguna og við Jósi fengum eigihandaráritanir og smá spjall og svo sagði hann nafnið mitt!! OMG!
En þessi mynd er samt svo ógeðsleg, hef aldrei séð annan eins viðbjóð! Og vandinn var að það var stafsetningarpróf daginn eftir og mér varð óglatt í­ prófinu þegar ég fór að hugsa um allt þetta blóð! Núna er bannað að halda að ég sé svona gelgja sem að þorir ekki að horfa á blóð, nei alls ekki, heldur var þessi mynd bara gróf!

Annars er ég farin að finna fyrir jólastemmingunni (og stressinu), ég á eftir að kaupa jólagjafir handa öllum nema einum!!! Svo var fjölskyldan að skera laufabrauð um daginn, og þar sem að við eigum engan laufabrauðshníf þá var þetta mjög litrí­kt :P
Svo var ég að spá í þessu jóladagatali á RÚV. Er það jólalegt? Nei. En það er soldið skondið. Við Katla horfðum á einn þátt um daginn, það var mjög fyndinn fiskur sem að skreið upp úr fiskabúrinu sínu og tókst upp á eigin spýtur að bjarga allri áhöfninni frá því­ að detta ofan í­ stóran foss. Og svo kafnaði hann næstum því­. Og þá þurfti Klængur Sniðugi að dansa tangó við hafmeyju ofan í­ vatninu.
En sko það er ekki sniðugt að láta jóladagatal gerast í frumskóginum...eða það finnst mér ekki. En fiskurinn er frábær!

Jæja, nóg komið af öllu þessu bulli.

fimmtudagur, desember 11, 2003

Jæja, í dag var dönskupróf. Það var svaka stuð...
Partýið byrjaði samt ekki fyrr en eftir prófið, þá fórum við Malena, Ómar og Rútur niður að tjörn og vorum að "skauta". Rútur fór næstum með fótinn í gegnum ísinn...það hefði verið fyndið! Það var ekkert smá kalt þannig að við ákváðum að fara eitthvert til að hlýja okkur.
Við fórum fyrst á Nonnabita og þaðan á Subway, en vorum þar nú ekkert lengi vegna þess að einhverjum á Subway hafði dottið það snjallræði í hug að sjá til þess að það var hræðileg gráðostarfýla í loftinu...
Eftir þetta ævintýri fórum við inn í einhverja sjoppu á Austurstræti, ef bara ég vissi hvað við vorum að gera þar. En allavega, eftir þetta ákváðum við bara að það væri kominn tími til að fara bara heim, stafsetningarlesturinn beið auðvitað. En á heimleiðinni fór ég rétt með Malenu inn í Hagaskóla, þetta var btw í fyrsta skipti sem ég fer þangað inn, hún þurfti eitthvað að erindast þar.

Svo þegar ég kom heim þá var ég bara að tjilla, ætlaði bara að lesa smá seinna. En þá komst ég að því að stafsetningarbókin er 100-og eitthvað blaðsíður!!! Þannig að ég var alveg fokk fokk og ríða, og þurfti að fara að lesa þetta allt!! En ég nú búin að því núna. Jeah.

Svo er spurning hvort að maður skelli sér ekki á Cabin Fever með Jósa í kvöld ef að lærdómurinn er ekkert að trufla...hmmmm.

miðvikudagur, desember 10, 2003

JEAH! Afmælismyndirnar eru komnar! Loksins! En reyndar vantar alveg margar margar myndir, en ég læt þær inn um leið og ég fæ þær. Þær eru nebbla svo margar, 130 eða eikkað, og Aldís og Vala eru með þær allar. En þið getið skoðað þær sem eru komnar so far á linkinu hér til hægri. Og sýnið þolinmæði ég geri þetta allt eins fljótt og ég get.


mánudagur, desember 08, 2003

Stærðfræði er send til okkar frá djöflinum, ég er svo handviss um það!! Ekki frá Pýþagórasi eða Aristótelesi, neinei, þeir voru andsetnir og vissu ekkert hvað þeir voru að gera! Af hverju var ekki hægt að fá svona særingarmann og láta hann fela þessar ljótu kenningar þeirra sem djöfullinn sagði þeim?!?! Það finnst mér! Og það hefur ekkert með það að gera að ég var í prófi í dag og ég er svo skítfallin, alls ekki...

En annars er afmælisveislan komin og farin, það var svo skemmtilegt!!! Ég fæ örugglega bráðum myndirnar og þá læt ég þær hér inn á síðuna. Jeij.
En já, það var sko þröngt á þingi hér heima, við vorum 26 þegar það voru sem flestir. Hvorki Marta né Sölvi komust samt vegna veikinda og jólaballs :(
Við Katla fengum svo fullt af gjöfum, og þær voru allar frábærar! Það var gert mikið skemmtilegt, það var farið í pakkaleik, og svo sáu Gestur, Ómar, Skorri og Rútur sig knúna til að kasta eggi á milli sín inni í eldhúsi. En það er nú best að fara ekki í nein smáatriði, leyfum bara myndunum að tala sínu máli...

Og ég þarf að fara að læra ensku...

föstudagur, desember 05, 2003

Vei loksins á ég afmæli!!! Ég er búin að bíða svo lengi!!
Dagurinn byrjaði rosa vel, við Katla vorum vaktar með kakó og afmælissöng. Þá fengum við gjafir, sem voru Lord of the Rings 2, nýtt Ralph Lauren ilmvatn og svo pening og í gær fékk ég nýjann síma, Sony Ericson T300. Það var kominn tími til, ég þurfti að láta kennaratyggjó á gamla símann minn svo að coverið mundi ekki detta af...

Hins vegar er ég ekki ánægð með eitt, og það er jarðfræðiprófið sem við vorum í í dag. Það var svo erfitt!!! Ég vil ekki fara í erfitt próf þegar ég á afmæli! ÉG BARA VIL ÞAÐ EKKI! Annars gekk mér samt ágætlega í sögunni í gær, verð að kæta mig við það.

Eða nei ég fann besta kætingar-ráð sem til er áðan, ég var nebbla ein heima, og ákvað að blasta diskinn Hits out of Hell með Meatloaf. Ég dó úr spassakasti og var hoppandi um allt syngjandi!! Það var gaman...

Svo á eftir er afmælispartýið...við verðum 27 alveg, áttum að vera 28 en Sölvi greyið veiktist svona rosalega og sendi ég honum hér með allar samúðarkveður og bataóskir sem ég á til.

En Danir eru ruglaðir...áðan fengum við Katla blómvönd með póstinum, og við vorum bara QUE því að við vitum ekki um neinn sem gæti sent blómvönd, og þá sáum við kort. Við opnuðum það og þá stóðu á því skilaboð á dönsku, og var þetta kort og blómvöndurinn frá kærum vinum okkar þeim Mariu og David. Það gladdi hjartað ;)

En núna er ég þá hætt allri vitleysu og er farin að afmælast! :D

mánudagur, desember 01, 2003

Vá það er svo gaman að vera ég stundum!!! Ég á afmæli á föstudaginn og ég get ekki beðið, og svo var ég að fá mér síma í dag, nánara tiltekið Ericson T300!! Gleði gleði!
Reyndar fæ ég ekki símann fyrr en á miðvikudaginn eða fimmtudaginn því að það þurfti að panta hann frá Akureyri, en það er aukaatriði.

Svo er ég búin að vera rosa dugleg í dag og í gær að læra fyrir jólaprófin í sögu og jarðfræði. Djöfull er 4. kafli í jarðfræði um steindir leiðinlegur!!! Bara boredom-overload!! *gelgj*
Það sama má segja um Alexander mikla og hans hyski...
Við fengum svo loksins eðlisfræðiprófin okkar í dag, og ég fékk 10! Ég sem fyrirlít efna- og eðlisfræði. En það er bara kúl.

Hey já það gerðist stórviðburður í dag, en þið eruð örugglega búin að lesa um það á blogginu hennar Aldísar. Við stóðum sem sagt fyrir utan gamla skólann og allt í einu keyrðu bara fjórir slökkviliðsbílar fram hjá okkur. Við vorum furðu lostnar og vorum að velta fyrir okkur hvar eldurinn væri. Þá stakk Aldís upp á að það væri örugglega kviknað í Landsbankanum fyrst að hún væri á leiðinni þangað, og viti menn, hún hafði rétt fyrir sér!

Ég er líka að komast í svo mikið jólaskap, var að skreyta herbergið mitt um daginn. Svo huggulegt svo huggulegt svo huggulegt. Ég og Sigrún mættum líka með jólaeyrnalokkana okkar í skólann af tilefni 1. des og svona, og vakti það mikla lukku...

Þetta var allt í bili...ég þarf að fara að huga að afslöppun kvöldsins.


This page is powered by Blogger. Isn't yours?